Þetta byrjaði allt saman einn daginn þegar Stebbi bauð mér og nokkrum vinum mínum í LAN heima hjá honum. Okkur leist auðvitað öllum vel á það og komum með tölvurnar okkar og LÖN-uðum til kl. 2 um nótt þegar Grillaði-Karlinn (hann heitir það ekki, við Stebbi köllum hann það bara)sem á heima á móti Stebba byrjaði að negla einhverju drasli í gluggan hjá okkur til að fá okkur til að þeigja. Síðan hundskammaði hann foreldra Stebba fyrir að ala börnin sín ekki betur upp. En alla vega, þá þurftum við allir að fara heim því að foreldrar Stebba vöru alveg klikkuð. Ég fór heim á hjólinu mínu, en sé núna eftir því. Kl var hálf 3 og ég var auðvitað ekkert smá þreyttur. Ég hálf rolaðist heim en þegar ég var næstum komin heim þurfti ég að fara yfir götu. Það getur vel verið að það hafi verið bíll þarna, og að hann hafi flautað, en ég man ómögulega eftir að hafa heyrt það. Það eina sem ég mann er að eitthvað hart rakst í mig, ég heyrði að eitthvað brotnaði og fann alveg hrikalegan sársauka. Mér leið eins og þessar fáu sekondur sem á þessu stóð hafi verið margir klukkutímar. Síðan man ég ekki meir.

Þegar ég rannkaði við mér var ég alveg máttlaus allstaðar í líkamanum, gat ekkert sagt né gert. Ég var alveg viss um að ég væri á spítala. En samt gat það ekki verið, ég sá að rúmið sem ég lá í var úr tré og sænginn úr einhverju þægilegu og mjúku efni sem ég hafði ekki hugmynd um hvað var. Ég reyndi að rifja upp það sem hafði gerst en man ekki greinilega eftir neinu. Síðan settist ég upp og leit í kringum mig. Þarna var maður, á að giska eitthvað í kringum 60-70 ára.
'Ha, ekki er þetta afi?' hugsaði ég
'Nei, ekki er ég hann afi þinn.' svaraði maðurinn.
Ég hrökk í kút. Ég reyndi að segja eitthvað en það var eitthvað á milli heilans og munsins sem virkaði ekki, ég bara gat ekki talað.
'Þú þarft ekki að tala neitt hér, Helgi minn.'
Aftur brá mér. Hvernig gar þetta verið. Var ég að hugsa upphátt eða?
'Nei, þú ert ekki að hugsa upphátt, strákur minn, það er ég sem get lesið hugsanir þínar.'
'Hver ertu? Ertu Guð?' hugsaði ég.
'Nei, ég er ekki Guð, Guð kemur brátt en ekki núna.'
'Hver ertu þá? Jesú eða?'
'Nei, Lúkas heiti ég, þú ættir að þekkja nafn mitt, eða það skilst mér.'
'Lúkas..' hugsaði ég en datt ekkert í hug.
'Dettu þér eitthvað í hug þegar ég segi ‘Lúkasarguðspjall’
'Jááá, held það' hugsaði ég
'Jæja, nóg um mig' sagði maðurinn. ‘þú vilt væntanlega vita hvar þú ert, er það ekki’
'Jú'
'Allt í lagi. Eitt get ég sagt þér, við erum ekki en í himnaríki. Þangað ferðu þegar þú lýkur lífi þínu á jörð.'
'Ha? Ertu að segja að ég sé ekki dáinn'
'Já, ég er að segja það. Það halda allir, líkami þinn er á sjúkurahúsi en þú sjálfur, sál þín er hér. Þess vegna getur þú ekki talað. En nóg um það, Guð vildi að ég tæki sál þína hingað til að ég gæti sagt þér tilgang þinn í lífinu.'
'Og hver er hann'
'Það er þannig, Helgi, að sumir fæðast illir, sum góðir og aðrir hlutlausir um sinn. Þú fæddist góður, þess vegna hefur þú hlotið góða æsku, gott uppeldi og svo framvegis. En tilgangur góðu er að breyta heiminum. Allir góðir fá aðeins eitt tækifæri í lífi sínu, og þú verður að nota þitt tækifæri. Það erfiðasta er að sjá tækifærið. Það er semsagt eins og að finna nál í heystakki. Hvorki ég né Guð almáttugur getur sagt þér hvað tækifærið gengur út á né hvar þú finnur það.'
'Ertu að segja að ég, litli ég, geti breytt öllum heiminum?'
'Ekki öllum, en þann hluta mest þarf. Það er undir þér komið að skilja hvaða hluti það er. En ég hef víst haldið þér hér nógu lengi, ég held að það sé komin tími til þess að þú rísir á fætur og skoðir þig um. En þú getur ekkert sagt né smakkað. Mund þú að hugsa þig um, hvar tækifærið þitt liggur. Röltu um kring garðinn hér og veltu því fyrir þér hvað ég hef sagt þér núna.'

Ég gerði eins og maður hafði sagt mér, rölti kringum garðinn og hugsaði mig um. Þessi garður var einhver sá fallegasti sem ég hef augum litið. Allt var svo grænt og fallegt. Ég veit ekki hve lengi ég var í þessum garðiog dáðist að honum en á endanum kom maðurinn aftur.
'Jæja, ertu búinn að hugsa þig um?' sagði hann.
'Lítið sem ekkert.'
'Allt í lagi, þér mun gefast meiri tili til þess seinna.'
'En annars… Líf mitt hefur breyst af tónlistinni. Tónlisinn er hálfur heimur mannsins. Án tónlistar værum við ekki eins og við erum. Tónlist getur auðvitað haf góð áhrif.'
'Satt er það, drenur minn'
'Aldrei hélt ég að gæti hugsað svo skýrt'
'Hér er heldur ekket sem truflar huga þinn.' sagði maðurinn.
'Vá'
'En alla vega. Þú hefur fundið tækifærið þitt og hefur því varla mikið meira að gera hér.'
Síðan röltum við í rólega aftur að húsinu þar sem ég vaknið þegar Lúkas sagði við mig að leggjast aftur í rúmið. Ég gerði það og sofnaði samstundis. Næst þegar ég vissi var á Landspítalanum með 3 brotinn bein og hafði sennilega fengið heilahristing. Ég eyddi dögunum saman í að pæla hvar tækifærið mitt lá. Og þenn þann dag í dag er ég að reyna að finna það.
you shut your mouth when you're talking to me!