Markús vaknaði upp á yndislegum desember morgni, úthvíldur og glaður. Hann lá um stund og brosti upp í loftið, en brosið breyttist fljótt í kaldhæðnislegan hlátur þegar hann áttaði sig á því að hann þyrfti að fara að vinna strax þennan morgun. Hann sast upp í rúmið, leit út um gluggann og furðaði sig á því hvað það var bjart, miðað við tíma árs og dags. Hann leit á klukkuna og öskraði upp yfir sig “voddafökk mahrr!..” klukkan var orðin ellefu mínútur yfir tíu, og átti hann að mæta í vinnuna klukkan ellefu og vaknaði yfirleitt í kringum átta. Hann bjó í Garðarbæ, og vann í fatabúð í Kringlunni, og þurfti að taka þrjá strætóa til að komast á leiðarenda, og tekur ferðin yfirleitt klukkutíma.

Hann dreif sig í föt, tók kókdós úr ísskápnum og hljóp út á stoppustöð. Á leiðinni muldraði hann “..Páll rekur mig.., ég er alltaf of seinn og hef fengið milljón sénsa..!”
Páll, yfirmaður Markúsar, var sómamaður og reglusamur. Hann var einn af bestu vinum föðurs Markúsar, sem lést þegar Markús var 15 ára. Í dag var Markús 25 ára einstaklingur, sem lifði í 56 fermetra leiguíbúð og spilaði á básúnu í ballhljómsveit. Hann vann 20 tíma á viku í fatabúð til að eiga fyrir mat og leigu en hataði vinnuna sína, alltaf þegar hugsanlegur viðskiptavinur gekk inn gerði hann grín að honum og hló innra með sér á meðan hann sleikti hann upp og valdi á hann föt, sem Markúsi fannst ljót, en þóttist líka.

Þegar strætó-inn kom að Markúsi var hann ánægður, og fullviss um að ná í tæka tíð, með smá heppni að sjálfsögðu. Hann gekk upp í strætó-inn, bauð góðan daginn og smeygði hendinni niður í vasann í von um að finna klink, 220 kr. eða svo. Hann tekur upp 200 kr. og segir með dapri röddu ekki eiga nema 200 kall, strætó bílstjórinn sagði hann ekki geta lánað honum þessar blessuðu 20 kr. því það væri ekki löglegt, hann orðaði þetta mjög pent “..ég get því miður ekki hleypt þér inn góurinn, ég gæti hreinlega misst vinnuna” Markús sagði lágt “..þetta eru skítnar tuttugu krónur, hvar er mannúðin?” bílstjórinn, sem var feitur og með þriggja daga skegg framan í sér, hristi hausinn og sagði Markúsi að koma sér út, Markús sagði verulega pirraður “..þið eruð allir eins!”

Markús gekk að strætóskýlinu, horfði á konu með barn í fanginu gefa barni sínu mjólk í gegnum brjóst sitt og hneikslaði sig á því að fólk stundi þennan sora á almannafæri. Hann tók upp símann og hringdi í Pál, yfirmann sinn. “Páll sæll, Kúsi hérna - ég vildi bara láta vita að ég verð smá seinn, missti af strætó nefnilega..”. Það kom hik á Pál, hann hóstaði í símann, lítil stuna barst frá honum, og hann svaraði “Markús minn, ég nenni þessu rugli ekki með þig. Ég veit alveg hvar þú varst í gær, og hvað þú varst að gera - ef þú verður ekki kominn hingað fyrir tíu mínútur yfir ellefu, þá getur þú kysst þessa vinnu þína bless..” og Markús heyrði Pál skella símanum harkalega.

Markús gekk yfir götuna fúll og leit ekki til beggja hliða. Hann fékk smá ‘flashback’ frá gærkvöldinu þar sem hann sá sjálfan sig dansa bera að ofan við annan karlmann. Hann fann fyrir óþægilegu höggi og opnaði augun. Hann heyrði “..flýtið ykkur með þennan inn á stofu, koma svo! Þið eruð lang flottastir!” Markús gerði sér grein fyrir því hann væri að blanda saman gömlum minningum úr fótboltanum við orð læknisins. Hann heyrði bæði “Áfram áfram, þið eruð bestir”, sem var greinilega komið frá stuðningsmönnum liðsins sem hann spilaði með í fótbolta þegar hann var yngri - og svo heyrði hann líka “Hann missir mikið blóð, gefir mér töng!” sem ruglaðist stundum við “Gefið mér Emm, gefið mér A…Markús!”

-

….Markús minn, Markús minn, vaknaðu. Markús rankaði við sér á spítalanum þar sem móðir hans lá yfir honum. Hann leit á hana og spurði hvað hefði gerst, “Hann Páll keyrði á þig, hann var á leiðinni í vinnuna uppdópaður..”. Markús öskraði upp yfir sig “..ha?!..og hvar er hann núna?” .. “Hann er í afvötnun elskan..”. Markús leit yfir rúmið og var litið strax á sjálfa sig, hann sá að á hann vantaði báða fæturna og eina hendi.

Páll grét lengi. Hann vaknaði daginn eftir heima hjá sér á desember morgni, úthvíldur og glaður og hló. Hann var með báða fæturna og báðar hendurnar - hann sagði glaður … ‘Þetta var bara daumur’

Takk fyrir mig,

Kveðja,
Hrannar Már.