<b>ekkert hér inni er satt, nema að ég hafi hugsað það</b>

<b><u>Harðhausinn til vestmanna eyja part I </b></u>

Keyri út úr herjólfi, fer á kaffihúsið ykkar, þetta var árið
1999 og þetta var eina kaffihúið sem framreyddi Crépes. Eftir það
fékk ég mér Espresso bolla(frekar góðann) og leita uppi tengilið
minn í bænum og bið hann að vísa mér heim til gutta sem ég var
að fara að sækja muni og reiðufé. Hann vísar mér á staðinn og
ég fylgi honum eftir á fæti. Þegar við komum að húsinu þá tekur
gutti eftir því að ég er búinn að finna hann. Ég fer svo til baka
og næ í bílinn, og legg honnum svo fyrir utan hjá gutta.

<i>Hérna er smá lýsing á því hvernig ég leit út á þessum tíma.
Rakað höfuð og með skegg(svokallaðann kleinuhring) kraftalegur,
í öklasíðum leðurfrakka. </i>

Ég hamra fast á hurðina hjá gutta og hann kemur til dyra
frekar stressaður.
<i>Ég:</i> “sæll Björgvin, þú veist hvað ég vill fá, ætlarðu að láta
mig fá þetta núna”
<i>Hann:</i> “Hún Hildur fær þetta ekki sama hvað gert verður”
<i>Ég:</i> “Þú skalt láta mig fá þetta annars ræð ég ekki afleiðingunum”
Hann bregst við með því skella hurðinni, ég ríf þá upp glugga og
segi við hann “þú veist að ég er ekki að fara fyrr en ég er
búinn að fá þetta”

Þá heyri ég kallað að innann “hringdu á lögregluna” og ég
kalla á móti “láttu svíninn koma og skoða”og sé að þarna inni
er hópur af fólki og mér sýndist þau veru u.þ.b. 8 stk. af
því u.þ.b. 2 stelpur.

Þá labba ég rólegur út að bílnum og bíð eftir lögreglunni sem
kemur strax. Heilsa þeim og segi “það var hringt út af mér”.
Þeim bregður og annar þeirra gengur að mér og stóð greinilega
ekki sama. Hinn gengur að dyrunum og bankar, þá kemur gutti út og
segir að ég hafi verið að ógna honum með hafnaboltakylfu og ég
sé kominn til að handrukka hann(ég er ekki handrukkari, ég var
bara að ná í hluti sem hann vildi ekki afhenda ) ég neita því
og býð lögreglu að leita í bílnum mínum, sem þeir gera en ekkert
finnst nema byssustingur sem ég geymdi í aftursætinu. Þeir gerðu
hann upptækann og spurðu hvort ég hafi verið með hafnaboltakylfu,
ég neitaði því og bendi þeim á að það er frekar erfitt að fela
slíkann grip (t.d. virkar mjög vel að fela svoleiðis undir síðum
frakka) eftir mikið tal við lögreglu er mér sagt að koma ekki
nálægt honum og honum sagt að afhenda lögreglu munina og ég geti
sótt þá á stöðina daginn eftir áður en Herjólfur færi til
Íslands aftur. Hann nefnilega gekkst við því við lögreglu að ég
væri að segja satt um hlutina og peningana og löggan reiddist
honum fyrir að vera að ónáða sig og bara láta mig ekki fá það
sem ég átti að fá.


<b><u>Harðhausinn fer til Vestmannaeyja II hluti. </b></u>Þegar ég var búinn að eiga mína frekar auðveldu viðureign við
löggæslu eyjamanna þá var ég farinn að finna til svengdar.
Ég fann mér pizzastað sem er við eitthvað bílastæði, svona
eitt og sér við aðalgötu og ekkert annað byggt við kofann.
Geng inn og panta, fæ svosem girnilega pizzu, ekkert verri en í
bænum en hef fengið betri. Þar sem ég vildi ekki vera berskjaldaður
fyrir hefndum þessa hóps sem kallaði til lögreglu á mig fór ég
með matinn út í bíl og borða þar, tek eftir því að Bjöggi
er að leita að mér, þar sem ég var á dálítið sérstökum bíl
(MMC Sapparo) þá fann hann mig þar sem ég var að borða.
Ekkert fékk ég þó frá honum annað en illa augað, nema hvað að
hann stöðvar bílun rífst eitthvað við eina stelpuna í bílnum
og svo kemur hún út og hann brunar á brott.
Hún gengur að bílnum, bankar á rúðuna þó að húna hafi séð að
ég var að horfa á hana allann tímann.
Ég bíð henni að stíga inn í bílinn sem hún og gerir. Eftir
mikið spjall um málavexti þá kemst hún á þá skoðunn að ég sé
góði gæjinn og Bjöggi, sem var kærasti hennar á þessum tíma sé
þrjóturinn.

Eftir þetta fór ég að vera verulega hræddur, ég fór að taka meira
og meira eftir því að það voru að minsta kosti tveir bílar að
veita mér eftirför. Þegar ég var búinn að leita að næturstað
inni í Herjólfsdal til að leggja bílnum. Ég var með nokkur
teppi í poka í skottinu og ætlaði að sofa í bílnum af ótta við
að hann yrði skemmdur ef ég færi frá honum. Þá tek ég eftir því
að þeir eru búnir að finna mig, bíllinn snéri þannig að þeir
komu beint framan að mér. Ég set háu ljósinn á og stíg út úr
bílnum og opna farangursgeymsluna, þeir stöðva og tveir menn
stíga út úr bílnum og þeir setja háuljósinn á. Ég geng afturfyrir
bílinn og sækji það sem löggann fann ekki, hafnaboltakylfuna
mína,(þetta er kylfa fyrir börn svo hún passar mátulega til að
smeygja undir beltið og hún er ekki sjánleg undir frakkanum)
held henni í hægri hendi og er með hnúajárnið mitt trausta í
vinstri og geng frammfyrir bílinn. Þá heyri ég verurnar tvær
segja “ohh sjitt hann ætlar að drepa okkur” og svo flýta þeir
sér aftur inn í bílinn og spæna á brott. Við þetta róast ég
niður en veit að ég get ekki farið að sofa þarna.

Ég held út í hraun og finn mér stað sem var eins og gýgur í
laginu en ég er nokkuð viss um að þetta er gert af mannahöndum,
legg bílnum þar og læsi honum halla sætinu aftur og fer að sofa.
Þessa nótt var alveg hræðilega kalt og ég þurfti að setja bol
sem ég var með aukareytis yfir andlitið á mér(ég er asmasjúklingur og
kalt loft fer illa með lungunn á mér). Morguninn eftir vakna ég
við það að það eru einhverjir á ferð nálægt bílnum, ég sprett á
fætur og gríp um kylfuna og opna bílinn, mér til mikils léttis
þá sé ég að þetta eru bara nokkrir göngumenn eða skokkarar á
ferð. Einn þeirra segir “þessi túristar, gera allt til þurfa
ekki að borga fyrir sig”. Ég rýs úr rekju og fer oftur á
kaffihúsið sem ég fór á daginn áður til að sækja mér kaffibolla
og morgunnmat. Fríska aðeins upp á mig inni á salerni og bý mig
undir að fara á lögreglustöðina í von um að hann Björgvin hafi
gert það sem löggann sagði honum að gera og afhenda þeim draslið
sem ég kom til að sækja. Þegar þangað er komið tekur við mér
lögreglumaður sem segir mér frá því að Bjöggi sé ekki kominn með
dótið. Hann segir mér að koma ekki nálægt honum og láta mig
hverfa. Ég er ekki maður til að ögra lögreglu(kannski er ég
gunga, eða bara nógu gáfaður) og ég gengst við þessu.

Ég fer um borð í Herjólf og fæ mér fituborgara og franskar.
Það er nú meira hvað það var slæm hugmynd. tuttugu mín eftir að
við erum kominn út úr höfninni er ég á salerninu að æla eins og
múkki. Þá er það komið í bili, seinna mun ég segja frá
kærumálum og hinum sérstaklega gáfaða föður hans Björgvins,
Bjöggi er mjög heppinn að gáfur erfast frá móður .
Meat is murder.