Grimmi er lítill hvítur tígrisdýraungi. Í rauninni passar nafnið ekki við hann því hann er mjög góður strákur. Hann og mamma hans og pabbi eiga heima í Suður-Afríku. Grimma líður mjög vel þar og hann á fullt af vinum, bæði önnur tígrisdýr, ljón, sebrahesta, fíla og marga fleiri. Þarna eru allir vinir og stærð skiptir engu máli. En einn daginn þegar Grimmi var úti að leika sér með fílnum Rana, heyrðist byssuhvellur. Foreldrar Grimma voru búnir að segja honum frá byssum og veiðimönnum og að ef hann heyrði háan hvell og sæi öll dýrin hlaupa í burtu átti hann að hlaupa með þeim. En þegar hann varð var við hvellin brá honum svo að hann gleymdi sér alveg og hljóp bara og hljóp í burtu og elti ekki hin dýrin. Hann hljóp yfir sléttur, gegnum skóga og yfir ár þangað til hann gafst upp og sofnaði. Hann vaknaði svo við að lítill gíraffi teygði sig niður og ýtti við honum. Nú var Grimmi glaðvaknaður og útsofinn. Hann fór að tala við gíraffann og gíraffinn sagði að þeir væru langt frá heimkynnum Grimma og að engin önnur dýr hefðu komið hingað. Grimmi varð rosa leiður. Hann átti örugglega aldrei eftir að sjá mömmu sína og pabba og alla vinina sína aftur. Grimmi ákvað því bara að reyna að eignast nýja vini og hann hélt að það ætti bara eftir að ganga vel nú þegar hann var kominn með einn og svo hafði verið svo létt að eignast vini á gamla staðnum. Grimmi spurði gíraffann hvað hann héti og hann sagðist heita Rósmundir. Grimmi skildi alls ekki hvers konar nafn það væri en nennti að spyrja og vildi ekki virðast dónalegur. Hann ákvað því bar að fara með Rósmundi sem var kallaður Rósi til heimilis hans og reyna að eignast fleiri vini. Þeir gengu í svolítinn tíma og komu að háu tré sem var víst heimi Rósa. Grimmi sagðist svo ætla að fara að skoða sig um og fór af stað. En áður en hann lagði af stað sagði Rósi honum að passa sig á Geddu stórri eiturslöngu sem var mjög hættuleg. Fyrst mætti Grimmi fílsunga og hann spurði hann hvort hann vildi vera vinur hans. Fílsunginn sagði þá: “ Ojj, nei! Það vil ég sko alls ekki. Þú ert bara asnalegur og öðruvísi.” Við að heyra þetta sárnaði Grimma. En hann ákvað að vera sterkur og hélt áfram göngunni. Eftir skamma stund sá hann lítið ljón og hann ákvað að spyrja það hvort það vildi vera vinur hans. Litla ljónið svaraði alveg eins og fílsunginn og Grimmi varð enn leiðari en hélt samt áfram að labba um sléttuna. Eftir stutta göngu sá hann lítinn tígrisdýraunga. Grimmi spurði hann eins og fyrri dýrin. Tígrisdýraunginn svaraði þá alveg eins. En Grimma fannst það skrítið því þeir voru svo líkir. En litla tígrisdýrið fór bara í burtu. Grimma var farið að líða svo illa að hann fór að gráta. Þá mundi hann eftir Rósa. Hann ákvað að fara til hans því hann var eini vinurinn hans núna. Þegar hann fann svo Rósa var hann með öðrum gíraffa og þegar Grimmi kom og heilsaði honum fóru gíraffarnir að hvíslast á, greinilega um Grimma því þeir litu alltaf á hann. Rósi lét bara eins og hann þekkti Grimma ekki og spurði: “Hver ert þú eiginlega? Svona asnalegur og öðruvísi!” Þá sagði Grimmi: “ Þetta er ég, Grimmi. Við hittumst fyrr í dag og ég hélt að við værum vinir.” “Við vinir!? Ég held nú ekki. Ég er ekki vinur furðufugla.” Og eftir þessi síðustu orð dóu Rósi og hinn gíraffinn úr hlátri. Grimmi fór í burtu alveg afskaplega sár og honum hafði aldrei liðið jafn illa. Hann fann tré og lagðist undir það. Allt í einu heyrði Grimmi rosalegt hræðsluöskur. Hann ákvað að fara og athuga hvaðan öskrið kæmi. Þá sá hann Geddu, hættulegu eiturslönguna vera að vefja sig utan um litla ljónið. Grimmi labbaði fram og að Geddu. Um leið og Gedda sá hann sleppti hún litla ljóninu og horfði með virðingu á Grimma. Við þetta brá honum mjög og spurði Geddu af hverju hún hefði sleppt ljóninu. Þá sagði Gedda: “Mér bara brá svo við að sjá svo sjaldgæft og fallegt dýr.” “En það er öllum bara búið að finnast ég asnalegur og öðruvísi” sagði Grimmi. “Mér finnst þú æðislegur. Mér finnst þú meira að segja svo æðislegur að ég held bara að ég hætti að éta önnur dýr.” Þá sagði litla ljónið: “Það er frábært, þú ert frábær Grimmi. Fyrirgefðu hvað ég var leiðinlegur við þig.” Grimmi ákvað að fyrirgefa honum. Þegar lengra leið á daginn höfðu allir frétt þetta og allir urðu vinir Grimma og hann fyrirgaf þeim sem höfðu verið vondir við sig. Meira að segja Rósa. En Grimma leið enn illa því hann saknaði mömmu sinnar og pabba og allra gömlu vinanna ennþá svo mikið. En allt í einu sá hann fullt af dýrum koma hlaupandi á sléttunni. Og viti menn. Þarna voru mamma og pabbi hans, allir gömlu vinirnir og allir hinir frá gamla staðnum. Grimmi varð alveg himinlifandi og allir urðu vinir þarna. Gamlir og ungir, litlir og stórir. Það leið öllum svo vel þarna að þau ákváðu að setjast að þarna og allir lifðu saman í sátt og samlindi eftir það.