Það var persónuleikapróf í skólanum hjá Nönnu. Þetta próf átti líka að fela spurningar um framtíðarplön og var líka nokkurs konar atvinnumiðlun framtíðarinnar.
Þessu prófi var Nanna búin að bíða lengi eftir. Áhugasvið hennar hafði óravíddir og hún átti alltaf í erfiðleikum með að ákveða sig. Tvíburabróðir hennar, hann Hannes, átti ekki í neinum erfiðleikum og var fljótur að svara þessu prófi. Hann rauk út, stoltur á svip með góð framtíðarplön fyrir hendi. Hann langaði að verða lögga síðan hann man eftir sér. Nanna man að hún var alltaf með honum í lögguleik í gamla daga og hún var líka lengi búin að ákveða að verða lögga, þangað til eftir fermingu, þá fannst henni svo gaman að mála sig. Af hverju varð hún ekki bara förðunarfræðingur eða snyrtifræðingur? Nei, hún hafði líka áhuga á hjúkrun, ásamt öðrum áhugamálum sem voru úr ólíkum áttum. Hvað ætli hún hafi verið í fyrralífi? Kannski var eitthvað fyrra líf. Hún var fyrst inn í skólastofuna og síðust út. Hún ákvað að koma fyrst því hún vissi að hún ætti í vanda. “Jæja, Nanna mín” sagði kennarinn. “Engin framtíðarplön?” “Æiii, neii, ég hef svo mikinn áhuga á bara ÖLLU!” “Mér hefur alltaf fundist þú vera svo fjölhæf, af hverju verðurðu ekki bara kennari sem kennir fullt af greinum í framhaldsskólum?” “Þarf ég þá ekki að vera sérhæfð í því öllu?” “Ekki alveg, þú getur vitað sitt af hverju er það ekki spennandi? Þú ert nú svo fróðleiksfús og dugleg í skóla”
“Já, en hvað ef það er ekki líf eftir þetta líf…þá má ég sjá eftir að hafa lært eitthvað og séð svo eftir því” “Þannig er þá hugsanagangurinn hjá þér? Til þess eru námskeiðin…t.d. Tómstundaskólinn, hann er stútfullur af öllum námskeiðum sem þér getur dottið í hug. Kíkt´á netið, þar eru allar þær upplýsingar sem þú þarft”
Nanna greyið, sem var svo lágvaxin að hún hefði ekki einu sinni komist í lögguna, fer heim eftir prófið og kíkir í tölvu bróður síns sem slappar af fyrir framan sjónvarpið og lætur sig dreyma um starf í löggunni.
Hún finnur ótal áhugaverð námskeið. Mamma hennar kíkir inn til hennar og spyr hana hvað hún sé að gera. Nanna hugsar út í það hvað hún gæti tekið mörg námskeið á ákveðnum tíma og fyrir ákveðinn pening. “Hafðu engar áhyggjur af þessu elsu Nanna mín, þú ert bara unglingur og hefur nógan umhugsunarfrest. Hvað er eiginlega verið að reka á eftir ykkur?” “Þau vilja bara hjálpa okkur svo við getum valið fög í einhverjum skólum.” Mamma Nönnu sest niður og skoðar með henni námskeiðafjöldann. Hún fer sjálf að hafa mikinn áhuga á þessum námskeiðum. Nú er hún komin með þokkalega uppkomin börn og getur farið að sinna sjálfri sér svolítið meira eftir því sem líður á árin. Hún býðst til að styrkja Nönnu sína í þessum námskeiðum og fara með henni. Þær sjá að það er ákveðinn afsláttur ef maður sækir 4 námskeið á einni önn. “Og svo, Nanna mín, þegar þú hefur fundið þig í þessum námskeiðum og búin að þjálfa þig í hinu og þessu, geturðu vitað hvar hæfileikar þínir liggja helst.
Nanna fer í skólann daginn eftir, spennt að fá svör við persónuleika- og atvinnuprófinu. Út kom svarið að hún væri greinilega mjög áhugasöm persóna og allir vegir henni færir og fyrir neðan stóð ”Gangi þér vel, bjarta framtíð"