Það var langt liðið á skólann og mjög langur tími síðan Alexandra fékk tækifæri til að slappa af. Hjá henni hafði safnast upp stress sem hún reyndi sífellt að vinna sig út úr og tókst það alltaf á síðustu stundu. Alexandra var alveg að fá nóg, bara gat ekki meira. Rétt fyrir próf langaði hana helst að halda fyrir eyrun og syngja hástöfum á meðan hinir nemendurnir töluðu um prófið:“Æi, átti að lesa tíunda kaflann líka…guð minn góður ég er fallin…fór kennarinn ekki bara lauslega yfir þann kafla?” Heyrðu, á ekki að skila ritgerðinni á fimmtudaginn? Eða var það á föstudaginn? Ertu búin að láta framkalla myndirnar? Þú verður að gera það í dag.“ Nei, ég kemst ekki ég fer til læknis og svo á námskeið.
Alexandra ákvað að loka eyrunum í nokkra daga. Hún bara nennti ekki lengur að hafa áhyggjur af hlutunum, það fór illa með heilsu hennar. Hún var mikið að hugsa um að ganga til sála, en var mjög fátæk námsmær svo hún las heilræði úr bókum.
Næsta dag kom að því að setja ljósmyndir í karton og það þurfti að gera á mjög nákvæman hátt. Alexandra talaði við deildar´stjóra skólans og sagði að hún yrði að fá að kartonera tvær af þessum tíu myndum aðeins öðruvísi, því við stækkun, myndaðist svartur rammi utan um myndefnið og hún átti engar aðrar aukamyndir til að velja úr. Hún Alexandra okkar hefði fengið vægt taugaáfall ef kennarinn hefði sagt nei, helst ekki. Sjénsinn til að stækka fleiri myndir, var búinn og ljósmyndakennarinn krafðist þess að möppunni skyldi skila eigi síður en á morgun. Hún var sko ströng og hélt miklum aga í bekknum.
Þegar Alexandra var á leið út úr skólanum, stoppuðu tvær skólasystur hana á ganginum og sögðu:”Varstu búin að skrifa í dagbókina þína, hugleiðingarnar sem við áttum að skrifa um verkin okkar sem við sendum inn í Listaháskólann?“ ”Nei, áttum við að gera það?“ ”Já, við eigum að skila þeim í lok áfangans, vissirðu það ekki?“ ”Nei, manni er ekki sagt neitt…ég bara er búin að fá nóg núna. Ég geri þetta á morgun, ég er nógu upptekin með þessar ljósmyndir núna og nenni ekki að hafa áhyggjur af neinu öðru í bili. Þetta safnast allt of hratt upp og hleður stressi á bakið á mér“ ”Já, veistu það er alveg rétt hjá þér, svo bætist stressið útaf listasöguprófinu við…gerum bara eitt í senn, það er gott hjá þér að hugsa svona.“ ”Já, það finnst mér. En við sjáumst allavega á morgun.“ ”Já, bless Alexandra, mundu að skrifa hugleiðingarnar“ ”Ég ætla ekki einu sinni að svara þessu“
Alexandra mætir daginn eftir með karton með sér í ljósmyndatíma. Kennarinn segir:”Hvað ertu að gera? Var ég ekki búin að segja að það ætti ekki að gera þetta svona?“ ”Fríða deildarstjóri leyfði mér að gera þetta útaf því að ég á ekki fleiri en þessar tíu myndir“ ”En er það ekki ég sem ræð hér í þessum áfanga?“ ”Jújú, en þú vilt ekki láta sjást í svartan ramman er það? Ég vil ekki lækka í einkunn útaf svörtum ramma á þessum 2 myndum.“ ”Jæja, ókei þú mátt hafa þetta svona, en gerðu þetta vel“ ”Ég hef ekkert annað gert en að vanda mig í þessum skóla"
Kennarinn varð mjög hissa yfir því að Alexandra skyldi vera farin að svara fyrir sig. Hún lét hana því eiga sig og sá að hún var orðin þreytt á að láta reka á eftir sér.