Sjónvarpið hefur alið okkur upp, það hefur kennt okkur margt, það hefur kennt okkur mest allt. Við kunnum að drepa, skjóta af byssum, keyra hratt. Og ég eins og allir aðrir hef lært þetta!
Ég óttast ekkert lengur, ég hef séð allt, eða svo hélt ég. Það var um vorið, ég man að himininn grét blautum tárum. Ég gekk heim úr vinnunni, ég eins og allir menn horfði mikið á sjónvarpið og hafði séð heimsin mesta sora, blóð, klám og ofbeldi og eftir öll þessi hár hélt ég að ég væri ónæmur fyrir þessu öllu.
Ég var á leiðinni úr vinnunni klukkan 22 ég myndi að mynda kosti ná að setjast fyrir framn sjónvarpið og horfa á seinustu myndina á dagskrá. Ég átti að vera búinn um kvöld mat en eins og venjulega þá var ég lengur í vinnunni við að vinna yfir vinnu. Á hverju kvöldi gerðist þetta og á hverju kvöldi kom ég heim í tóma íbúð, konan löngu farin með börnin.
Ég gekk eftir götunni í átt að bílnum mínum. Og eins og gerist á hinum fullkomna degi þegar þreytan er að drepa mann þá steig ég í poll. Ég bölvaði með sjálfum mér útkeyrður og gekk að bílnum og var feginn að vera kominn inn úr rigningunni. En auðvitað var bílinn rafmagnslaus og auðvitað var enginn bíll nálægt til að gefa mér start.
Svo ég ætlaði að hringja á leigubíl en auðvitað gleymdist gemmsinn á skrifstofunni sem var harðlæst núna.
Þetta var einn af þessum fullkomu dögum þegar allt gengur ekki eins og það á að vera. Svona var þetta líka í gær og daginn á undan og alla vikuna og vikuna á undann.
Eitthvað gerðist innra með mér ég fór að hata heiminn af öllu hjarta, ég hreinlega hataði allt, vinnuna mína, fyrrverandi konuna mína, foreldra mína, vini mína, börnin mín, bílinn minn. ALLT, ÉG HATAÐI ALLT. Og ég áttaði mig um leið á því að mér var nákvæmlega sama um allt og um alla. Ég hendi skjalatöskunni frá mér og gekk eftir götunni, hvað var nákvæmlega að fara í gegnum hausinn á mér veit ég ekki, enginn veit það. Ég man bara að ég sá mann standa í strætó skýlinu og af einhverri ástæðu þá sá ég ástæðu til að hata hann , hann var jú hluti af heiminum ég man hvernig hausinn á honum skall í strætó skýlinu og blóð spýttist út úr hausnum á honum, einhver notarleg tilfinning rann í gegnum mig, ég reisti hann við og hendi honum aftur utan í strætó skýlið, rauður litur litaði alla gangstéttina þegar mér tókst loksins að koma honum í gegnum glerið, ég þakkaði fyrir mig og gekk í burt. Ég sá bílljós í fjaska svo ég gekk út á götuna og stoppaði bílinn, ég reif konuna út úr bílnum á hárinu og heyrði hana öskra, ég hendi henni í götunna, og settist upp í bílinn, það er ekki ósvipað því að keyra yfir manneskju sem liggur og götu kannt, manneskja gegnur reyndar meira eftir.
Þegar ég keyrði eftir götunni á 130 km hraða og bölvaði yfir að hafa tekið svona kraftlausan bíl þá sá blá ljós á lögreglubílnum væla yfir aftan mig, og steig bensíngjöfina í botn en löggan fjarlægðist ekki, hún jók hraðann og önnur bættist í hópinn. Þær myndu sko ekki ná mér, ég sá hvernig ég stefndi á beygu, ég kippti í handbremsuna og beygði, en bíllinn beygði ekkert, hann tók á loft og sá út undan mér jörðina, himininn, ég sá blokkina sem ég stefndi á ég sá lögreglubílana. Svo leit ég á húsvegginn í seinasta skiptið og hugsaði mér að þeim hefði alltaf tekist þetta í bíómyndum………