Föstudagskvöld - Um tíu leytið sæki ég Gísla upp í bát. Ég var nú ekkert alveg viss hvar báturinn væri, en hann minntist eitthvað á að hvítur pallbíll væri við hliðiná bátnum. Hmmm….. Ég leita og leita en sé engan hvítan pallbíl, Jú bíddu, þarna er einn. Ég stoppa við hliðiná og eftir smá stund kemur Gísli og vinur hann sem heitir Kalli. Hann biður mig um að skutla sér niður í bæ.
Jú, ekkert mál. Segi ég, og skutla honum á Ránna.
Eftir að Kalli er farinn, þá förum við Gísli á rúntinn og erum eitthvað að tala saman og velta fyrir okkur hvað við eigum að gera.
Við nennum ekki að fara að djamma. Ekki heldur í bíó, þar sem við erum ósammála um það hvort ég myndi borga fyrir sjálfa mig eða ekki(ég vil borga fyrir sjálfa mig, en hann er ekki sáttur við það) og mér dettur ekki til hugar að láta hann borga fyrir mig.
Svo við ákveðum bara að rúnta um, og reyna að kynnast aðeins.
Ég finn að ég verð frekar feimin þegar ég tala við hann. ,,Ok, kommon, segi ég við sjálfa mig í huganum, hvað er eiginlega að þér? Þú ert ekki vön að vera feimin þegar þú ert nálægt einhverjum karlmanni og þú ætlar ekki að byrja á því núna! Heyriru það? Well, ok bara ekki láta hann komast að því, hvað sem þú gerir ekki láta hann komast að því. Er það skilið?.“
Ég tek eftir því að hann er eitthvað búinn að vera að reyna að ná sambandi við mig, og bið hann um að endurtaka það sem hann sagði.

-Ég var bara að spyrja hvort þú vildir koma upp í bát? Segir hann.
-Nei, veistu ég held ekki Gísli….
-Afhverju ekki?
-Til dæmis, það að ég þekki þig lítið sem ekkert, og líka það að ég hef aldrei stigið upp í bát. Og svo vil ég ekki fara ein….
-Hvað ertu hrædd við mig eða? Ég fer ekkert að gera þér neitt Olga, og það er ekkert mál að fara upp í bátinn.
-Já,ég veit, en samt ég held ekki, kannski seinna?

Hann ætlar að segja eitthvað, en síminn hringir hjá mér. Það er Kalli. Hann er að spyrja hvort ég nenni að ná í hann af Casino og skutla honum og vinkonu hans upp í bát. Já, ekkert mál.
Ég keyri niður á Casino, og Gísli spyr hvort ég vilji koma ef vinkona hans Kalla kemur með? Já, ok. Segi ég, en bara ef að hún kemur með ok? Hann verður eitt bros og segir já, ok hún kemur með…
Þarna kemur Kalli og þessi vinkona hans. Þau setjast inní bíl, og Gísli spyr Kalla hvort að hann og vinkona hans, sem heitir Lísa, séu að fara upp í bát. Lísa segir að hún sé ekki viss um að þora því, hún hefði aldrei stigið upp í bát og hún þekkti þá ekkert, og plús það þá var hún í háhæluðum skóm.
Þar sem mig er farið að langa upp í bátinn, þá reyni ég að sannfæra Lísu til þess að koma. Ég segi henni að ég þekki þá lítið sem ekkert sjálf, og að ég hefði sjálf aldrei komið upp í bát…..
Hún segist ætla að koma, en bara ef ég lofa henni að keyra henni aftur heim. ,,Já, auðvitað geri ég það Lísa. Mér myndi aldrei detta það til hugar að skilja þig eftir upp í bát hjá einhverju 2 karlmönnum sem þú þekkir ekki neitt.”
Hún samþykkir þá loksins að koma. Gísli hvíslar að mér:,,Ég hélt að þú værir ekkert spennt fyrir því að koma upp í bát, afhverju varstu þá að sannfæra hana að koma?“
,,Ja, nú langar mig til þess að kíkja aðeins. Ég meina ég er ótrúlega forvitin, og ég hef aldrei stigið upp í bát, svo ég ætla að nota tækifæri og fara uppí bátinn, sérstaklega núna þar sem að annar kvenmaður kemur með mér.” Hvísla ég á móti og brosi :)

Við förum öll upp í bátinn, eftir mikið vesen. Því ég og Lísa ætluðum ekki að þora að fara og klifra yfir annan bát á undan? Já, nei nei. En þeir hjálpa okkur, Kalli á fyrsta bátnum til að hjálpa okkur að stíga á rimlana, og Gísli á hinum bátnum og tekur á móti okkur.
Svo loksin get ég séð bát, fyrst sé ég herbergið þar sem að stýrið er. Og þaðan liggur stigi niður, þar er einhver skrifstofa fyrir skipstjórann segja þeir og herbergið hans. Svo kemur annar stigi sem fer enn neðar. Þar er eitthvað herbergi þar sem þeir segja að sé vélin eða eitthvað álíka. Og svo baðherbergið. Við göngum áfram, og svo þegar ég sé annan stiga fer mér ekki að lítast á blikuna, en þar sem ég er fremst, þá ákveð ég að ég ætla ekki niður annan stiga, og held áfram. Þar komum við inní nokkurs konar matsal, eða eitthvað álíka, eitt stórt borð og bekkur í kringum. Ég sest niður, og sé að það er Eldhús þarna fyrir innan.
Strákarnir setjast niður og Lísa líka og við tölum saman í einhvern hálftíma og ákveðum svo að fara að spila Kana. Þar sem að ég kann ekki Kana, þá þurfa þau að kenna mér spilið. Og við spiluðum þar til klukkan var orðin 9:00.
Þá segir Lísa að hún þurfi að fara að koma sér heim. Ég tek undir það, enda orðin dauðþreytt, ég er ekki vön að vera vakandi á þessum tíma. Gísli og Kalli ætla að koma með okkur. Kalla vantar sígarettur og Gísli vill ekki vera einn eða eitthvað álíka.
Ég keyri á Aðalstöðina og Kalli kaupir sígarettur. Svo keyri ég Lísu heim til vinkonu hennar, þar sem mér skilst á henni að hún sé bara í heimsókn hérna í Kef, hún er víst gift einhverjum skólastjóra fyrir norðan.
Svo keyri ég Kalla og Gísla upp í bát. Kalli þakkar mér fyrir kvöldið og hverfur svo. Ég og Gísli tölum saman í smá stund, og svo segí ég að ég þurfi að fara.

-Kysstu mig áður en þú ferð. Segir hann
-Ok, en þetta verður bara mömmukoss? spyr ég
-Já, bara mömmukoss segir hann og brosir.

Ég kyssi hann einn mömmukoss, og finn fyrir þessum þvílíka straum. Straum sem ég hef aldrei fundið áður, og hann fer um líkamann eins og ég veit ekki hvað. Ég kyssi hann aftur, og í þetta skiptið er kossin innilegur. Ég finn fyrir þessari þvílíku spennu, kynferðisleg spenna, sem er í þvílíku hámarki. Og ég virðist ekki geta fengið nóg af honum. Ég heyri einhverjar viðvörunarbjöllur í höfðinu sem vara mig á því að hann er 11 árum eldri, að hann búi útá landi og eigi 2 börn. Hann væri bara að leika sér. En ég hugsa ekkert um það.
Eftir smá stund, spyr hann hvort ég vilji koma með sér upp í bát aftur. Og þá átta ég mig. Klukkan er orðin 1/2 tíu. Ég segi honum að ég verði að fara, en ég gæti hitt hann aftur um kvöldið ef hann vildi? Svarið er já. Hann kyssir mig bless og fer.
Ég keyri í burtu, og spyr sjálfa mig hvað sé að mér. Ég ákveð að ég ætli ekki að kyssa hann í burtu. Ætla ekki að hugsa um eldinn sem hann kveikti innra með mér, sem enginn hefur kveikt áður. Enginn hefur kveikt svona rosalega í mér. Ég ákveð að ég ætla ekki að gefa honum færi á því að særa mig, og þar sem ég er ekkert hrifin af honum, þá verðum við bara vinir. Hugsa ég um leið og ég fer úr bílnum og stekk inn til mín.

-Þetta er endirinn á öðrum kafla-


spotta