Ég vil endilega fá álit ykkar á þessari sögu og ekki vera smeyk við að gagngrýna.
—————————
Morðingi eða hetja.

Það var að nálgast miðnætti þegar Grímur bankaði á dyrnar hjá mér. Það var langt síðan að við höfðum séð hvorn annan og það kom mér frekar á óvart að hann skildi birtast svo snögglega, án þess að láta mig vita.
„Gakktu í bæinn Grímur“, sagði ég. Hann leit frekar illa út, þreytulegur og hann hafði greinilega fengið sér í glas. Hann var í ljósbrúnum frakka, þeim sama og hann hafði alltaf verið í þegar við stálum víni úr vínbúðinni þegar við vorum á unglingsaldri.
„Get ég boðið þér eitthvað? “, spurði ég.
„Nei, en ég vil að þú komir með mér, ég hef svolítið sem mig langar til að sýna þér“, sagði hann og hélt af stað út.

Það var svartamyrkur þegar út var komið. Mér hafði alltaf verið illa við að vera á flakki svona seint. Það er hættulegt.
Ég elti hann framhjá nokkrum húsaröðum og spurði hann svo hvert við værum að fara. Hann sagði að það kæmi í ljós.

Það var dimmt úti og göturnar voru nánast mannlausar. Ég elti Grím framhjá nokkrum húsaröðum og síðan stöðvuðum við fyrir framan húsasund. Grímur tók upp vasaljós og lýsti upp sundið. Ég sá að innst inni í sundinu lá eitthvað fyrirbæri, allt þakið blóði.
„Hva – hvað er þetta Grímur?“ spurði ég.
„Manstu ekki eftir Palla? Hann var vann með okkur í verksmiðjunni í gamla daga. “
Nú var ég orðinn frekar ruglaður, afhverju var Palli hérna alþakinn blóði? Hafði Grímur gert þetta eða einhver annar?
„Hvað gerðist ?“ spurði ég.
„Við vorum að fara niður í bæ þegar það komu tveir menn hlaupandi að okkur, annar maðurinn með hníf. Hann hljóð beint að Palla, stakk hann og síðan hlupu þeir á brott. Þú verður að hjálpa mér, ég veit ekki hvað ég á að gera.“
„Ertu búinn að láta lögregluna vita?“ spurði ég og reyndi að halda mér niðri á jörðinni. Í hvað var ég flæktur?
„Nei, ég fór strax til þín, eða ég skrapp fyrst heim í smástund“, svaraði hann.
„Komdu, lögreglustöðin er hérna rétt hjá, við verðum að láta vita.“

Við komum á lögreglustöðina tíu mínútum síðar og við töluðum við mann sem var á vakt. Við vorum spurðir margra spurninga og að því loknu var okkur sagt að fara heim til okkar og að þeir myndu sjá um þetta allt.
Ég fór dauðþreyttur heim en gat samt ekki sofnað. Það var enn svo margt óljóst.

Um sjöleitið vaknaði ég við símhringingu. Þetta var frá lögreglustöðinni. Mér var sagt að halda kyrru fyrir heima hjá mér því að mennirnir sem frömdu ódæðisverkið væru að öllum líkindum að leita að mér. Þeir höfðu farið heim til Gríms um nóttina og séð til þess að hann segði ekki meir. Mér dauðbrá við þessar fréttir og ég varð síðan dauðskelkaður þegar það var bankað á dyrnar hjá mér.
„ Hver er þar?“ spurði ég áður en að ég opnaði
Ekkert svar.
„ Hvað viltu?“
Það var óhugnaleg rödd sem svaraði.
„ Ég vil bara komast inn“ sagði maðurinn sem ætlaði alveg örugglega að senda mig burt úr þessum heimi. Ég hljóp inn í geymslu og náði í haglabyssuna sem ég átti.
Maðurinn var byrjaður að sparka upp hurðina. Ég beið fyrir framan hurðina eftir að hann kæmist inn. Hann myndi að öllum líkindum vera vopnaður hníf og því gæti ég auðveldlega stoppað hann með því að hóta honum með byssunni.

Ég hafði aldrei áður skotið úr byssu og ætlaði mér það heldur ekki núna, en ég var svo stressaður að það hljóp af skot í gegnum hurðina. Ég heyrði þegar maðurinn handann dyranna datt. Ég hafði drepið hann. Ég var orðinn morðingi, engu betri þeir sem höfðu ráðist á Grím og Palla, engu betri en maðurinn sem ég hafði drepið.

Lögreglan kom stuttu seinna og sagði mér að þetta væri annar mannanna sem höfðu ráðist á Pál og stungu hann til bana. Hvernig lenti ég í þessu öllu? Ég sem hafði aldrei gert flugu mein hafði nú drepið mann. Sumir líta kannski á mig sem hugrakkann mann, en í raun er ég ekkert nema morðingi, maður sem tekur líf og skilar því ekki aftur.