Henný var að verða brjáluð af því að búa undir sama þaki og eldri systir sín. Hvað hafði hún eiginlega gert henni? ALLS EKKI NEITT. Rósa systir hennar var þremur árum yngri en miklu stærri og fullorðinslegri en Henný. Alltaf þurfti Rósa að búa til rifrildi úr öllu, sama hve lítilvægt það var! Henný var 16 ára en Rósa 13 ára.
Hvernig átti Henný að geta haldið sjálfsvirðingunni þegar það voru gestir? Rósa bara gat ekki hætt að reyna að fá fólkið til að trúa öllu sem hún nöldraði um Henný, systur sína. “Farðu nú að raka þig undir höndunum Henný, þú lyktar eins og svín. Við erum ekki í fjósi heldur raðhúsi. Reyndu að sýna gestunum virðingu.”
Henný gerði oft tilraunir til að flýja að heiman fyrir þremur árum, þegar hún var á gelgjuskeiðinu og skapið viðkvæmt. Hún var oft komin til Mosó frá Garðabæ, þar sem hún bjó áður og sór því að hún skyldi aldrei snúa aftur og aldrei aftur yrða á Rósu.
Ekki hafði Rósa batnað, því hún er komin á þetta viðkvæma stig núna, þremur árum seinna. Nú hótar Rósa að flýja að heiman ef Henný verður ekki send út úr húsinu og í sína eigin íbúð.
“Æ, mamma. Þetta er svo erfitt líf að búa með Rósu að ég er að hugsa um að finna mér leiguíbúð. Ég get þetta ekki lengur, hún bara ætlar aldrei að þroskast!”
“Ég skil þig Henný mín en ætlarðu að gera henni til geðs með því að fara? Er hún ekki búin að stjórna nógu miklu á heimilinu? Ég veit að þetta hefur verið hræðilegt fyrir þig þar sem þú hefur ekkert gert henni. Sérðu ekki að hún er brjáluð af afbrýðisemi? Svaraðu henni einu sinni á móti.”
“Þetta er ekki svona einfalt mamma. Rósa er greind og orðheppin. Það myndi bara koma einhver saklaus vitleysa út úr mér ef ég svaraði fyrir mig. Ég verð að fara eitthvað annað.”
Okkur pabba þínum langar svo mikið að hafa þig hjá okkur. Þú heldur heilu familíunni saman með góðmennskunni einni. Ekki far elskan, gerðu það. Við pabbi þinn eigum erfitt með að ráða við hana, við höfum aldrei verið nógu ströng. En fyrst við vorum aldrei ströng, hvernig gast þú þá verið svona góð? Það hefur aldrei neitt farið fyrir þér. Þú hefur alið sjálfa þig upp.“ Segir mamma og brosir.
Hvaða ástæðu hefur Rósa til að vera svona afbrýðisöm?”
´“Hún er bara þannig týpa. Hún þarf mikla athygli, hefur alltaf verið fyrirferðarmikið og erfitt barn. Við höfum oft þurft að leita sálfræðiaðstoðar útaf uppeldi á henni.”
“Ekki vissi ég það”.
“Ekki heldur segja nokkrum manni frá því…hvað þá Rósu…hún verður brjáluð og heldur að við höldum að hún sé geðveik”.
“Já, hún hlýtur að vera eitthvað geðveik! Get ég ekki bara sagt henni það næst að hún sé geðveik og óþroskuð?”
“Nei alls ekki, það skaltu láta vera. Sá vægir sem vitið hefur meira.”
Í þessu kemur Rósa inn, fýld á svipinn:“Er ekki til neinn matur á heimilinu? Nei, ekkert frekar en venjulega. Farðu út og kauptu í matinn Henný, þú ert svo létt á þér.”
Rósa á það þó til að hrósa innst inni með illgirninni með því að segja systur sinni að hún sé létt á sér, en Henný neitar því, ákveðin á svip, að fara út að versla.
“Hva, bara farin að svara fyrir sig litla píslin? Þetta líst mér á! Þessu hef ég beðið eftir í mörg ár. Þú ert engin veimiltíta og getur alveg svarað fyrir þig.”
Hvað meinti hún eiginlega með þessu? Var hún að taka litlu/stóru systur sína á sátt á þennan öfugsnúna hátt?
Henný spyr hana að því hvort hún meini vel með þessu.
“Vá, sú er komin með kraft í sig. Já ég meinti vel…ég er ekki eins illgjörn og þið haldið”. Hún blikkar þær báðar glottandi.
Heyrði hún það sem þær mæðgurnar töluðu um?
"Jæja, ég er farin út að versla því ég er farin að losa mig við aukakílóin. Ætla að skokka út í búð.
Hvað hljóp í hana???
Hún heyrði í þeim en tók þessu svona vel. Mæðgurnar góðu voru orðlausar. Kannski var það þetta sem þurfti. Allir voru frekar rólegir og orðfáir á heimilinu nema Rósa. Kannski leiddist henni að búa með þessari rólegu fjölskyldu og þurfti að gera uppreisn?

ENDIR