Hún fór inná nýjustu spjallrásina og fann þar valmöguleika á einkaspjalli. Hún notaði dulnefnið ÉG og fullt af svörum birtust henni. Henni leist ekkert á helminginn af þessum svörum og ákvað bara að hætta við…þangað til hún sá að einn bættist við. Hann virtist vera hið mesta ljúfmenni og með enga stæla. Hans Dulnefni var Honestly-true-2-you. Þau bjuggu til sitt eigið spjallrými og áttu mjög margt sameiginlegt. Hann hafði áhuga á að fara í leikhús og á kaffihús að spjalla um allt milli himins og jarðar, hann las gnótt af bókum sem hún hafði þegar lesið áður og þau ákváðu loks að hittast á uppáhaldskaffihúsinu hennar og fara svo í leikhús.
Hún var orðin yfir sig spennt og fann að loksins myndi hún hitta riddarann á hvíta hestinum. Hún fór í sitt fínasta dress og farðaði sig bara nógu vel og glæsilega. Hann sótti hana á slaginu 8 og minntist á það hvað hún leit ljómandi vel út í kvöld. Hún roðnaði en þakkaði kurteislega fyrir. Þau fóru á café París og spjölluðu sem aldrei fyrr. Loks leið að leikhússferðinni…þar var ekki eins mikið tækifæri til að tala saman. Þau settust framarlega í salnum og leikritið rómantíska byrjaði. Þetta var leikrit eftir bók sem þau bæði höfðu lesið og þau gátu deilt skoðunum sínum lengi eftir á. Þau ákváðu að hittast oftar eftir þetta draumakvöld. Hún sagði honum að aldrei hafi hún upplifað eins notalegt kvöld og þetta og óskaði þess að spóla mörgum sinnum til baka til að endurtaka það. Hann sagði það sama en það kemur kvöld eftir þetta kvöld og við gerum það allra besta úr hverju kvöldi sem við eigum saman

ENDIR