Hann vaknar, lítur á klukkuna.
“Andskotinn, orðinn seinn eins og vanalega.” tautar hann á meðan hann böðlast við að klæða sig. Hitar sér kaffi og svelgir það í sig. Tekur svo strætó í vinnuna. Á þessa skrifstofu sem að hann hatar. Þjónustufyrirtæki dauðans.
Forstjórinn hans skammar hann aldrei né hótar honum brottrekstri. Hann horfir bara á hann með þessu augnarráði líkt og hann væri að horfa á vegginn.
“Þú ert ekki til þannig að þú skiptir ekki máli.”
Hann fer inn í litla fangaklefann sinn og nælir á sig nafnspjaldið. Nafnspjaldið með nafninu sem að hann hatar svo heitt.
Grettir Sæmundsson
Afhverju var hann skírður Grettir. Grettir var sterkur maður sem að margir elskuðu, dáðust af eða hötuðu. Hann er væskill sem að engum þykir vænt um og enginn dáist að. Hann vildi jafnvel óska þess að einhver myndi hata hann. En hann er of ósýnilegur til þess.
Þegar kaffitíminn kemur sest Grettir við litla hornborðið. Það er svo lítið að aðeins einn væskill getur troðið sér við það. Öll önnur sæti eru upptekin. Hann veit afhverju hann færa alltaf þetta sæti. Sætið sem er ætlað væsklinum.
Hann lítur á þá. Mennina sem að sitja dag hvern þarna, súpa af kaffinu sínu og hlæja. Hvað er að hlæja að. Þessi staður er samfelld kvöl. Hann óskar þess samt að hann gæti labbað til þeirra. Talað við þá. Hlegið með þeim, verið vinur þeirra.
Að lokum líkur vinnudeginum og Grettir lötrar niðurdreginn að strætóskýlinu. Mennirnir ganga framhjá. Þeir eru að tala um partý. Ætli honum sé boðið. Nei sennilega ekki. Aldrei á sinni ævi hefur honum verið boðið í partý. Væsklum er ekki boðið í partý. Mennirnir keyra burt á tveimur bláum jeppum.
Strætóinn kemur. Grettir lötrar inn í strætóinn og sígur niður í eitt sætið líkt og súrmjólkurklessa.
Þegar hann kemur heim telur hann tröppurnar upp í íbúðina sína. Þrjátíu og sex eins og vanalega. Íbúðin hans er tandurhrein eins og vanalega. Engar tómar bjórdósir liggjandi beyglaðar, ekkert fólk sofandi drykkjudautt í sófanum.
Hann finnur strax það sem hann er að leita af. Stórann kassa fullann af dúkkum. Dúkkurnar eru ýmist saumaðar úr efni eða gerðar úr tré. Hann hefur gert þær allar sjálfur. Eina stoltið í lífi hans.
Þegar hann var barn átti hann enga vini. Pabbi hans var sjómaður og fórst í sjóslysi þegar hann var sjö ára. Þá byrjaði drykkja mömmu hans að vera alvarleg. Engum langaði að vera vinur þessa stráks sem að lyktaði oftast af ælu var stundum með ælu á skyrtunni sinni. Stundum spurðu kennararnir hans hvort að það væri ekki allt í lagi heima hjá honum. Hann játaði því alltaf en þegar hann varð sextán ára gáfust þau upp á því að spyrja.
Þegar hann varð átján ára dó móðir hans. Hann var núna viss um að það hefði verið sjálfsmorð. Hann hafði bara komið heim einn daginn og bréf lág á eldhúsborðinu um að hann þarfnaðist hennar ekki lengur. Þarfnaðist hennar. Hann fussar við það að hugsa um þetta. Hann hafði alltaf þurft að hugsa um hana.
Og í stofunni lág hún. Blóð lagaði úr munninum og flaskan í hendi hennar var brotin. Hann man að daginn eftir átti hann afmæli. Engin gleði hafði fylgt afmælum hans frá sjö ára aldri. Þá tók hann allar brúður sem að hann hafði búið til, leitað að hverjum einasta pening sem að hann vissi að hún faldi einhversstaðar og flutt út.
Brúðurnar höfðu alltaf einhverja fyrirmynd. Sumar voru krakkar úr skólanum eða fólk sem að hann sá út á götu. Núna vann hann að því að gera alla á vinnustaðnum. Í dag ætlaði hann að gera gengið. Sem að sat hvern kaffitíma og hlóg.
Það var varla eðlilegt fyrir tuttugu og fimm ára mann að haga sér svona.
Fótatak heyrðist í stiganum. Hann flygði tálguðum viðarbút frá sér. Þetta var hún. Hann leitaði í örvæntingu að einhverju til að fleygja þannig að hann hefði afsökun til að fara út úr íbúðinni. Mogginn frá því í gær. Hann grípur hann og hleypur út. Hann opnar ruslalúguna og flygir honum ofan í. Hún gengur framhjá honum.
Hann þekkir þessa konu. Hún var með honum í skóla en lenti svo í ruglinu.
Gyða Katrín Sigurðardóttir.
Það er nafnið. En hún veit sennilega ekki nafnið hans.
“Halló Gyða.” nær hann loksins að segja.
“Ó halló.” segir hún þegar hún loksins sér hann. Svo labbar hún upp til sín, fimmta hæð til hægri. Hann er tveimur hæðum fyrir neðan hana.
Hann hleypur aftur inn. Fleygir öllum mönnunum sem hann ætlaði að búa til í dag ofan í kassann.
Hann byrjar að tálga nýja og vandaðri brúðu. Gyða.
Daginn eftir heldur hann áfram. Það er laugardagur engin vinna.
“Ég er fangi.” hugsar hann á meðan hann vandar sig við að sauma klæði á fallega brúðuna. “Fangi í eigin veröld.”
Hann klárar hana að lokum með því að mála á hana blá og tær augu og rauðann fallegann munn. En þegar hann ætlar að loka dósinni með rauðu málningunni missir hann hana og það flæðir rauð málning yfir eina brúðuna. Óvönduðustu brúðuna. Brúðuna sem að á ekki skilið að vera til. Brúðuna Grettir Sæmundsson. Það sést varla neitt í andlitið á brúðunni og peysan hennar er líka öll í rauðri málningu. Roðin í blóði.
Hann þolir þetta ekki lengur. Tekur brúðurnar tvær, Gyðu og Grettir. Ekki í sömu hendina. Grettir á ekki skilið að vera í sömu hendi og Gyða.
Það eru svalir á hverri hæð. Hann hleypur út á stigaganginn og finnur svalirnar. Gyða er að ryksuga sameignina.
Hann klifrar yfir handriðið á svölunum. Gyða hleypur á eftir honum.
“Grettir hvað í fjandanum ertu að gera?” segir hún og grípur í hendina á honum.
Hún veit nafnið hans. Honum bregður svo mikið við það að hann missir takið. Hún þýtur líka yfir handriðið. Hann nær að grípa í svalirnar en hún er ekki svo heppin. Hún missir takið á hendi hans og dettur niður. Skellur á gangstéttinni. Hann finnur að hann er ekki lengur með brúðuna í hendi sér. Hún hefur Gyðu. Það er gott. Handriðið sveigist undan þunga hans og hann rennur af því. Hann finnur beinin brotna þegar hann lendir á gangstéttinni.
Kona talar óðamála í síma nálægt þeim og hann heyrir ýlfur í sjúkrabíl.
Þau eru keyrð upp á spítala. Þau deila herbergi.
Hún sýnir honum dúkkuna sína. Hún er líka roðin blóði. Hennar blóði. Þau takast í hendur. Hann heyrir að tæki æpir á sjúkraliðana um að hjartsláttur hans sé orðinn flatur. Hennar tæki æpir líka. Sjúkraliðarnir hlaupa inn og reyna að lífga þau við með raflosti. Það er of seint. Nú svífa þau saman í himingeiminum. Hann er ekki fangi í þessari lítilmótlegu veröld lengur. Nú er hann frjáls. Frjáls með henni.