Ohh… miðvikudagar. Þeir voru frekar þægilegir. Ég þurfti bara
að fara í þrjá tíma, eðlisfræði, stærðfræði og dönsku. Mér
gekk vel í eðilis- og stærðfræði, og danskan var skítlétt,
þannig að miðvikudagar voru bara nokkuð unaðslegir. Nú sat
ég í stærðfræðistoufunni og var að pakka saman, bjallan var
nýbúin að hringja.

,,Á að skella sér á árshátíðina?” spurði Pétur, nafni minn, mig.
Við vorum eiginlega alnafnar, ég hét Pétur Örn Ástþórsson,
Hann hét Pétur Örn Arnórsson. Þetta var svona það eina sem
við áttum sameiginlegt, nafnið. Hann var í hljómsveit og var
alltaf kallaður Pési Caps, eftir hljómsveitinni sem kallaði sig
CapsLock. Ég var bara kallaður Pési eða jafnvel Pétur ást.
,,Ja, ætli það ekki bara. Eða, ég veit það ekki. Mér finnst þetta
samt aðeins of dýrt dæmi. 5.000 kall fyrir eina árshátíð.”
Svaraði ég, þó að ég hefði eiginlega verið búinn að ákveða að
fara ekki. Ég átti engann pening. Og svo var víst venja að taka
með sér deit…
,,Já, en Selfoss er the place, mar… Pési þú mætir. Er þaggi?”
,,Kannski” svaraði ég, snaraði töskunni á bakið og gekk út úr
stofunni.


Við sátum í skólasjoppunni, við vorum bæði að vinna þar á
miðvikudögum rétt fyrir hádegishlé og vorum að spjalla
saman
Hún var virkilega sæt. Dökkhærð með brún augu. Hún var
frekar lágvaxinn, en það skipti engu máli, fór henni eiginlega
bara vel. Ég var engan veginn hennar týpa. Hún var svona
opin, átti marga vini og auðvelt með að tala sig inn á fólk. Hún
var alltaf aðalleikkonan í öllum skólaleikritunum og hafði
unnið hæfileikakeppnina árið áður. Nei, engan veginn
eitthvað fyrir mig. Samt gat ég ekki hætt að hugsa um hana.
.
,,Pési, sko ég var eiginlega að pæla… Má ég spyrja þíg að
einu, svona af því að við erum svo r o s a l e g a nánir vinir, og
þú ert svo klár í svona löguðu…” sagði hún á meðan hún
strsuk yfir afgreiðsluborðið með rökum klút.
Ég jánkaði.
,,Eða… æji, ég höndla ekki alveg að spyrja svona beint út… Ég
leik þetta bara fyrir þig.” Svo gerði hún einhverskonar
handabrúður með höndunum sem töluðu samna. Það var
málið með þessa stelpu, hún gat gert svona asnalega hluti
án þess að þeir væru beint asnalegir.
Hún breytti röddinni eftir því sem hún talaði. Ef að hægri
höndin var að tala talaði hún með hárri stelpurödd, en vinstri
hendinni var stjórnað að djúpri karlmannsrödd.

,,Heyrðu, Pési, ég var að pæla” sagði hæfri höndin með
skæru röddina ,,hvort þú ætlaðir á árshátíðina?”

,,Ja, ég var að hugsa um það… en þú,, svaraði vinstri höndin.

,,Já, eða sko, ef einhver bíður mér skiluru? Ekki ætla ég ein”

,,Ehh… já, ég er einmitt ekki kominn með deit ennþá…”

,,nú, í alvöru?” sagði hægri höndin sem byrjaði svo að blístra í
smá stund. Svo hætti hún;
,,Hei, Pési ég er með frábæra hugmynd…”

,,Nú?”

,,Já… fyrst þú ert ekki með deit og ekki ég heldur…”

,,Já”

,,Þá gætum við kannski… kannski… ehh… kannski”

,,Já?”

,,já kannski bara farið saman!”

,,Hei já, geðveikt góð pæling” svaraði vinstri höndin. ,,Sjáumst
við þá ekki bara í rútunni?”

,,Jújú” svaraði þá háa röddin.


Hún lét hendurnar niður. Vá glætan, hugsaði ég. Glætan.
Hún er að bjóða mér út. Ég trúði þessu ekki.

,,Þannig að ég var að pæla,” hélt hún áfram með sinni
venjulegu rödd, ,,finnst .þér að ég eigi að þora að bjóða Pésa
Caps á árshátíðina?”

****
Já, hvað finnst ykkur? Frekar sleezy kannski…
kveðja
Inga Auðbjörg