Ég stóð og horfði á ánna renna fyrir neðan mig. Rétt fyrir ofan mig sveimaði fugl, ég held að það hafi verið hrafn. Hugsanir sveimuðu um í hausnum á mér eins og snjóhríð. Svipmyndir af mömmu með flöskuna í hendinni, litla systir skríðandi um á gólfinu með marbletti á handleggjunum og illileg andlit starandi á mig úr öllum hornum, flugu í gegnum hugann. Þegar ég stóð þarna uppi á klettinum gerði ég eina uppgötvun. Áin var breið og straumþung en þó flaut ekki allt vatnið með straumnum heldur var líkt og það flatmagaði við hliðina á. ,,Berst ég með straumnum?“ hugsaði ég með mér. En ég komst að þeirri niðurstöðu að ég gerði það ekki. En ég flatmagaði heldur ekki við hliðina á straumnum heldur barðist ég gegn honum. Eins og hvössu steinarnir sem stóðu upp úr straumnum. Það yrði ekki þægilegt að lenda á þeim, en það var þó betra en að þurfa að fara aftur heim í þetta hataða hús.

Þar var ekkert sem beið mín. Ekki nú þegar Mæja litla var ekki lengur til. Hún og brosið hennar var það eina sem hélt mér hérna. ,,Ég kem til þín bráðum Mæja!” hrópaði ég. Nokkrir fuglar görguðu á móti og flugu af greinunum. Þeir voru frjálsir, gátu flogið hvert og hvenær sem þeir vildu. Ég var fjötraður í bönd sem myndu halda mér ævilangt.

Ég fór samt að hugsa. Ég hugsaði um lífið. Og ég velti því fyrir mér hvort það væri rétt af mér að enda það núna aðeins 15 ára. Ég vissi samt að mömmu væri alveg sama. Það eina sem hún hugsaði um var að eiga nóg pening handa sér og drykkjuvinum sínum. ,,Hannes minn“, var hún vön að segja þvoglumælt, ,,þú verður nú að hugsa aðeins og hana systur þína, ég nenni ekki endalaust að standa í þessu veseni með ykkur.” Stundum þegar ég stóð þarna og horfði framan í móður mína, sá rauð og blóðhlaupin augun, munnin sem vantaði margar tennur í og hárið sem hún hafði ekki þvegið í marga daga, þá langaði mig til þess að taka í hana og öskra á hana. En ég gerði það aldrei, alltaf þegar hún reiddist þá bitnaði það á mér eða Mæju.

En hún Mæja mín gat ekki fundið til lengur. Þessi sjúkdómur sem hún fæddist með dró hana til dauða. Þó er ég viss um að hún hefði getað lifað lengur við betri aðstæður. Ég man ekki mikið eftir jarðarförinni, ég man það eitt að mamma felldi ekki eitt tár. Hvernig gat hún setið í jarðarför dóttur sinnar án þess að gráta? Ég vissi samt að þetta hefði kannski verið betra fyrir Mæja, að fá að fara svona hljóðlega. Núna var enginn sem barði hana, enginn sem öskraði á hana. Hún hlaut að hafa það betra en hún gerði heima.

Þvílík óstjórnleg reiði og beiskja hlaut að naga móður mína fyrst hún lagði hendur á litlu og veiku dóttur sína sem var 4 ára. En það var kannski góð ástæða fyrir því, jafnvel ástæður. Pabbi minn vildi ekkert með hana hafa og pabbi Mæju yfirgaf okkur fyrir 3 árum. Þá hafði drykkjan hjá mömmu aukist til muna. Ég er samt ekki að réttlæta það sem hún gerði okkur. Það myndi ég aldrei gera.

En núna, núna gat ég losnað frá því öllu. Það eina sem þurfti var bara að stökkva. En kannski hafði ég ekki kjarkinn í það. Einu stundirnar sem mér fannst ég vera hugrakkur og sterkur var þegar ég lei í augun á henni. Henni sem aldrei hafði sagt neitt ljótt við mig eins og hinir krakkarnir. Hún stóð bara og horfði á mig þessum stóru, ótrúlegu, bláu augum. Augum sem sögðu við mig ,,Vertu sterkur, þú getur þetta, láttu þau ekki brjóta þig.“ Ég fann hvernig augun brenndu sig inn í mig. Stundum var hún það eina sem ég hugsaði um. Jafnvel nú, á þessari stundu, gat ég lokað augunum og séð hana fyrir mér. En ég vissi samt að það sem ég óskaði heitast myndi aldrei verða. Ég var bara auminginn í bekknum, ekkert annað. Ég gæti aldrei verið nógu góður fyrir hana, ég var ekki nógu góður fyrir neinn.
Ég breiddi út faðminn, hvíslaði út í loftið ,,Núna kem ég Mæja.” og stökk.
go on just say it.. you need me like a bad habit.