Hann var alveg fjallmyndarlegur. Hávaxinn með ljóst hár og
blá augu. Hann var einhvernvegin sá sem mig hafði alltaf
dreymt um. Við höfðum kynnst honum og félögum hans í
dalnum morugunnin sem við komum, hlaðnar útilegubúnaði
og áfengi eftir að hafa nauðað í mæðrum okkar um að mega
fara. ,,En mamma, þá fá ALLIR að fara. Og þetta er nú bara til
Vestmannaeyja. Það er nú ekkert svo langt í burtu.”
Hann var alltaf að gefa mér auga. Ég var svo upp með mér.
Ég hafði aldrei verið sú í vinkvennahópnum sem var vinsæl.
Besta vinkona mín var sú sem var alltaf með einhverjum
strákum. Ég hafði aldrei verið með neinum. Við skemmtum
okkur stórvel allan daginn, við vinkonurnar þrjár, sextán ára frá
Reykjavík, og hann og strákarnir, aðeins eldri, ég vissi aldrei
hvar þeir bjuggu. Hann kunni á gítar og söng svo vel. Við
sátum í brekkunni og spiluðum þjóðhátíðarlagið og sungum
með. Seinna um kvöldið vorum við allt í einu bara tvö ein,
sitjandi í appelsínugula TAL-tjaldinu sem við stelpurnar
höfðum splæst í fyrir ferðina. Við sátum bara og spjölluðum.
Hann sagðist vilja vita allt um mig og ég sagði honum upp og
ofan af mínu lífi. Hann hlustaði af athygli á allt sem hann
sagði. Hann gaf mér líka að drekka. Hann átti einhvern svona
ávaxtabjór sem ég hafði aldrei smakkað áður. Hann var mjög
góður. Venjulega drakk ég ekki mikið, mér fannst bjór ekki
bragðgóður, en þarna þambaði ég mjöðinn úr litlu
glerflöskunum og hann rétti mér alltaf nýja flösku um leið og
ég var búin að tæma þá fyrri. Við spjölluðum um allt milli
himins og jarðar og ég fann að ég var að verða bálskotin í
honum. Ég fann reyndar líka að ég var að verða ansi drukkin
og fannst það bara ótrúlega gaman. Ég gat sagt
einhvernvegin allt, allt við hann. Hann var svo frábær. Þegar
hann kyssti mig leið mér unaðslega. Ég hafði aldrei verið
kysst áður og mér fannst eins og væri að uppgötva nýja
veröld. Hann byrjaði að strjúka mér og mér fannst það
þægilegt en reyndi samt að stoppa hann. Ég sagði við hann
að ég væri ekki tilbúin, vildi ekki hafa þetta svona, í tjaldi á
einhverrri útihátíð. Hann hlustaði ekki. Ég reyndi að tala hann
til en hann vildi bara ekki hlusta og togaði niður um mig
appelsínugulu pollasmekkbuxurnar. Ég reyndi að öskra en
gat það ekki því að hann hélt með annarri hendi yfir munninn
á mér. Ég trúði ekki að þetta væri að gerast. Ömurleikinn
heltist yfir mig. Hann var búinn að toga niður um mig
nærbuxurnar og nú þröngvaði hann sér inn í mig. Þessi
svíðandi sársauki þegar holdið rifnaði. Þegar hann réðst inn í
mig. Hann þurfti ekki að halda höndunum á mér niðri lengur.
Ég var algerlega stjörf. Ég hefði ekki getað barist á móti þó ég
hefði viljað. Hann hristi sig og skók, upp og niður, aftur, aftur
aftur…. Svitinn af líkama hans klíndist á mig og hann andaði
framan í mig. Andardrátturinn varð alltaf hraðari og hraðari.
Að lokum var hann búinn að ljúka sér af. Hann dæsti og velti
sér af mér. Hann lagðist ofan á svefnpokann minn og tók upp
sígarettupakka. ,,Þú varst æðisleg, litla saklausa stúlkan
mín…” sagði hann á meðan hann kveikti sér í sígarettu. Hann
blés framan í mig þykkum reyknum þar sem ég lá og starði út
í loftið, með brimsölt tár á vanganum.
Ég sá hann aldrei framar eftir þetta.

Mér hafði alltaf þótt gaman að leika við píkuna mína. Nudda
snípinn og finna hvernig fullnægingin helltist yfir mig og
alsældarþreytan tók völdin. Eftir þetta snerti ég hana ekki
lengur. Ég reyndi það einu sinni, svona ári eftir atburðinn.
Um leið og ég snerti á mér snípinn gubbaði ég. Ég ældi yfir
sængina mína og koddan. Síðan þá hef ég ekki snert mig.
Enginn fær að gera það. Lokað og læst, hingað fer enginn inn.


++++++++
Ég er mjög opin fyrir gagnrýni þannig að gjössovell:
Ureka! This time Christmas will be ours!