Hér ætla ég að segja ykkur skáldsögu en samt sönn saga að hluta til.

Þetta byrjaði allt í 6.bekk…..þegar ég fékk gleraugu.
Tinna var vinsælasta stelpan í bekknum og ég var bara svona í vinarhópnum þangað til að ég fékk gleraugu.
Fyrst gerði hún ekkert, en svo fór hún að baktala mig og segja öllum hvað þetta væru asnaleg gleraugu og hvað ég væri ljót.Sem ég var ekki, og er ekki.
Vinir mínir fóru að hlusta á hana og hættu að tala við mig, sem var erfitt fyrir mig þar sem ég var nú bara í 6.bekk.

Ég var alltaf ein í skólanum og ein eftir skóla og varð svona hálfgerður “proffi”
Lærði alltaf vel með góðar einkunnir og mamma og pabbi mjög stolt en alltaf var mér strítt.
Svona gekk þetta í rúmt 1 og hálft ár, en svo fór ég að æfa fótbolta og eignaðist vini sem ég var alltaf mikið með eftir skóla.
Ég var að byrja í 8unda bekk, dökkhærð með frekar sítt hár og blá augu sem voru falin bakvið gleraugu.
Og enn var Tinna að baktala mig og stríða mér en brátt fór mér að standa á sama og átti mitt líf utan skólans.
Ég eignaðist yndislegan kærasta og því vildi Tinna engann veginn trúa fyrr en hún sá okkur á labbi í hverfinu og lá þá við að augun féllu úr henni.

Kærastinn minn,Þórir var mjög sætur strákur og var alveg sama um það hvort ég væri með þessi fáránlegu gleraugu og skildi hann ekkert í því afhverju Tinna væri að gera grín af mér útaf því.Hann studdi mig í gegnum þetta allt og var besti vinur minn.
Sjálfur var hann ósköp venjulegur strákur, reyndar ári eldri en það breytti engu.
Hann var ljóshærður með græn augu og frekar stór og bara fullkominn.

Jæja, ég var komin í 8unda bekk og æfðu fótbolta,átti fullkominn kærasta og lét sem Tinna væri ekki til.Margir af fyrrum vinum mínum voru hætt í skólanum og komu nýjir krakkar sem urðu mér góðir vinir.
En áfram reyndi Tinna að fá þau til að leggja mig í einelti en í þetta skiptið ætlaði ég ekki að láta það takast hjá henni.
Ég sagði öllum frá því hvað hún gerði mér, meira að segja kennurunum og þá fór hún að kalla mig glöguskjóðu en mér var alveg sama.
Ég hafði eignast vini og það í skólanum og úr 8unda,9unda og 10unda bekk.
Eftir 8unda bekk þá hætti hún að yrða á mig og var ein með sínum “gelgjuhóp” á meðan ég átti mína vini og auðvitað kærasta.

En allt þetta einelti leiddi samt til þunglyndis, og auðvitað ekki hægt að ætlast til þess að manneskja komist heil frá svona einelti.
En ef þið pælið í því, þá er það svolítið fáránlegt að leggja fólk í einelti…….og það útaf útliti!
"All we have to decide is what we do with the time that is given to us"