(Byggt á myndbandi við lagið ‘Sunburn’ með Muse)

Spegillinn í Kompunni

Laugardagskvöld voru alltaf frekar róleg hjá Amber. Mamma hennar var alltaf að vinna frá þrjú til eitt í sjoppunni sem var opin allan sólarhringinn. Eina sjoppan á eyjunni trúlega. Já, hún átti heima á lítilli eyju rétt fyrir utan Frakkland. Hún var afar mikilvæg í seinni heimsstyrjöldinni, en seinustu árin virtust allir hafa gleymt henni. Hún var ekki stór. Bara rétt svo einn lítill bær með 50 í íbúum. Shemle hét eyjan. Bærinn hér það líka. Bæjarstjórnin samanstóð af tveimur einstaklingum. Bæjarstjóranum og konu hans. Í lögreglunni og slökkviliðinu voru fjórir menn sem Amber vissu ekki hvað hétu. Allavegana, aftur að Amber. Hún sat í sófanum hjá litlabróður sínum og horfði með honum á Bráðavaktina í sjónvarpinu (Englendingar og Bandaríkjamenn höfðu sett upp sjónvarpssenda á eyjunni til að fólk dæji ekki úr leiðindum). ‘Five ml. of Lidocane and Sux’ öskraði læknirinn á meðan sjúklingurinn skoppaði upp og niður vegna rafstraums. Amber tók upp sjónvarpsfjarsterínguna og skipti. ‘But Loyd, Petie didn’t even have a head.' Bróðir hennar öskraði af hlátri. Amber stóð upp. Hún nennti ekki þessu sjónvarpsglápi lengur. ‘Maður verður bara heiladauður af þessu helvíti’ hugsaði hún pirruð. ‘Masker! Ég ætla aðeins að fara út, verður allt í lagi með þig?’ kallaði Amber. ‘Jájá!’ sagði hann og hávær hlátursroka fylgdi á eftir. Hún greyp jakkann og lyklana og þaut út. Hún hljóp niður stigann og klæddi sig í jakkann í leiðinni. ‘Fáránlega hús’ hugsaði hún. ‘Tveggja hæða hús og aðeins hægt að fara inn að ofan. Piff.’
Hún gekk um í hálfgerðri leiðslu án þess að hugsa hvar hún steig. Allt í einu var gripið um munninn á henni. Hún öskraði og barðist um í algeru æðiskasti. Loks náði hún að bíta í hendina og sá sem hélt henni öskraði. Amber var nefninlega með andskoti beittar tennur. Hún fann blóðbragðið á tungunni, en hendin sleppti ekki. Hin hendin leitaði undir svarta magabolinn hennar. Hún fylltist örvæntingu og fann að tárin voru að brjótast fram. Allt í einu fann hún kalt stál nema við brjóst hennar. Hún öskraði hærra og barðist harkalega um, en hann hélt henni fastri og neyddi hana niðrá gangstéttina. Þegar fætur hennar námu ekki lengur við gangstéttina byrjaði hún að sparka eins og vitleysingur og náði að losa sig. Hún skreið undan manninum og tókst að standa upp, en hrasaði og skall með hausinn beint í götuna. Henni svimaði hræðilega en reyndi samt að skríða áfram. Hún heyrði hann nálgast hægt. Kvellur. Hann hljóp framhjá henni…

Hún rankaði við sér með andlitið niðrí stéttina. Það var ennþá dimmt. Hún fann hendi á öxlinni á sér. Hún kveinkaði sér og snéri sér við. Andlitið á bankastjóranum blasti við henni. Hún andaði rólegar. ‘Er allt í lagi vinan? Ég heyrði læti hérna úti og sá þig liggjandi hér.’ Amber kinkaði kolli og muldraði eitthvað um að það væri allt í lagi. Hann rétti henni hendina og tosaði hana upp. ‘Takk’ hvíslaði Amber og byrjaði að ganga heim. Henni leið illa. Henni fannst hún vera svo skítug. Svo spillt. En samt gerði hann ekki mikið. Hver sem þetta var. Þegar hún gekk inn fann hún að það var ekki allt eins og það átti að vera. Hún hljóp niður stigann á fyrstu hæð og beint inní stofu. Sjónvarpið var enn í gangi, en sýndi bara hvíta snjókomu. ‘Masker?!’ kallaði hún. ‘Masker! Hvar ertu?’ Hún heyrði kjökur undir stofuborðinu. Hún lét sig falla á gólfið og kíkti undir. Þar lá Masker og kjökraði vesældarlega. Þegar hann sá Amber skreið hann undan borðinu og beint í faðminn á stóru systur sinni. Hann byrjaði að gráta. Amber kom sér betur fyrir á gólfinu og reyndi að hugga hann með að rugga sér fram og aftur. ‘Hvað gerðist?’ Hún heyrði skruðninga uppi. Masker kipptist til og kjökraði hærra. ‘uss, hafðu hljótt’ hvíslaði Amber. Hún greip símann og rétti Masker. ‘Skríddu undir borðið aftur og hringdu í mömmu. Segðu henni að koma strax.’ Hún stóð upp. ‘Hvert ætlarru að fara?’ spurði hann með sinni saklausu rödd. ‘Vertu undir borðinu og ekki koma undan, hvað sem gerist.’ Masker skreið unir borðið. Amber gekk hægt upp stigann. Hún þráði að komast undir stofuborðið til bróður síns, en forvitnin rak hana áfram. Þegar hún var komin upp heyrði hún brothljóð úr svefnherberginu. Hún læddist inn, en sá ekkert. Hún heyrði einhverja tala saman. Eða rífast. Amber var ekki viss. Hún gekk aftur fram á ganginn. Hún heyrði öskur koma útúr kompunni við útidyrahurðina. Hún læddist að henni og reif upp dyrnar. Spegill. Ekkert nema stór spegill. Hún gekk inn. SLAMM! Hurðin skelltist á eftir henni. Hún stökk á hurðina og barði fast. Hún trylltist á hurðinni en gat ekki opnað. Hún settist á gólfið og reyndi að anda hægt, en hugurinn leyfði henni það ekki. Hún byrjaði að kjökra. Hún þagnaði. Hún skreið að speglinum og leit í hann. Hún sá sjálfa sig. Ekkert sérstakt við það. Þegar hún ætlaði að færa sig aftur þurkaðist hún út af speglinum. Hún fór aftur nær. Það var eins og það væri komin þoka inní speglinum. Allt í einu heyrði hún raddir. Það var eitthvað tungumál sem hún skildi ekki. Raddirnar stigmögnuðust og urðu ágengari við Amber, urðu reiðari. Hún hélt um eyrun á sér og öskraði eins og brjálæðingur, ‘láttu mig vera, láttu mig vera!’ Allt í einu heyrði hún eins og það væri verið að sveifla stórri sveðju. Eitthvað skarst í gegnum hana. Brennandi sársaukinn nísti hana að innan…

Móðir hennar kom heim stuttu seinna og fann hana inní kompunni, með risastórt sár á síðunni. Sál Amber fór inní spegilinn og er enn þar. Mamma hennar braut spegilinn og henti honum.