Ég vaknaði frekar snemma. Ég settist upp en rak þá hausinn í eitthvað og skært ljós skein beint framan í mig. Ég varð ergiilegur og hugsaði að ég þyrfti að fara að láta færa þetta ljós. Ég teygði mig letilega að ljósinu og slökkti það. Svo lá ég bara í rúminu, horfði eitthvað út í loftið og hugsaði. Ég er ekki alveg viss um hvað ég var að hugsa um, eflaust um ekki neitt, ég sat bara og starði út í loftið, á pínulítinn svartan blett á loftinu. Ég velti smá stund fyrir mér hvað þetta gæti verið en nennti því svo ekkert lengur. Það var alveg þögn í húsinu og það heyrðist ekki hljóð. Ég lá þarna kyrr og naut kyrrðarinnar. En allt í einu rauf vekjaraklukkan þögnina. Mér krossbrá og hrökk upp, og það munaði minnstu að ég hafði rekið hausinn aftur í ljósið. Svo varpaði ég öndinni léttar og teygðist hendina að skrifborðinu þar sem vekjaraklukkunni var áætlað að vera. En hún var ekki þar. Ég leitaði að henni út um allt. Ég fann hana svo loksins undir rúminu mínu. Ég slökkti á henni, setti hana aftur á skrifborðið og geispaði. Ég leit á klukkuna. Hún var ekki nema 7. Ég hafði alveg vaknað við leitinna að klukkunni.
Ég brölti hægt og rólega á fætur. Mér sortnaði fyrir augu þegar ég stóð upp en ég var orðin alvanur því svo ég gekk bara hálfblindur að fataskápnum. Ég reif einhver för út úr honum, klæddi mig í þau og rölti í svefnþrunganum inn í eldhúsið. Ég náði mér í brauðsneið og kókómjólk. Svo settist ég við eldhúsborðið og nartaði í þennan eintóma morgunmat minn. Pabbi var eins og vanalega ennþá alveg steinrotaður. Hann var ekki vanur við að vakna nema 5 mín áður en hann átti að mæta í vinnuna, sverfnpurkan sú arna.
Þegar ég var búin að borða rölti ég aftur inn í herbergi. Ég kastaði mér í rúmið og lá þar eins og gömul smjörklessa. Ég hfaði vaknað óvenju snemma og vissi ekkert hvað ég átti að mér að gera.
Ég leit á skrifborðið mitt. Þar sá ég bókina ’Hvað er málið?’ sem ég hafði fengið í jólagjöf, fyrir mörgum mánuðum, en ekki dottið í hug að líta í. Núna greip ég hana samt. Það sakaði nú ekki þótt ég hafði heyrt ýmsilegt ófallegt um hana.
Ég las hitt og þetta. Svo kom ég að kaflanum ’Hallærislegir foreldrar’. Ég kimti í barminn og las þann kafla vel og vandlega nokkrum sinnum. Svo andvarpaði ég. Hann var varla neitt merkilegur. Svo kom langur kafli sem hét ’Að vera saman’. Hann fannst mér frekar áhugaverður. Einkum vegna þess að í byrjun kaflans var mynd af svarthærðum, bláeygðum strák með rauðhærða, bláeygða stelpu í fanginu. Ég reyndi að muna eftir einhverri rauðhærði steplu sem ég þekkti, en ég mundi ekki eftir neinni. Þá flétti ég yfir nánast það sem eftir var bókarinnar.
,,Gott samband, Ástarsorg, Kynþroski, að eiga barnið, heilsan, svefn, fikniefni, skólaleiði” muldraði ég. ,,Fuss” Svo lokaði ég bókinni og setti hana aftur á borðið. Ég andvarpaði. Ég ákvað að stilla vekjaraklukkuna ekki á að pípa klukkan 7 morguninn eftir. Mér hundleiddist enda ekkert að gera. Ég hallaði mér smá stund út af og lá bara og hugsaði. Ég horfði bara á vegginn lengi vel. Samt hafði ég ekkert að hugsa um. Allt í einu fannst mér ég verða undarlega þreyttur, lokaði augunum og sofnaði strax.
Allt í einu hrökk ég upp. Fyrst var ég alveg ringaður en eftir smá stund áttaði ég mig á því að ég hafði sofnað aftur. Ég leit á klukkuna. Hún var hálf 9. Ég spratt á fætur og reif í töskuna mína. Svo potaði ég aðeins í pabba áður en ég henntist út. Ég böl*aði sjálfum mér í hljóði fyrir að hafa sofnað samtímis og ég hljóp eins hratt og ég gat út götuna.
Að lokum kom ég svo upp í skóla. Ég var allt of seinn. Ég náði í bækurnar í skápinn og henntist að skólastofunni.

Ok svo ætla ég svona að taka það fram að þetta er ekki auglýsing fyrir ‘Hvað er málið?’ eða neitt þess háttar. Og ég hef alls ekkert á móti henni en þetta er líka bara skáldsaga.

Takk fyrir mig..
Kv. Endla =)=)
“There's no ”I“ in team. There's a ”me“ though, if you jumble it up”