Vonandi líkar ykkur sagan!!!
Gagnrýni vel þegin :)

Elsku Mía

Hún var orðin móð, hugsanirnar þutu hjá….afhverju…til hvers..eigingjörnu svín… .
Það brakaði í snjónum og sólin skein í augun á henni, það var að kvölda. Fullt tungl hafði verið um helgina, á laugardaginn hafði hún setið í almenningsgarðinum langt fram á nótt og hugsað um lífið og tilveruna, hvernig hún ætlaði að sinna sínum högum og hún velti framtíðinni fyrir sér. Á leiðinni heim hafði lífið brosað við henni og henni hafði verið létt um hjartarætur í fyrsta skipti í langan tíma. Þangað til hún kom heim og sá móður sína liggjandi undir stofuborðinu, angandi af víni. Faðir hennar var hvergi sjáanlegur, væntanlega í einhverjum af spilakössum bæjarins eins og venjulega. Lóla lá pissublaut uppí rúmi, sofandi sem betur fer annars hefði hún þurft að sjá um hana og hún var ekki í neinu skapi til þess. Hún var búin að fá nóg af fjölskyldunni sinni, ekkert nema vandræði og afskiptarleysi, þau hugsuðu aðeins um sig og sínar sorgir……………………
Hún var alveg að koma, hann átti heima hérna rétt hjá , fínn strákur og góður vinur, reyndar eini alvöru vinur hennar, hún átti svo lítið sameiginlegt með stelpunum í bekknum, minni glenna og lagði aðrar áherslur á líf sitt en þær.
Flestir í bekknum voru farnir að pæla í bílprófum og bílakaupum, ætli hún færi nokkuð að eyða peningum í það, frekar að leigja sér íbúð strax eftir stúdentinn. Hún var strax farin að hlakka til, losna frá þessum vandræðum, vera frjáls. Úff bara að hugsa um það vakti bros.
Ástandið heima hafði ekki alltaf verið svona, það breyttist fyrir rúmu ári, þá dó hann, lungnabólga, hann var aðeins 5 ára, hjá foreldrum hennar hafði eitthvað klikkað, þau slepptu sér í eymd og volæði, gleymdu hinum börnum sínum. Það var ekki eins og hann hafi haft athygli þeirra þegar hann lifði, þá var það bara elsku Mía, nafnið fékk hún eftir ömmu sinni sem hafði verið mjög náin mömmu og pabbi hafði virt hana, sem var ekki sjálfgefið; helvítis karlremban.
Grey Lóla, hún vissi ekki hvað var að gerast með hana, pissaði undir nærri hverja nótt svo var hún orðin feimin og hljóðlát. Maður tekur varla eftir henni þegar hún gengur inn.
Ætli foreldrarnir séu ekki búnir að rústa henni líka, sjálfstraustið og metnaðurinn horfinn, löngu búið að brjóta það niður með afskiptaleysi og skömm.
,,Shit” þarna var hún heppin, hún hafði dottið niður á sleipum klaka og næstum rifið buxurnar sínar,ef það hefði gerst hefði hún þurft að eyða kvöldinu í saumaskap, gallabuxurnar voru orðnar nógu slitnar fyrir. Foreldrar hennar voru kannski ekki fátækir en þeir voru ekki að eyða peningum í föt fyrir þau, augasteinana eins og þau töluðu um krakkana sína.
Hún sat í smástund á jörðinni og fann kuldann hríslast um sig. Tilfinningin minnti hana á gamlársdag forðum þegar þau voru hjá afa Matthíasi. Öll fjölskyldan var þar, borðaði góðan mat,spjallaði saman og hafði það gott,flest allir voru í góðu skapi og hún slappaði af með frændsystkinun sínum. Þau höfðu spillað rommí útí eitt, hún hafði unnið fimm sinnum !!
Engar áhyggjur og hún hafði notið þess að vera unglingur, vá það virtist vera ár og aldir síðan.
Hún stóð upp, best að drífa sig til Móra áður en hún frysi föst við götuna, hann átti víst afmæli í næsta mánuði, ætli hann haldi eitthvað uppá það ?.
Inn þessa götu og innst á efstu hæðinni átti hann heima. Hann leigði hjá gamalli konu, hafði flutt úr foreldrahúsum um það bil 18 ára fyrir um ári. Hann var tveimur og hálfu ári eldri en hún, kannski hún flytti inn til hans eftir ár, ekki ætlaði hún að búa þarna á sínu hataða heimili, ekki einu sinni fyrir Lólu.
Hann var heima, sem betur fer. Hann var að fara að borða, engin furða enda klukkan rétt rúmlega sjö, lambakjöt og kartöflur, ekta föstudags matur. Gott að geta fengið sér eitthvað annað en pasta og snarl, alveg yndislegur matur.
Við matarborðið leit hann í augu hennar, umhyggja og væntumþykja skein úr augum hans.
Móri og Mía………
Helvíti er ekki staður heldur hugarástand.