Lína átti bráðum afmæli og vinkona hennar vildi senda hana til spákonu. Didda vinkonaLínu batt fyrir augun á Línu og fór með hana til spákonunnar. Þetta var Lína frekar smeyk við. Hún sagðist ekkert vilja vita um fortíðina, að fortíðin ætti bara að ráðast en allt í lagi að heyra eitthvað smá um framtíð sína. Spákonan sagði henni að hafa engar áhyggjur. Hún starði inn í kristalskúlu og byrjaði að umla eitthvað þangað til mynd af Línu birtist þar, þar sem hún var 5 ára. Humm, þú mátt nú alveg fara að rifja upp fortíðina, það sakar ekki. Ha? Nei, ég sagðist bara vilja eitthvað um framtíðina annars er ég farin. Sittu kyrr sagði Didda. Spákonan hélt áfram og Didda hélt fast í Línu og spennt að heyra meira um hana. Ég sé því miður ekkert ennþá um framtíðina. Þú áttir spennandi fortíð sem er mikið að láta af sér vita hérna í kúlunni hjá mér svo hlustaðu nú vel og einbeittu þér. Þarna er æskuvinkonan þín hún Marta málglaða.
- Æi, hún ég man eftir henni, oh hún gat ekki þagað!
- Bíddu hæg, bíddu hæg. Hún skiptir þig miklu máli núna. Þú átt eftir að hitta hana og biðja hana fyrirgefningar. Þú skildir hana oft útundan. Nú sé ég hér að hún er dáin. Vesalings stúlkan.
- Hva, hún dó ekkert.
- Jú, hún lést fyrir 5 árum, en þá hefur þú verið 15 ára en hún 14 ára. Og þarna sé ég þig, sjá eftir öllu
- En hvernig þá, ég vissi ekki að hún væri dáin. Ég var svo ung og hún líka þegar allir voru að sklija alla útundan.
- Ég ráðlegg þér að fara að gröf hennar sem fyrst og biðja hana fyrirgefningar.
-Af hverju, þetta tilheyrir fortíðinni og ég er betri manneskja í dag. Common ég var bara barn!
-Hvað um þessar martraðir sem þú ert búin að hafa?
Didda, sagðirðu henni frá þeim?
- Nei, hvaða martröðum? Sagði Didda
- Ég sé þetta allt í kúlunni. Vinkonan þín Didda kemur hvergi hér. Kannski seinna. Þig hefur oft dreymt að þú ættir eitthvað erindi í kirkjugarðinn en vissir aldrei af hverju. EN- þú vissir að einhverju var ólokið

Þær fara um kvöldið eftir heimsóknina frá spákonunni
Didda: Æi, fyrirgefðu, mig langaði bara að gefa þér öðruvísi gjöf…ég skal gefa þér…
- Þakka þér kærlega fyrir þessa æðislegu gjöf. Þetta er besta gjöf sem ég hef fengið á ævinni. Nú losna ég við martraðirnar eftir að ég fer að gröf Mörtu á morgun
Ætlarðu þangað?
-Auðvitað. Þú bjargaðir mér alveg núna. Ég hef farið leynt með þessar martraðir

Um nóttina gerist dálítið:

Lína hleypir Kela, kettinum sínum út til að gera þarfir sínar. Hún sér skugga að einhverju. Hún nálgast þennan skugga sem er orðinn að grænum geisla. Geislinn gleypir Línu og Keli mjálmar í sífellu. Hún kannast við sig í þessari íbúð sem hún er komin í og er orðin frekar lágvaxin. Dyrabjalla hringir og Lína fer til dyra. Þarna stendur rauðhærð, freknótt stelpa. Hún er óhrein í framan og frekar ófrýnileg í röndóttum bol og í bláum drullugum smekkbuxum. Viltu koma út að leika? Segir þessi stelpa.
- Ertu ekki að grínast? Veistu hvað ég er gömul?
Það birtist stórt spurningamerki á andlitið ástelpunni. Já, þú ert 6 ára og ég er 5 ára. Viltu núna koma út að leika?
-Neheiii!!! Hvað er að þér. Díses kræst maður
- Stelpan hleypur hágrátandi í burtu.
Lína kannast rosalega við sig og sér nokkur leikföng á gólfinu sem eru nákvæmlega eins og leikföngin sem hún átti.
- Það er aftur hringt á dyrabjöllunni og Lína svarar aftur því hún heyrir að einhver er í sturtu inni hjá sér.
- þarna stendur mamma stelpunnar, með hana grátandi í fanginu. Sæl Lína, leyfðu mér aðeins að tala við mömmu þína.
-Hvernig veistu hvað ég heiti?
- Hvað er að þér barn, ertu með einhverja stæla núna? Nú flengir mamma þín þig
- Hah, það er löngu liðin tíð. Ég ræð mér sjálf
-Mamman verður öskureið og ryðst inn
Lína er voða hissa á þessu öllu. Hvar er ég eiginlega????
Hún gengur um íbúðina og minningarnar streyma um hugann. Skyldi þetta vera rétt hjá spákonunni. Ég er í fortíðinni!!!!!
-mamma Línu kemur fram, ung og falleg og afsakar þessa óþekku dóttur sína: hana Línu. Þetta er eitthvað tímabil hjá henni dóttur minni að halda að hún sé fullorðin hahaha
-Lína er orðlaus. Mamma, rosalega ertu ung og falleg
- mamma stelpunnar missir andlitið. Hvað er að gerast með þessa hegðun dóttur þinnar? Er hún að komast á gelgjuskeiðið svona snemma?
- Ég skal leika við hana dóttur þína. Segir Lína.
-Já vertu nú góð við hana Mörtu
-En mamma, Marta er dáin. Hún dó þegar hún var 14 ára
-mamma stelpunnar fékk ÁFALL og bannaði Mörtu að leika við Línu framar.
-mamma Línu var líka mjög hneyksluð. Um hvað ertu að tala barn. Viltu fara eins og skot heim til Mörtu og biðja þær fyrirgefningar!! Ég á ekki orð!
-Hvar átti Marta heima mamma?
ÁTTI!!!??? Hún býr hérna við hliðina á okkur og hefur gert síðan hún var nýfædd. Hvar hefur þú eiginlega verið og hvað heldurðu eiginlega að þú sért gömul?
Lína fer og biðst afsökunar og verður aðeins um kyrrt hjá Mörtu. Henni þótti nú innilega vænt um þessa vinkonu sína og vorkenndi henni fyrir að eiga bara eftir níu líf. Þær léku sér í Barbie, Lína faðmaði hana með tár í augum og kvaddi hana innilega og sagði fyrirgefðu, þú varst besta vinkona mín þrátt fyrir allt