“Hvað ertu að gera…” byrjaði ég en náði ekki að klára. Því að samstundis sló hann mig aftur. Og allt í einu fann ég fyrir mér liggjandi á hörðu borðinu, og sá þessi gríðar stóru augu lúta yfir mér. Líkt og spegil, sá ég sjálfan mig liggja þarna niðri. Svo kom fingur og potaði í mig. Líkt og ég væri dúkka sem segði “Mamma” í hvert skipti sem potað væri í hana. Aftur var potað og fann ég núna fyrir sársaukanum sem fylgdi þessu. Líkt og ég hefði legið í dái í mörg ár og væri fyrst að átta mig á sársauka núna.
“Hey, Kiddi músin er vöknuð. Komdu með búrið” sagði einhver skær rödd sem glumdi í eyrunum á mér. Svo hátt og svo nálægt að ég fékk hellur í smátíma á eftir. En ákvað að það væri ekki ráðlegt að staldra svona lengi við þarna heldur reisti mig upp og reyndi að hreyfa mig eitthvað áfram, en líkaminn vildi ekki svara við skipunum mínum. Eitthvað mikið var að. Eins líkamsfjötrum hafi verið skellt á mig. Aftur reyndi ég en datt bara niður líkt og alger aumingi.
“Hey, Kiddi sagði ég þér ekki að hafa vægan skammt af svefngasi, rétt áður en við óðum inn á þessa lestarstöð. Þessi mús hérna er ennþá í sjokki.”
“Já, já. Hvað með það. Við fengum peninga og dót, það er það sem skiptir máli. Ekki einhver fjandans mús. Ekki vera svona fjári væmin.”
“En ég er ekkert hrifin af þessum ránum. Hvað ef við náumst. Þetta hlýtur að fara að uppgötvast bráðum ef við höldum svona áfram.”
“Ekki ef þú kjaftar ekki. Þá enginn eftir að gruna okkur. Svo að hættu þessu nöldri”
“Þá það, ég kjafta ekki. En setjum þessa í mús í búr áður en hún flýr í burtu. Hún má ekki sleppa líkt og hin músin”
“Til hvers að setja hana í búr. Slepptu henni bara lausri. Það er enginn tilgangur að geyma þennan músarræfil.
“Ertu alveg snar, trítil óður. Mýs geta talað, ég veit það. Þær tala við mig í draumum mínum. Síðasta mús sem ég var með ásækir mig enn. Voða spúkí. Hún á eftir að kjafta frá okkur Kiddi.”
“Watt ever man, þú þarft að leita þér að góðum sála. Þú hefur greinilega fengið eitthvað skaðræn áhrif af þessu gasi.”
Svo sagði Kiddi ekki meir. En konan hélt bara áfram að stara á veginn eins og eitthvað merkilegt væri að gerast á honum.
Það virtist vera sem hún tæki ekki eftir mér. Ég reyndi enn og aftur að standa upp og hreyfa mig með öllum mögulegum leiðum. Fyrst hélt ég að fóturinn væri að fara af stað, alla vega leið mér þannig. En í stað þess að taka mín venjubundnu skref datt ég fram fyrir mig með mikilli stunu sem virtist kveikja aftur á heila konunnar. Hún hélt samt að þetta hefði komið frá Kidda. Og leit bara á hann og aðhafðist ekki meir. Svo byrjaði hún bara aftur að stara út í loftið. Aftur reyndi ég að standa upp og hreyfa mig fyrir fram þessi furðufugla. Eitt skref í einu sagði ég við sjálfan mig. Eitt skref í einu. Fyrst tók ég eitt. Svo næsta og næsta og áfram gekk ég þangað til það væri sem eitthvað hefði smollið í hausnum á konunni. Hún reisti sig upp frá stólnum sem hún hafði setið í. Og labbaði yfir til Kidda, og hvíslaði einhverju í eyrað á honum sem ég heyrði ekki. Tók síðan upp búrið og labbaði að borðinu þar sem ég í minni mestu áreynslu reyndi að hreyfa mig. Nú sem endranær reyndi ég á mig því ég sá það bara á henni að þau höfðu ekkert gott í huga. Kiddi hafði snúið sér við og meira en lítið undarlegur, hann fylgdist með öllu sem konan gerði. Eins og hann væri að bíða eftir einhverju. Þá allt í einu tók hún mig upp og skellti mér í búrið. Fast og harkaleg svo að ég skelltist í rimlana.
“Á” hrópaði ég hærra en nokkru sinni. Svo hátt að meir að segja Kiddi heyrði í mér.