ÞRÍÞÁTTUNGUR
Örsaga eftir undirrataðann


Á sóluböðuðum vordegi, þungt hugsi, gekk framármaðurinn og auðjöfurinn Jóhann J. Johanzen eftir skuggsælu Austurstrætinu. Það var auðséð – úr hundrað metra fjarlægð - að á þessum manni hvíldi sig áhyggja.
Hann var nýút kominn af stjórnarfundi - sinnar stærðstu steipu – þar sem ákveðið hafði verið að fækka stöðum hjá fyrirtækinu, svo um munaði, vegna slæmra afkomu þess á undan gengnum misserum. En það var ekki það sem átti hug hans. Og ei var það það að kona hans var að verða æ dýrari í rekstri, með óþrjótandi flóði krafna um stærri hús, nýrri Benza, flottari kjóla og fleiri skótaupara. Nei honum var starsýnt á ógnarstóru vömp sína sem stóð hálfum metra framar mjóhriggnum og huggsað til háútgjalda hjákonu sinnar og hví hún væri hætt að svara orðsendingum hans og símtölum. Hann sem hafði gefið henni allt of nú var hún ábyggilega stungin af með ungum flottum gæja. Hann sem hafði á svo sanngjarnan og heiðarlegan hátt fjárfest í henni; gefið henni flotta skrautíbúð og góðum stað, glæsilega skartgripi og óstöðvandi flæði peninga í feitu-plast-formi. Já þennan mikkla mann var byrjað að gruna að kanski væri ekki hægt að fá allt keipt fyrir peningin; nema kanski, að hann væri betur á sig kominn líkamlega huggsaði hann og grábölvaði um leið tánknum ofvaxna sem undir dýra-ullarfrakkanum lá í feitum makindum.

Neðar í Austurstrætinu, þar sem sólin skein á smá gangstéttarblett, lá ógæfumaðurinn og betlarinn Hr.Eplakjarni, baðandi sig í hlýum vorgeyslunum, óétinn til þriggja daga. Hann var stoltur maður og lítið gefin fyrir betl og ölmussur. Hann hafði haft það fyrir vana að éta úr tunnum aftan við stórverslanir en orðið af því veikur mjög og var nú í leit annara fæðuleiða. Hann hafði áður hvílt sig á sambærilegum stað með sixpensaran fyrir framan sig og höfðu þá ímsir hent í hann smámyntum, en verið svo fjarlægður af því fyrirbæri sem hann fyrirleit svo mjög að það jaðraði við hatri; nefninlega löggið, “svínin”, “þrælana” eða “heilalausu mannleysingjana” ef við notum hans orð yfir hina göfugu verndara lagana.
Hann var ný búinn að koma sér fyrir þegar rekur augun í Jóhann J. Johanzen – stóra, feita, vel klædda hvalinn þann – silast fitumannalega í átt sér. “Þessi maður hefur ábyggilega aldrei misst úr máltíð og hefur vafalaust efni á að aumka sér yfir svo ólánsömum manni, sem ég er, með nokkrum aurum”, muldraði Hr.Eplakjarni með sér tannlausu muldri.
Jóhann kom einnig auga á þessi untangarðsaugu sem störðu á hann uppúr útflettri líkamsklessunni sem lág þarna spölkorn fyrir framan hann á gangstéttinni. Hann víkur frá hégómalegri huggsun sinni um stund og huggsar með sér: Mikið ægilega er nú orðið sóðalegt hérna. Hann staðnæmist fyrir framan Hr.Eplakjarna og tveir heimar klessukeirast í gegnum miskilið augnsamband. Hr.Eplakjarni starir upp á þennann mikkla mann með þetta mikkla yfirvaraskegg og huggsar: Ætlar hann að stara á mig í allan dag eða veita mér frelsi frá smán minni, skilja eftir smá pening og fara svo, svo ég getir sjálfur farið. Hinn starir á eithvað viðurstiggilegt, eithvað ómannlegt og ónáttúrlegt, eithvað mishepnað millibilsástand milli lífs og dauða og huggsar: Ætlar einginn að þrífa þennann bölvaða sóðaskap uppúr jörðinni.
“Hví tekur ekki mynd, hún endist leingur!”, segir Hr.Eplakjarni á endanum og rífur þögnina.

Ljóska, ung kona sem labbar þar fram hjá, heyrir þessi orð og sér tvo menn starast í augu, hún heldur áfram leið sinni í bankann.

Undirritaður.