Þetta er bara lítil saga og auðvitað er hún ekki sönn. Mér datt í hug að setja hana hingað inn. Ykkur er velkomið að segja mér hvað ég geti gert betur. Ég náttúrulega enga hæfileika í þetta og stafsetningin mín gæti verið betri !


Föstudagskvöld, tréin láta eins og æstir krakkar sem bíða eftir jólunum, vindurinn blæs, og loftið er kalt. Það er apríl, sumarið er ekkert á leiðinni alveg strax. Ég set á mig vettlingana og labba af stað. Ég hafði ákveðið að fá mér smá göngutúr. En eins og alltaf þá var ég viss um að ég myndi enda uppí sjoppu. Ég labba niður brekkuna og yfir hólinn. Lækurinn er ennþá á sínum stað, hann hafði ávallt verið þarna. Þegar ég var lítil var ég vön að leika mér hjá læknum, ég man eftir rödd móður minnar sem ávallt var svo varkár um börnin sín ,, Ekki fara of nálægt læknum .” Þegar ég var lítil var allt svo einfalt, ég gat leikið mér eins og hvert annað barn. Sagt fáránlega hluti án þess að vera baktöluð. Leikið mér með dúkkur og bíla. En nú þegar ég er orðin stór þá verð ég að gæta að því hvað ég geri. Þegar við erum orðin stór eigum við að gera það sem annað stórt fólk gerir.

Ég geng yfir gangbrautina og labba í átt að sjoppunni. Þegar ég opna dyrnar á sjoppunni angar loftið af hamborgaralykt. Ég geng strax að rekkanum þar sem vídeóspólurnar eru, Blue Crush, Hero, Lord of the Rings, allt myndir sem ég er búin að sjá. Ég labba að afgreiðsluborðinu og hringi litlu bjöllunni þar sem á stendur “ Hringið ef ykkur vantar aðstoð “, það tekur afgreiðslukonuna enga stund að skjótast fram. Með bros á vör spyr hún mig hvort hún geti afgreitt mig. Ég hugsa mig fljótt um og langar að segja kvikindislega ,, því heldurðu að ég hafi verið að hringja bjöllunni ?” ég sleppi því samt. Ég bið um eina hálfs lítra Coca Cola, og eitt “pinku” lítið Prins Polo, ég sagði pinku við hana því nú er Prins Pólóið í allmörgum stærðum. Ég hef nú enga lyst til þess að gleypa í mig eitt XXL Prins Póló. Afgreiðslukonan með bros á vör, tekur við kortinu mínu og rennir því í gegnum posann. Ég fæ afritið í hendurnar og geng af stað.

Þegar ég er komin nokkurn spöl sé ég hvar Rauður lítill Mazda bíll beygir í veg fyrir blágrænan Nissan Almera bíl. Það heyrist skellur. Ég hugsa með mér að þetta geti ekki verið gott, svo ég hleyp í átt að bílunum og opna dyrnar á Rauða Mazda bílnum. Ökumaður blágræna bílsins, karl á fertugsaldri opnar bílhurðina og staulast út. Ég horfi óttaslegin á hann og get ekki ímyndað mér hvernig hann gat staulast útúr bílnum. Rauðleitt andlit hans af blóði, skurður á enninu. Ég lít á konuna í Mözdunni, ég spyr hana hvort hún finni til einhversstaðar en ég fæ ekkert svar til baka. Ég er ekki alveg að fatta ástandið sem hún er í en þegar ég lít afturí sé ég ungabarn í bílstól, mér þótti það frekar skrítið að barnið væri ekki hágrátandi. Ég ætla mér að opna afturdyrina, en hurðin er mikið beygluð og þar af leiðandi föst. Ég veit ekki hver það var sem hringdi á lögregluna en hún kom fljótt á staðinn. Nota þurfti tækjaklippur til að ná konunni í Mazda bílnum út, hún var flutt í skyndi uppá sjúkrahús en barn hennar var ekki það heppið að lifa af það úrskurðað látið á staðnum. Ég fékk aldrei að vita nafn barnsins né móðurinnar. En einni til tvemur vikum seinna sé ég mynd af barni ekki nema nokkurra vikna gamalt í Morgunblaðinu þar sem Minningargreinarnar eiga sinn sér stað. Barnið hét Margrét L. Halldórsdóttir fædd 01.01.04.