Enn einn rigningardagurinn, ég skil ekki af hverju ég get ekki drullast til að vera aðeins íhaldssamari og halda mig á einum stað. Af hverju semur mér aldrei almennilega við þeim.
Ég fer niður aðalgötunu. Þar er fullt af fólki. Það eru allir með regnhlíf. Af hverju get ég ekki verið með svona. Ég hef alltaf langað til að nota svona gismó. En ég blotna og blotna og ég fer inn í strætóskýli. Fólk starir á mig. Gömul kona gengur upp að mér og heldur einhverju í hendi sér. Hún brosir. Hún teygir út handlegginn. En það sem hef gert að venju er að hrista mig duglega þegar ég blotna. Ég hristi mig og konan öskrar og rennblotnar. Allir glápa á mig. Ég fer rólegur í burtu.
Ég fer í almennigsgarðin. Allt er rennandi blautt og gráu skýin raða sér þétt og snyrtilega út um allan himinin. Úr þeim hrynja síðan frumefnin vetni “H²” og súrefni “O” öðru nafni Vatn “H²O” eða kannski bara rigning. Vindurinn segir líka sitt í þessum almenningsgarði og kælir óþarflega snöggt á mér nefið.
Mér er kalt. Síðan sé ég útigangsmann þarna. Ég hleyp til hans og leggst hjá honum. Hann leggur höndina á bakið á mér og byrjar að strjúka upp og niður. Fólk glápir á okkur. Eftir þessi orðalausu samskipti stekk ég upp og hleyp aðeins út um allt og nudda mér utan í eins mikið og fólk og ég get. Fólk tók þessu misvel. Ég sá svo loks eina leggjalanga skvísu í pilsi. Þrátt fyrir þetta ömurlega veður var hún í pilsi. Ég geri mér lítið fyrir og kíki undir það. Hún öskrar og gengur hratt í burtu.
Síðan kemur gömul kona að mér og segir mér að vera ekki svona úti í þessu veðri. Hún fer með mig heim til sín.
Þegar inn er komið finn ég notalega og hlýja lygt. Mér líst vel á þennan stað. Síðan gelti ég og hugsa svo með mér að haldast hérna.
“Voff Voff”