'Hrannar, vaknaðu - við verðum að drífa okkur burt héðan'

Ég vaknaði, leit í kringum mig og varð stjarfur - ég hélt ég yrði ekki eldri. Þarna stóð maður í hvítum jakkafötum, hann var dökkur á hörund og með ljósrautt hár. ‘Hver ert þú, og hvað ertu að gera inni í herberginu mínu um miðja nótt?’ spurði ég stamandi. Hann hló smá, dró inn andann, sast niður í tölvustólinn minn og horfði reiðum augum á mig. ‘Hrannar’ sagði hann, ‘ég hef ekki tíma í eitthvað kaffiboð, drífum okkur á stað’ - ‘En hvert erum við að fara?’ spurði ég hissa og ráðalaus. ‘Til himna, þar sem englarnir fljúga og prestarnir búa’ svaraði hann. Ég byrjaði að klípa mig í hendina - en á sama tíma greip hann í mig og hljóp á stað út úr húsinu og ofan í jörðina.

Ég vissi ekki hvað var í gangi, né hvort þetta væri draumur eða raunverulegur atburður - en ég hallaðist að því fyrra og ákvað að njóta mín, því áður en ég vissi var skólinn að byrja.

'Hrannar, þú verður að hlusta vandlega' sagði maðurinn en hélt samt áfram að hlaupa. ‘Við þurfum að taka þig með okkur til himna, þú ert hinn eini sinni - þú ert sá maður sem heldur á lyklinum að Helvíti og hefur haldið honum í 15 ár’. Ég hristi hausinn, leit í kringum mig og sá léttklæddar, sköllóttar konur öskra á mig og manninn. Þær notuðu eitthvað tungumál sem ég skildi ekki. ‘Vertu ekki að fylgjast með þeim!’ sagði maðurinn, ‘Þær eru bara púkar, óvinir okkar - við erum bara að þjóta í gegn’ - Ég spurði stjarfur og stamandi ‘Ert þú þessi Guð sem allir tala um, eða bara einhver senditík fyrir hann?’ - ‘Guð? Hver nefndi Guð á nafn? Þarna varst þú að leggja nafn drottins við hégóma og það líð ég ekki! - og heldur þú virkilega að hinn eini sanni faðir alheimsins sé dökkur á hörund?’ - ‘Afsakaðu yðar náð’ sagði ég kurteisislega' - ‘Ég er að fíflast í þér drengur. Já ég er Guð - hinn eini sanni, og þú mátt alveg leggja nafn mitt við hégóma eins og þú vilt - en núna verðum við að drífa okkur. ’Ókei' sagði ég jákvæður.

Maðurinn kallaði á hest, hvítan fallegan hest sem hann kallaði Henrí. Hann steig á bak og greip mig, hélt síðan áfram för sinni í gegnum undirheimana. ‘Er þetta Helvíti?’ spurði ég, því þessi staður var alveg eins og ég sá Helvíti fyrir mér. ‘Nei Hrannar, þetta er sko ekki helvíti. Þetta eru bara undirheimar Reykjavíkurborgar eins og þeir eru um helgar. Það var nokkuð greinilegt að þessi þeldökki einstaklingur var húmoristi. Eftir stutta stund sá ég ljós, ljós sem kom nær og nær - nálgaðist með hverju skrefi. ’Erum við að koma út?', hann svaraði ekki. Þegar við vorum nýkomnir út sagði hann ‘Hrannar minn, vertu velkominn í forgarð Himnaríkis.’ ‘uu..já takk - held ég..’ sagði ég, sjokkeraður og þreyttur eftir þetta mikla ferðalag frá heimili mínu, í gegnum undirheima Reykjavíkurborgar og svo að ljósinu skæra. ‘Komdu sæll og blessaður Lykla-Pétur minn’ sagði Guð upp úr þurru, ég leit upp að honum og tók eftir að hann hélt á Samsung farsíma - ég fór að hlæja. Ég sá Guð alltaf fyrir mér sem mann með skikkju, en svo kom í ljós að hann gekk í jakkafötum og notaði farsíma. Ég hélt áfram að hlusta ‘Pétur, ég er hérna í forgarðinum - ertu til í að senda hana Maríu hingað til mín?’ - ‘Ekkert mál, og Guð - ætlum við ekki að horfa á fótboltaleikinn í kvöld saman?’ heyrði ég Lykla-Pétur segja - ‘Jú, það stemnir’ sagði Guð og laggði á.

'Hann Lykla-Pétur ætlar að senda Maríu hingað og hún sér um allt' - ‘Sér um allt hvað?’ spurði ég. ‘Nú, hvernig og hvenær líf þitt á jörðu endar. Við verðum að aflífa þig svo þú getir gengið inn í Himnaríki…ertu ekki með á nótunum?’ - ‘En ég vil ekki deyja, ég á frábært líf á jörðinni og vil lifa áfram, eins lengi og ég get.

’Hrannar, það er of seint núna - að snúa við' - ‘Guð, það er aldrei of seint - og þú ættir að vita það best sjálfur’. ‘Hrannar! Ef þú ferð héðan, þá mun ég gera líf þitt að lifandi helvíti…eins kaldhæðnislegt og það nú hljómar’ - ‘Mér er nokk sama, sjáumst eftir c.a. 67 ár’

Ég gekk aftur að myrkrinu, aftur inn í undirheima Reykjavíkur og alla leið heim. Á leiðinni var öskrað á mig, en ég vissi ekkert hvað ‘púkarnir’ sögðu. Ég kom heim, laggðist upp í rúm og kl. 08:10 fór ég í skólann. Ég komst aldrei að því hvort þetta var draumur eða raunverulegur atburður, en um morgunninn þegar ég vaknaði var ég í sömu fötum og ég var í þegar ég ferðaðist með Guði - ég hef því alltaf haldið því fram að þetta hafi verið raunverulegt - en þú ræður hvort þú trúir mér eður ei.