Það er þessi stórfurðulegi náungi hérna á bókasafninu… hávaxinn og skinny með hatt, þúveist, sonnna hatt með stóran hattbarð. Og þegar hann stendur þá fer hann í svona fáránlega stellingu, einsog heimspekingur eða listamaður (frá fyrri hluta rómantíska tímabilsins) og horfir upp í loftið meðann hann talar við mann. Það er einsog hann hefur engan áhuga á að tala við þig og þegar hann svarar þá dregur hann endann á svarinu út, einsog hann missir allan áhuga á því sem hann var að segja. Röddin hans er djúp og andlit furðulega beinótt eitthvað. Ef maður mundi þora að horfa lengi á hann mundi maður sjá freknur, sem bera ekki

Ég hef haft samskipti við hann áður og líður alltaf einsog fávita þegar ég er búinn að tala við hann, ég veit ekki hvort hann gerir þetta viljandi. Allavega þá kom hann að skrifborðinu mínu (já, hugsa sér, ég á mitt eigið skrifborð, eða kannski ekki mitt eigið… og ég á það ekki beint…), ég var að skrifa vinna eitthvað í tölvunni en tók samt eftir því að hann kom að borðinu. Vanalega hafa samskipti okkar farið þannig fram að hann kemur að borðinu, hálfhorfir ekki á mig og ég sný mér við áhugasamur, einso hundur sem veit að hann á eftir að sækja einhverja spýtu sem hann hendir. Á meðan hálf hunsar mig og spyr um einhverja bók einsog það er eitthvað óeðlilega ómerkilegt… og ég hoppa uppúr stólnum og næ hana fyrir hann (Voff fokking voff). En ekki í þetta skiptið! Ónei!

Þetta skipti kom hann að borðinu einsog alltaf, ég hélt áfram að skrifa í tölvunni. Hann ákvað þá að flétta eitthvað í blöðunum til þess að ná athygli minni, en ég var fastur á því að hann þurfti að reyna aðeins betur til þess að fá athygli mína. Hann hélt áfram að fikta í blöðunum sem hann hélt á. Ég sá ekki beint framan í hann en tók eftir því að hann var byrjaður að vera vandræðalegur og óþolinmóður.

Smá tími leið, það kom smá “ah…”, einsog hann var að hugsa “þarf ég virkilega að gera þetta”… spennan var mikil á milli okkar, þetta var ekki spurning um þjónustu, þetta var spurning um virðingu, hver stjórnaði hverjum. Þessar þöglu málamiðlanir enduðu á milli okkar að hann bauð “ahemm”. Spennan var orðin ansi mikil á milli okkar og blóðið mitt var byrjað að fljóta um æðir mínar örlítið hraðar en það gerir vanalega. Ég hafði það á tilfinningunni að ef ég mundi halda áfram að hunsa hann þá mundi hann fara og enginn sigurvegari, sov og ég tók “ahemm” og snéri mér við. Hann var með augun á mér, nokkuð sem ég aldrei hef tekið eftir, en leit fljótlega undan og spurði “ehm… (þögn)… er þið með ”Hvað er málið“…. eftir Björn Bergs…”. Hann kláraði ekki nafnið heldur “fade-aði” “Bergsson” út. Það var smá þögn meðan ég virti hann aðeins fyrir mér. “Þarna kennslub…” ég kláraði ekki orðið kennslubók, því hann tók fram í mér með kraftmikið en samt áhugalaust “Jamm….” á meðann hann var að virða eitthvað fyrir sér hvað var 60gráðum fyrir framan hann.

Ég náði í bókina inní herbergi fyrir hann og bað hann um að fylla út bókamiðann, hann gerði það hægt og rólega og skildi eftir miðann á skrifborðinu. Þannig endað bardaginn við skrifborðið innan við mínútu og nú situr hann fyrir framan mig með bakið í mig og er að gera eitthvað félagsfræðiverkefni sem Björn Bergs(…) gaf honum… undarlegur náungi!

-Krizzi Lindberg
N/A