Þetta er saga sem ég byrjaði á þegar ég var 10….er 12 núna…ég veit að hún er soldið barnaleg í byrjun en hún verður skemmtilegri(það eru miklu fleiri kaflar)…held ég…en segið ykkar álit ég get þá bara breytt henni :)



1 Kafli -
Um mig.

Hæ! hæ! ég heiti Sara og ég ætla að verða riddari. Ég er 10 ára og verð 11 í júlí, mamma segir að ég sé alger strákastelpa. Besti vinur minn er munaðarlaus strákur sem heitir Mikki eða öllu heldur Mikael Hörður Harðarson. Hann ætlar líka að verða riddari.
Við eigum bæði hesta, minn hestur er bæði fallegur og gæfur, hann ber líka nafn með rentu, hann heitir Vinur. Merin hans Mikka heitir Traust. Vinur og Traust fengu bæði nafnið sitt þegar þau fæddust. Ég á líka lítinn apa sem heitir Jakob og hann kom með einum kaupmanninum sem kom í litla þorpið okkar. Mikki á líka dúfu sem heitir Petra.
Mamma vinnur í konunglega eldhúsinu en pabbi dó í stríðinu, eins og pabbi Mikka. Ég öfunda Mikka af því að hann er strákur, af því að strákar mega bara vera riddarar.
Jæja ég held að ég sé búin að segja frá öllum.







Þetta eru: Vinur, Jakob, ég, Mikki með Petru og Traust

2 Kafli -
Bréfið.

Mikki kom til mín í dag og spurði hvort ég vildi koma í reiðtúr. Allt í lagi sagði ég. Jakob var ennþá sofandi svo að við fórum án hans. Ég sótti Vin og við fetuðum rólega niður að brauðbásnum. Maðurinn sem sá um básinn þekkti okkur vel og gaf okkur ókeypis brauð og skorpur handa Traust og Vini. Þegar við vorum öll búin með brauðið okkar dró Mikki fram bréf sem skrifað var með skýrum stöfum Mikael Hörður Harðarson. ég gapti. Hver sendir Mikka bréf sem hefur svona fullorðinslega rithönd? Mikki byrjaði að lesa bréfið sem var eitthvað í þessa áttina.
Kæri Mikael.
Ég má ekki senda þetta bréf, svo ég kem mér beint að efninu. Ég er fangi í Drekahelli og þarf nú að komast út, af því að eftir þrjár vikur verða tveir menn líflátnir. Ég segi ekki hverjir það eru af því það gæti valdið þér miklum áhyggjum
Þín ástkær móðir
Elísabet.
P.s. Skoðaðu kortið sem fylgir með.
„Vá mamma að senda mér bréf“ sagði Mikki. Þetta hljóta að vera mistök.
„Nei bjáninn þinn, það stendur á umslaginu“ sagði ég og benti á umslagið og las.
„Mikael Hörður Harðarson“.


3 Kafli -
Búist til ferðar.
Við vöknuðum fyrir allar aldir og bjuggumst til ferðar. Við þurftum að taka fullt af dóti með okkur. Þegar við vorum búin að búa okkur lögðum við af stað. Ég Jakob, Mikki, Traust, Vinur, og Petra.
„Það stendur á kortinu að við eigum að fara veginn sem liggur framhjá akrinum“ sagði Mikki þegar þau riðu framhjá markaðstorginu.
Við fórum á stökki fram hjá eplasala og mörgum fleirum og loksins framhjá akrinum.
„Við förum bráðum framhjá Háskahólum“ sagði Mikki. „Við skulum æja þar og fá okkur í svanginn“ sagði hann.
„Er það ekki áhættusamt?“ sagði ég.
„Iss stelpur hafa alltar áhyggjur“ sagði Mikki. Petra kurraði og settist á öxlina á mér.
„Sko“ sagði ég „eru þetta ekki hólarnir?“
„Jú þetta eru þeir, og samkvæmt kortinu eigum við að vera komin að bæ Glaðsannsa undir kvöld“ sagði Mikki og stöðvaði Traust.
Við borðuðum okkur södd og ætluðum að halda ferðinni áfram. Þá fattaði Mikki að hann væri fastur við jörðina. Ef hann reyndi að losa sig sökk hann dýpra ofan í jörðina.
„Hjálp – Sara – Hjálp !!!!“
„Hvað? Sástu kónguló?“sagði ég.
„Nei, ég er fastur“ sagði Mikki örvæntingarfullur.
„Viltu losa mig?“
Ég ákvað að svara þessu ekki, en byrjaði að bisa við að toga hann á fætur, en þá birtist kona, bara eins og úr heiðskýru lofti. Mér brá. Hvaða kona var þetta. Konan brosti illkvitnislegu brosi til mín. Þegar ég horfði betur á konuna sá ég að þetta hlaut að vera huldukona sem ætlaði að taka Mikka ofan í jörðina og gera hann að þræl sínum. Mikki gerði sér líka grein fyrir því hver örlög hans voru því skelfingin lýsti úr andlitinu.
Ég sagði „komdu Mikki, drífum okkur.“
„Og hvernig á ég að standa upp? ég ætti kannski bara að bera jörðina á rassinum til eilífðar.“
„Láttu ekki eins og bjáni, ég held ég viti hvernig við losum þig. Hugsaðu stíft um að þú losnir.“
Huldukonan bjóst til að taka Mikka ofan í jörðina.
„Farðu“ sagði Mikki við mig „farðu og haltu leitinni áfram.“
„Nei, ég skil þig ekki eftir svona“ sagði ég, en þá hvarf huldukonan með stuttu poffi…. og Mikki donk…. losnaði og datt beint á nefið.
Hann stökk síðan á bak Trausti og ég á eftir á bak Vini, en stansaði svo snögglega og hrópaði
„Jakob!!!! Hvar ertu? “
„a..a..a..ú..í..a“ sagði Jakob
„Ó.. þú ert þá þarna.“

4.kafli -
Glaðsannsar.
Þegar við komum að bæ Glaðsannsanna tóku mörg brosandi andlit á móti okkur. Margir buðu okkur í kaffi og aðrir í kvöldmat og enn aðrir buðu okkur að koma heim til sín og spila kúluspil.
Við afþökkuðum öll boð, tjölduðum og fórum að sofa.
Þegar við vöknuðum buðu Glaðsannsarnir okkur í morgunkaffi og morgunmat.
Við borðuðum, þökkuðum fyrir okkur og lögðum í hann.
Nokkrir Glaðsannsanna ætluðu að fylgja okkur að ömurlega stiganum og lélegu brúnni. Þar ætluðu þeir að fara.
Glaðsannsarnir sem fylgdu okkkur hétu: Glaður, Ánægður og Brosmildur. Þetta voru allra hugrökkustu Glaðsannsarnir, af því að allir Glaðsannsar forðuðust
skuggaverur og héldu sig innan veggja Glaðamúrsins.
Þegar við vorum hálfnuð fengu Glaður, Ánægður og Brosmildur skilaboð með dúfu um að Illsannsar hefðu ráðist inn í Glaðsannsabæinn og ætluðu að hertaka bæðinn. Við sögðumst auðvitað vilja hjálpa svo að við snerum við í áttina að bæ Glaðsannsa.
Við vorum fljót að Glaðamúrnum og nú hófst bardaginn.

5 Kafli -
Te og kökur.

„Hjálp!! Mikki Hjálp!!“ kallaði ég, af því að 5 Illsannsar höfðu umkringt mig. Af svipnum að dæma voru þeir líklegir til að berja mig til bana.
Mikki kastaði til mín spýtu svo ég gæti varið mig.
Ég barði af alefli frá mér spýtan lenti beint í maganum á einum Illsannsanum, en honum virtist líka það vel. Þá kallaði Mikki til mín, „vertu góð við þá, þeim líkar það ekki, af því þeir eru of vondir til að geta verið góðir.“
Mér fannst þetta mjög skrítið ráð en ég sagði samt.
„Má ekki bjóða þér í te og kökur? Ég á líka nuddpott og þú mátt nota hann.“
Illsannsinn virtist skelfdur og tók svo á rás og öskraði.
„Hún er góð!!! Hún er góð!!!!“
Margir Illsannsar hlupu í burtu en aðrir höfðu augljóslega ekki heyrt í honum svo að við byrjuðum að bjóða Illsönnsum í te og kökur og á endanum var enginn Illsannsi eftir.
Við sváfum í bænum þessa nótt og nutum þess að fá nýbakað brauð og heitt kakó í síðasta sinn í langan tíma, af því nú var komið að ferðinni miklu.

6 Kafli -
Vá!! Þvílíkir kraftar.
Það tók okkur heilan dag að komast að ömurlega stiganum. Við sváfum fyrir neðan stigann og ætluðum að leggja af stað í bítið næsta morgun. Við vöknuðum og fengum okkur að borða.

„Jæja, þú mátt fara fyrst “ sagði ég,
„O.k.“ sagði Mikki, og fór eitt þrep upp
„Hei“ sagði Mikki, „af hverju finnst mér eins og að ég heyri allt?“
„Það stendur hér“ sagði ég og las aftan á kortið „hver sá sem snertir þennan stiga verður gæddur ofurkröftum upp frá því“
Ég hoppaði upp í eitt þrepið,
„Mikki“ sagði ég „Ég held að ég sé komin með ofursjón.“
„Látum hestana snerta“ sagði Mikki.
„Já, og Jakob og Petru líka“ sagði ég.
„Vinur, komdu heillakarlinn“ sagði ég.

Vinur kom og nuddaði hausnum upp að mér. Ein trappan slóst í hann og samstundis breyttist fallegi jarpi liturinn á makkanum, í glampandi silfurlit. Sólin skein á faxið hans og þá sá ég að svarta faxið var nú gulllitað og hófarnir líka. Svo uxu vængir út frá hliðunum og langt gyllt hár kom í staðinn fyrir hvíta blettinn á enninu. Þegar Traust sá hvað gerðist stökk hún að stiganum og það nákvæmlega sama gerðist, nema að það uxu engir vængir á hana, heldur gat hún hlaupið í loftinu.
Jakob kom og hoppaði upp í stigann þegar hann ætlaði svo að stökkva upp í næstu tröppu sveif hann bara í loftinu. Ég tók hann og sagði.
„Jæja svo þú getur flogið“
Petra var flogin með bréf í Drekahelli. Í bréfinu stóð að við værum á leiðinni og værum ábyggilega komin á morgun. Við biðum eftir henni. Hún kom loksins með annað bréf sem var eitthvað í þessa áttina.

„Það er gott að þið komið svona fljótt, af því að þegar við erum komin á staðinn þar sem mennirnir, þ.e.a.s. faðir þinn og Söru verða teknir af lífi verðum við að fara háleynilega yfir Járnmúrinn og hans er vel gætt. Komið því eins fljótt og þið getið, af því að við höfum nauman tíma. Óvinur okkar er naumast óstöðvandi, hann hefur einn bæ á valdi sínu og ætlar að hertaka annan.

Kveðja
Elísabet. “
I wanna see you SMILE!