Addi bograði yfir tölvuna og það leit út fyrir að hann vildi komast inn í skjáinn. Hann stillti af gleraugun og svitinn lak niður nefið. Hann hefði ekki getað trúað þessu.
Af hverju var hún með þessum. Þessum mjóslegna og smeðjulega leikara. Vissi hún ekki að hann hafði skilið, við fyrrverandi konu sína meðan hún gekk með annað barn þeirra hjóna. Ætlaði hún aldrei að læra . Gat hún ekki séð að Þetta voru allt ónytjungar. Þessir menn sem hún hafði verið með. Þeir voru ekki hennar verðugir. Lífið gat verið svo ósanngjarnt. Þarna var hann eini maðurinn sem gæti elskað hana og virt. Gefið henni allt sem hún verðskuldaði og gæti óskað sér. Af hverju? Þetta þyrfti ekki að vera svona. Bara að hann gæti hitt hana. Bara að hún tæki eftir honum.

-Addi minn. Hvað við. Hann slökkti ósjálfrátt á vafranum.
-Addi minn kallaði mamma hans og röddin færðist nær.
-Ætlarðu ekki að koma og fá þér bita. Mamma hans birtis í dyra gættinni hann hafði gleymt að loka á eftir sér.
-Sjá þetta drasl hjá þér. Hélt hún viðstöðulaust áfram.
-Ég held að þú ættir frekar að reyna að koma reglu á hlutina hér inni, frekar en að vera alltaf svona í þessari tölvu . Ég held að það geri þér ekkert gott. Hún var kominn að borðinu og teygði sig í átt að bréfa hrúgunni. Addi spratt á fætur og bandaði við hendinni á henni.
-Svona mamma sagði hann önugur ég tek þetta til seinna. Hann var hálf ógnandi þannig að móðir hans dró höndina til baka. Síðan dró hann hrúguna nær sér og stakkaði henni saman með þjósti.
-Hér er allt með reglu Mamma. Aldís hörfaði og gekk út úr herberginu.
-Þú kemur þá og færð þér bara bita þegar þú ert tilbúinn. Það var ekki laust við að röddin væri óstyrk.

Hann gekk inn á bað til að þvo sér um hendurnar. Hann leit í spegilinn og virti fyrir sér sína eigin spegil mynd. Hárunum fór ört fækkandi og það var ekki laust við það að þau væru farinn að grána. Hann strauk létt í gegnum það og reyndi að hagræða þeim þannig að þau hyldu sí hækkandi ennið. Hann hafði líka bætt á sig undanfarið. Sennilega var það satt að hann væri of mikið í þessari tölvu.

Hann gekk á kjötsúpu ilminn inn í eldhúsi. Tveggja daga gömul súpan var kominn á borðið. Móðir hans sat við borðið og beið eftir honum.
-Addi minn ætlarðu að hækka aðeins í útvarpinu fréttirnar eru að koma.
-Er ekki alltaf það sama í fréttum Mamma mín svaraði hann og reyndi að brosa út í annað til að bæta fyrir geðvonsku sína þarna áðan. Og teygði sig síðan í útvarpið og hækkaði. Hann settist niður og sötraði í sig súpuna. Þetta var hljóðlaust borð hald þar til Aldís rauf þögnina og sagði.
-Ég held að þú ættir nú að drífa þig á dansnámskeið Addi minn, þú gætir haft gott af því Þú ert eitthvað svo mikið inni og hálf afundinn eftir að þú fékkst þér þessa tölvu. Hún Bibba frænka þín hún er á svona dansnáms….. ætlaði hún að halda áfram þegar Addi greip fram í.
-þú veist að ég er ekkert fyrir að dansa mamma. Svo áttu ekki alltaf að vera að éta allt þetta rugl eftir henni Bibbu Það er ekki eins og öll þessi námskeið sem hún Bibba fer á hafi skilað henni einhverju. Í gær var það Jóga og í dag er það dans hvað verður það á morgun. Ég nenni ekki að hlusta á þetta rugl lengur sagði hann og stóð upp. Hann var orðin æ uppstökkari upp á síðkastið. Hann var komin með þessa leikkonu á sálina. Og þoldi ekki að heyra neitt sem var sagt við hann. Gat hann ekki fengið stundar frið án þess að allir væru að jagast í honum.

Hann gekk fram í forstofu fór í skóna smokraði sér í snjáða úlpuna og gekk út.

Þetta var einn af þessum haustdögum þegar vindurinn blés blíðlega meðfram jörðinni og feykti upp laufblöðunum þannig að þau þyrluðust til og frá eins og þau gætu ekki ákveðið sig hvort þau ættu að fara eða vera. Eins var með hann. Hann stóð þarna á stéttinni með hendur í vösum . Niðurlútur og hugsi. Klukkan var ekki neitt.Hann færi ekki á vakt fyrr en um kvöldið.

Hann setti upp hettuna það var ískyggilega kalt. Og rölti svo af stað niður götuna. Það væri best að fara bara og fá sér pulsu fyrst hann gat ekki klárað súpuna í friði. Af hverju þurfti kellingin alltaf að vera með þessa afskiptasemi. Hann var jú orðinn 47 ára. Hann var ekkert barn lengur.

Það var enginn í litlu bláu sjoppunni nema hann og stelpan í afgreiðslunni. Hann hafði ekki séð hana áður. Hann fékk sér eina með öllu og litla kók. Honum fannst stelpan horfa of mikið á sig. Hún var örugglega ekki nema svona sautján og alltof mikið máluð. Var hann einhver frík. Honum verður litið á blaða rekkann og sér þar nýjasta Séð og heyrt. Þarna var hún á forsíðunni í bláum síðkjól sem tónaði svo vel við dökkt, rautt, krullað hárið og feitletruð fyrirsögnin. “Margrét Einarsdóttir vinnur enn einn leiksigurinn.” Hann missti skyndilega alla list á pulsunni og lét seinasta bitann falla ofan í rusla tunnuna.
-Ég ætla að fá þetta blað sagði hann og teygði sig í blaðið. En ósjálfrátt leit hann fyrst í kringum sig eins og einhver gæti verið að fylgjast með honum. Hann kafaði ofan í vasana og fann aur. Stakk blaðinu síðan inn á sig og skálmaði út eins og hann væri að stela einhverju. Hjartað ólmaðist og hann byrjaði að svitna.

Hann vildi ekki fara strax heim. Ekki fyrr en mamma hans væri örugglega farinn. Í dagvist eldri borgara eins og hún gerði alltaf eftir hádegi. Hann ætlaði að bíða úti þangað til hún færi. Hann gekk einn hring í hverfinu skálmaði frekar. Hann var með allan hugann við blaðið. Hvað skildu þeir segja um hana í blaðinu. Með hverjum væri hún? Væru margar myndir af henni? Hann vonaði að hún væri ein á myndunum.

Hann var í öðrum heimi og gáði ekki að sér. Hann var næstum búinn að ganga niður gamlan mann sem var á gangi með litlum dreng.
-Úpps sagði hann afsakandi. Og í því sá hann að ferðaþjónustu bílinn keyrði á brott. Hann sá móður sína líta upp og veifa út um glugga bílsins. Hann kinkaði kolli. Öll reiði var horfinn.

Hann flýtti sér heim. Honum gekk erfiðlega að hitta skráargatið. Það var eins og hann væri drukkinn. Hann titraði svo af spenningi. Hann tók ekki af sér í forstofunni eins og hann var vanur Heldur gekk rakleiðis inn í herbergi og læsti að sér þó hann vissi að hann væri einn heima. Hann tók blaðið inn undan úlpunni og lagði það á hvolf á borðið. Hann forðaðist að líta á það. Hann lagði úlpuna saman brotna á rúmið og fór úr skónum. Hann greip um andlit sér og dæsti og lagaði gleraugun sem voru farinn að síga óþægilega mikið niður á nefið. Hann fékk sér sæti við borðið. Hann var að farast úr spenningi. Hann opnaði miðju skúfuna á skrifborðinu og teygði sig í skærin. Síðan klippti hann varlega plastið utan af blaðinu. Og snéri því síðan við.

Þarna var hún. Ung og glæsileg. Eins og alltaf. Þetta var eina konan sem hann hafði elskað. Hann man þegar hann sá hana fyrst það var á sýningu í Þjóðleikhúsinu á Bleika hirtinum. Hann hafði ekki ætlað að fara. Hafði engan áhuga á leikhúsi. En Móðir hans hafði heimtað það eftir að Bibba ökkla braut sig á skíða námskeiði. Þær höfðu ætluðu að fara saman. Sennilega var þetta það eina jákvæða sem hefði komið út úr þessum ótal námskeiðum sem hún Bibba hefði sótt.

Hann opnaði blaðið með varúð og fletti hægt í gegnum það. Næstum eins og hann væri að pína sjálfan sig. Þarna var hún. Þetta var heil opna. Á vinstri síðunni var hún með þessum verðbréfa sala Hjalta Glúmssyni. Þeim sama og hafði verið með henni á morgunblaðsvefnum. Auk þess sem var stór hópmynd af henni og hinum leikurunum í sýningunni.Hann virti hana fyrir sér í dágóða stund. Síðan teygði hann sig í svartan tússpenna sem var í glasi á borðinu og strikaði hægt en ákveðið yfir andlitið á Hjalta Glúmssyni. Ósjálfrátt gat hann ekki annað en hataði þennan mann.

Á hægri síðunni var hún síðan ein, og með fallegan blómvönd og brosti brosi sem fáir gætu brosað. Það skein af henni. Og hann strauk henni blíðlega yfir hárið. Og varir hans mynduðu stút. Hann stundi meðan hin höndin læddist ofan í buxnastrenginn. Skyndilega kipptist hann við eins og hann hefði vaknað upp af vondum draumi og kippti hendinni snögglega upp úr buxunum. Nei það skildi ekkert óhreint og saurugt komast upp á milli þeirra. Þeirra ást skildi vera byggð á hreinleika.

Eftir að hafa dáðst af henni dágóða stund tók hann skærin og klippti síðurnar úr blaðinu. Því næst gekk hann að fata skápnum og teygði sig upp í efstu hillunni þar sem móðir hans næði örugglega ekki upp. Og dró fram græna úrklippu bók. Hann lagði hana á borðið og fletti í gegnum hana. Þarna var hún við hin ýmsu tækifæri. Í leikhúsinu, á hestbaki, í líkamsrækt og við allra handa gjörninga ýmist ein eða með einhverjum vinum sínum sem allir áttu það sameiginlegt að það var búið að afmá andlit þeirra með feitum breiðum túss. Þetta var hans Biblía hans sálar fjársjóður. Tólf síður með úrklippum af þessari drottningu. Og núna bættust tvær síður við safnið til viðbótar. Hann tók bókina og lagðist á rúmið með bókina á hjartastað.

Hann hlýtur að hafa sofnað því hann vaknaði við umgang frammi á gangi. Móðir hans var komin heim. Klukkan var farinn að ganga fimm. Hann reis upp í rúminu og fletti einu sinni enn í gegnum úrklippu bókina. Virti hverja síðu fyrir sér eins og hann hafði svo oft gert áður. Hann lét sig oft dreyma um það, að það væri hann sem væri með henni á myndunum. Að það væri hann sem héldi utan um hana og kreisti í ástríðufullum faðmlögum. Hann kunni næstum allar blaða greinarnar utan að.Að lokum stóð hann upp og gekk tryggilega frá bókinni á sínum stað.

Aldís sat inni í stofu og horfði á Leiðarljós. Alveg merkilegt hvað fólk gat verið haldið mikilli þráhyggju út af sápu óperum hugsaði hann. Arnar fékk sér sæti í sófanum við hliðina á henni.
Þau þögðu bæði. Það var oft þannig að þegar hann hafði rokið upp eins og í hádeginu að þögnin ríkti á milli þeirra í nokkurn tíma á eftir. Það var einhvers konar óskráð samkomulag. Eins og þau hefðu bæði sektar kennd. Hann fyrir að æsa sig og hún fyrir að storka honum. Hann hafði alltaf verið viðkvæm sál hann Addi.

Hann starði ofan í þykkt teppið á stofu gólfinu. Það var orðið slitið af áralangri viðveru á annars huggulegri stofunni. Á veggjum stofunnar héngu típískar fjölskyldu myndir. Brúðskaups mynd af móður hans og föður. Faðir hans var hár og myndalegur maður, í dökkum jakkafötum með vatnsgreitt hárið. Úti tekinn og spengilega vaksin. Og móðir hans í fallegum blúndu kjól með liðaða ljósa lokka og Blómvönd úr íslenskum sumarblómum í fanginu. Þau höfðu kynnst á unga aldri og snemma orðið vinir. Svo þegar faðir hans fékk vinnu við höfnina höfðu þau gengið í það heilaga.

Fljótlega upp úr því hafði faðir hans í félagi við annan mann byggt húsið sem þau bjuggu í. Virðulegt tvíbýli allt grá steinað að utan þar sem þau bjuggu á efri hæðinni. Og með miklum garði þar sem móðir hans gat ræktað kartöflur og rófur í einu horninu. Það þóttu mikil búdrýgindi í þá daga. En nú var moldarbeðið löngu gróið. Og Garðurinn með sýnum háu grenitrjám og runnum orðinn ein paradís. Það voru liðin fimm ár frá því að faðir hans féll frá. Á sviplegan hátt. Hann hafði verið að klöngrast um borð í bát niðrá höfn. Þegar honum skrikaði fótur og hann féll milli skips og bryggju. Það var um vetur og borinn von að nokkur hefði lifað það af í slíkum kulda.

Við hliðina á Brúðkaups myndinni hékk mynd af honum og Kidda bróður. Ungum fallegum drengjum á stuttbuxum og í lopa peysum. Kiddi bróðir var tveim árum eldri en hann. Hann Addi hafði fengið ljósa hárið frá móður sinni. Og feitlagið útlit hennar Kringlótta andlits fallið og freknurnar sem brutust fram á sumrin þegar sólinn skein. Kiddi hafði aftur á móti fengið útlit föður síns og var lifandi eftir mynd hans bæði í veksti og atgerfi. Og svo voru það fermingar myndirnar af þeim bræðrum. Tveir ungir drengir með allt af því engla ásjónur í hvítum kirtlunum. Og svo var stútents myndin af Kidda. Sjálfur hafði hann aldrei lokið námi. Hann gafst fljótlega upp á náminu og farið að vinna ýmsa verkamanna vinnu. Lengst af hjá borginni við vörubíla akstur. Þangað til hann meiddist á baki og varð að hætta þessum akstri. Bakið þoldi ekki allt þetta hoss fram og til baka. En svo á veggnum fyrir ofan stofu sófann var sjálft djásnið. Mynd af tveimur fígúrum eftir Kjarval. Dansandi á blóma engi, fyrir framan Suðurfjall í Miklusveit þar sem faðir hans hafði alist upp sem ungur drengur alveg þangað til hann flutti á mölina tíu ára með foreldrum sínum.

Skyndilega rauf Aldís þögnina.
-Hann Kiddi bróðir þinn hringdi niður í dagvist í dag og bauð okkur að koma til sín og Siggu í mat í kvöld. Hann var víst að fá stöðu hækkun í vinnunni. Heldur að hann hafi ekki verið hækkaður upp í aðstoðar framkvæmdarstjóra.
Þeir eru víst svo ánægðir með hann þarna hjá Innkaupum. Eftir að fyrir tækið fór að sýna svona mikinn hagnað. Sko minn mann. heyrðirðu það ekki í fréttunum í dag.

-Ha, dró Addi seiminn. Var hann hvað. Hækkaður upp. Nú. Í raun var hann ekkert hrifinn af bróður sínum. Jafnvel þó hann hafði útvegað honum þessa nætur varðstöðu hjá verslunar keðjunni. Það hafði alltaf setið í honum hvað bróðir hann fékk meiri athygli og hjálp frá foreldrum hans. Ekki höfðu þau hvatt hann áfram og kostað til náms. Svo dæmi sé tekið.

-Nei ætli það sagði hann. Ég er að fara á vakt á eftir. Ætli ég klári ekki bara þessa kjötsúpu. Jæja vinur, þú þá kannski keyrir mig bara. Við förum bara að fara.

Í raun og veru var þetta ekki spurning. Móðir hans hafði alltaf talað svona. Það sem virtist vera spurning var bara skipun.

Hann notaði tækifærið og stóð upp þegar hann sá Frissa Gamla. Svarta heimilis köttinn mjakast fram hjá stofu dyrunum og inn í eldhús. Ætli þurfi ekki að sjóða fisk handa greyinu sagði Aldís á eftir honum. Hann elti Kisa inn í eldhús. Kisi vildi fara að fá fiskinn sinn. Hann opnaði frystinn og tók út nokkra sporða sem hann skellti í pott og á helluna. Í leiðinni hitaði hann upp súpuna og skamtaði sér á disk. Hann naut þess að borða í einrúmi.

Þegar hann hafði lokið sér af með súpuna var Aldís tilbúinn fram í forstofu. Hann opnaði hurðina og leiddi hana arm í arm að bílnum. Aldís átti orðið æ erfiðra með gang upp á síðkastið. Og var farinn að ganga með staf þegar hún brá sér bæjarleið.

Volvoinn rauk í gang eins og alltaf. Þau voru fámál á leiðinni

Þegar þau renndu í hlað hjá Kidda. Stóð hann úti á plani skælbrosandi að raka saman laufblöðum. Hálfviti hugsaði Addi tilhvers að vera að sópa þessum laufblöðum þegar koma fleiri í næstu hviðu. Kiddi hætti að raka og kom og hjálpaði móður sinni út úr bílnum. Hann var klæddur í flauels buxur og þunna hvíta skyrtu. Yfir henni var hann í fáránlegu tíglóttu prjónavesti og blank skóm. Það áttu enginn orðaskipti sér stað milli þeirra bræðra önnur en þurrt hæ. Hann var ekki eini sinni að hafa fyrir því hann Kiddi að spyrja hvort hann kæmi ekki inn fyrir. Restin af fjölskyldunni, Sigga og báðar stelpurnar voru komnar út á tröppur til að taka á móti hinni öldnu móður. Addi hreyfði litla fingur í kveðju skini og ók í burt.

Klukkan var að ganga sjö og vaktin byrjaði ekki fyrr en níu. Hann nennti ekki aftur heim. Ákvað heldur að taka smá hring í bænum. Kíkja kannski í nokkra spilakassa eða svo. Hann gerði talsvert af því fyrir vaktir að kíkja við á Sjonna Bar. Þar sem voru spilakassar í röðum. Fá sér kaffi og setja nokkra seðla í kassana. Barinn var rétt við Innkaup. Þetta var svona einn af þeim stöðum þar sem menn stökkva inn á til að fá sér kaffi og sígó. Var sérlega vinsæll meðal leigubílstjóra. Einnig voru þarna dagdrykkju menn sem lífið hafði leikið grátt. Eða öllu heldur höfðu leikið lífið grátt. Eigandinn Siggi prímus eins og hann var kallaður var einn af fáum sem Addi gat leitað til með sín mál í fullum trúnaði. Hann var eins og bróðirinn sem hann hafði alltaf þráð að eiga. Siggi prímus var kallaður Siggi prímus vegna þess að hann var upp þurrkaður alki sem hafði verið í strætinu. Hann hafði nærst á rauðspritti, því sama og er notað á spritt lampa. En hann hafði náð að stíga upp úr öskustónni og seldi nú öðrum mönnum þá óhamingju sem hann hafði fastur í.

Addi lagði Volvonum fyrir utan Sjonna Bar. Og gekk inn. Það var liðið á mánuðinn og því fáir á staðnum. Nema nokkrir leigu bílstjórar sem sátu og spiluðu vist. Auk fá einna róna sem komið höfðu inn til að hlýja sér. Tvær tælenskar konur héngu í kössunum og reyndu að freista gæfunnar. Þær voru orðnar að einskonar mublum þarna inni fyrir löngu. Staðurinn bar keim af því að þarna var það ekki fína og fræga fólkið sem hélt staðnum uppi. Allar innréttingar skítugar. Og súr tóbaks reykurinn sem fyrir löngu hafði gert alla veggi og loft gul, fyllti vitinn er gengið var inn.

Siggi prímus stóð bak við skenkinn og var að dæla bjór í könnu. Hann brosti sínu blíðasta er hann sá Adda. Og dökkt yfirvara skeggið sem hefði hæft hvað barón sem er, lyftist upp. Þannig að það skein í skítugar og brenndar tennurnar. Hann var frekar þykkur að sjá og dökkur yfirlitum.
-Hó hó sagði hann .Hvað get ég gert fyrir þig í dag. Addi svaraði ekki strax heldur hlammaði sér upp á stól við barinn.
-Ætli ég fái bara ekki kaffi hjá þér sagði hann og lagfærði gleraugun. Og dæsti.
-Nú er það svona sagði Siggi og las strax út úr svipbrigðum Adda að eitthvað hafði bjátað á.
-Var hún að gera þér lífið leitt hún mamma þín, eina ferðina enn. Eða var einhver dama að hrygg brjóta þig. Hló Siggi við. Vitandi það að Addi hafði aldrei verið við kvenman kenndur nema þá á einhverjum örlaga fylleríum úr fortíðinni. Það sjaldan að hann datt í það, þá var það gert almennilega og ávalt með einhverjum rósum og skandal seringum.

-Nei ekki get ég sagt það. Það er bara alltaf þetta sama daginn út og inn. Gerðu þetta gerðu hitt. Ég var að skutla henni til Kidda bróður. Hann var víst að fá einhverja stöðu hækkun. Ég veit ekki fyrir hvað. Hann situr á rassgatinu allan liðlangan daginn og nagar blýanta. Það er ekki eins og hann sé að gera eitthvað af viti. Rýnir í tölur allan daginn og rekur fólk og ræður. Hann hefur aldrei dýft hendi í kalt vatn. Hann virðist fá þetta allt á silfurfati. Meðan aðrir eins og ég þurfa að hafa fyrir hlutunum og eiga ekki neitt.

-Er þetta nú ekki of sterkt í árina tekið svaraði Siggi. Og var greinilegt að honum fannst gæta full mikilla gremju hjá vini sínum eins og svo oft áður.
-Jæja það getur svo sem verið að ég sé eitthvað fúll en ég má alveg vera það. Þetta er jú bróður ómynd mín. Sagði hann og glotti út í annað. Siggi prímus hafði alltaf haft visst lag á honum. Til að hressa hann við og koma honum á réttan kjöl.
-Ertu ekki að koma með kaffið drengur ég hef ekki allan daginn ég ætla að fara í kassana áður en þessa tælensku klára allt úr þeim. Eru þær búnar að vera hérna í allan dag.

-Ja þær koma snemma og fara seint. Svaraði Siggi. Addi stóð upp og tók kaffi krúsina með sér. Gekk í átt að spila kössunum og lagði krúsina ofan á einn kassann. Það sullaðist nokkrir dropar ofan á kassann. Hann lét það sig ekki skipta heldur veiddi krumpaðan fimmara upp úr vasanum og slétti vandlega úr honum. Kassinn vildi ekki taka við honum í fyrstu tilraun. Hann slétti betur úr honum og lagfærði beygluð hornin. Bingó. Kassinn meðtók Ragnheiði. Eftir að hafa tapað fimmaranum á stuttri stundu. Horfði hann íbygginn á svip á tælensku kvennana við hliðina á sér. Hann setti tvöþúsund kall í viðbót í raufina.

Hann kallaði þær stundum Kling og Bing. Eftir hljóðinu sem heyrðist þegar kassinn ældi út úr sér klinkinu. Þær virtust alltaf vera í svaka gróða, og spiluðu hátt. Þær voru einbeittar á svip við spilamenskunna og þoldu ekki að neinn væri með nefið ofan í þeim. Það kom þó ekki í veg fyrir það að þær vöktuðu aðra kassa eins og hrægammar. Þær virtust kunna á kerfið. Leið og þú varst farinn úr kassanum, sérstaklega ef þér gekk illa. Þá voru þær fljótar að taka við og innleysa allt það sem þú hafðir tapað. En stundum þegar þannig stóð á forðuðust þær banditann eins og holdsvekan mann.

Önnur þeirra hún Kling var gift gömlum sjómanni sem hafði slasast á sjónum og orðið öryrki. Hann hafði notað bæturnar sem hann fékk frá tryggingunum og farið til thælands og keypt sér hana. Maðurinn hafði fyrst gert hana út eins og togara eftir að komið var til landsins. Leyft hverjum sem er að kíkja í trollið. Fyrir rétt verð. En eftir því sem hún varð þreyttari á öllu hnjaskinu. Og enginn hafði áhuga á henni lengur. Fór hann að senda hana út til að safna dósum. Reyndar fór lítið fyrir dósa söfnuninni því hún hékk allan daginn í kössunum. Meðan maðurinn hennar sat í hjólastólnum heima og drakk sig fullan. Hún var að reyna að safna fyrir ferð aftur heim. Henni hafði aldrei líkað við loftslagið hérna.

Bing aftur á móti var kominn af góða og fína fólkinu í Thælandi. Foreldrar hennar voru af yfirstéttinni í Bankok. Hún hafði hins vegar ung látið glepjast af galgopa og ævintýra manni frá skerinu. Sá hafði lofað henni gulli og grænum skógum ef hún bara giftist sér og kæmi með honum til Íslands. Faðir hennar hafði hinsvegar ekki látið glepjast og séð fljótt í gegnum kauða. Hann útskúfaði henni úr fjölskyldunni, er hún lét sér ekki segjast og gerði hana arflausa. Það má segjast að ævintýra veldið hafi hrunið fljótlega eftir að til Íslands kom. Það stóð ekki steinn yfir steini. Og athafna draumarnir reyndust vera tómir loftkastalar og skýja borgir. Og seinast þegar hún vissi seldi hennar fyrrverandi úr og sólgleraugu í kolaportinu.

Hann var búinn að tvöfalda innlögnina og langaði í meira. Allavega að vinna aftur Biskups dótturina. Kling var kominn fyrir aftan hann. Og másaði liggur við ofan í hálsmálið á honum. Svo bættist Sing við. Voru þær að reyna að taka hann á taugum. Hann mjakaði sér aftur á bak til að reyna að hrista þær af sér. Og Skakkaði sér til. Honum fannst óþægilegt að hafa einhvern svona ofan í sér.
Hann fann sæta ilmvatnslyktina í bland við tóbaks lykt fylla vit sín.
-Þú græða sagði Sing.
Þú koma með mikið. Þú græða mikið. Leggja meiri pening á. Masaði hún. Sing var kominn alveg ofan í hann. Hann fann að hann fór hjá sér og að blóðið flæddi á fleiri staði en í kinnarnar. Bing lagði hægri hönd á öxl honum. Hann tapaði helming. Hann hristi þær af sér og sagði
-Svona, svona. Þetta er allt að koma. Og þá tapaði hann öllu. Helvítis kellingar hugsaði hann. Og blótaði lágt. Þetta var allt öruggleg planað hjá þeim að setja hann svona út af laginu. Hann tók hálf fulla kaffi krúsina og skellti henni í sig. Hann gekk að barnum. Meðan Kling og Bing slógust um kassann.
-Siggi. Þú skrifar þetta hjá mér kassinn át allt sem ég var með. Sagði hann og gekk út.