Það sem auðgar tilveruna er sennilega það fólk sem maður hittir og vekur áhuga manns, allavega get ég ekki hugsað mér skemmtilegri afþreyingu en þá að hlusta á heimsmyndir annara, sem sjá og túlka heiminn öðruvísi en ég. Allavega svo ég hafi ekki innganginn of langan eins höfundar hneigjast oft ósjálfrátt til þá fór ég á kaffihús(eins og svo oft áður), ég hef nefnilega þann leiðindar ókost sem er að ég get bara ekki lært heima hjá mér. Ég var nefnilega á leið í sögupróf(miðaldarsögu). Þarna sat ég á þessu kaffihúsi sem var eiginlega rangnefni, því þetta var nú meiri bar heldur en hitt, spilakassar voru þarna í einu horninu og unnu hörðum höndum að því að mynda eitthvert sálfræðilegt ferli til þess að skilyrða spilanadann og tókst bara nokkuð vel til því annað slagið heyrði ég kassana spýta útúr sér afrakstrinum (samt var spilandinn ávallt í tapi). Ég gluggaði í námsbækurnar sem voru nú ekki mjög skemmtilegar, eingöngu upptalning á ártölum og nöfnum sem við urðum að leggja á minnið. Ég gafst upp á þessu klóri mínu og legg líf margra manna til hliðar og ákveð að nú skuli ég lesa það sem mun vera skemmtilegra, og dreg upp hina merku sögu Fávitann eftir Dostajevskí (rússneskar bókmenntir eru það sem fanga hug minn fullkomlega nú um þessar mundir). Er ég hafði lesið í smátíma þá lít ég upp úr bókinni til að svara spurningu eins manns sem var þó á nokkuð óræðnum aldri, með sveipmikið hár og góðlátlegt andlit. Augu hans voru fljótandi og dreyminn þannig greinilegt var að hann var kominn í glas. Hann spyr mig kurteisislega hvort hann megi aðeins glugga í bókina, er ég leit á hann og sá að hann var hálf rónalegur í flauelisbuxum og í jakka sem einhvern tímann var hluti af jakkafötum, þá um leið dæmi ég hann sem bölvaðann ógæfumann og leist ekkert á það að lána honum bókina, en gerði það þó(veit ekki hvers vegna). Hann gluggar aðeins í henni og segir síðan “já” eins og hann hafði uppgvötað eitthvað rosalegt, síðan réttir hann mér bókina aftur og þakkar kurteisislega fyrir. Ég horfi á hann og var ekki alveg sáttur við tilgangsleysi þessarar uppákomu og spyr hann til nafns, hann kynnir sig sem Ragnar, og ég spyr hvort hann hafi lesið þessa bók og hann jánkar því nú en bætir þó við að það sé nú orðið nokkuð langt síðan. Ég varð náttúrulega að spyrja hann hvort hann hefði nú eitthvert dálæti á þessum gömlu sósialísku skáldum og hann kvað svo vera þannig ég spyr (í öllum mínum menntahroka) hvort hann kannaðist við fútúríska skáldið majakovskí? Augu hans lýstust upp eins og hjá litlu barni sem er að fá nýtt leikfang og spyr mig hvort ég hafi lesið Ský í buxum eftir majakovskí, ég varð hinsvegar að játa mig sigraðan því það hafði ég nú aldrei gert þó svo að ég hafi nú ætlað mér það lengi (en það var nú heldur léleg afsökun). Við byrjum þó að tala saman um stjórnmál og þau heimsmál sem voru nú helst á döfinni akkúrat þá og kom hann iðulega með barnalegar lausnir við því, en svo berst talið aftur að skáldskap og réttir hann mér þá bók sem var ljóðabók sem var saminn í dróttkvæðahætti, las ég eitthvað brot úr henni og fannst nokkuð mikið til hennar koma og ég spyr hvað hann heiti nú fullu nafni en hann var nú ófús að gefa það upp. Ég spyr hver það sé nú sem gefi hann út og segir hann að það geri hann nú sjálfur, út frá því myndast umræður um ríkisstyrkta list og þá fáránlegu staðreynd að Árni jhonsen erkifáviti og holdgerfingur “ekki menningar” sé formaður menningarnefndar, en þá byrjar skáldið: já Árni, ég man þegar ég gisti í Hvergagerði eitt sinn, þá í tjaldi, þá leituðu rotturnar alltaf stanslaust uppúr læknum og inní tjaldið mitt, hundarnir höfðu hinsvegar vit á því að halda sér úti, þá uppgvötaði ég það að þessar rottur hlutu nú að vera þrjúhundruð ára gamlar sálir, já Hveragerði, furðulegur bær, börnin voru rammskyggn og gátu ferðast í loftinu án vængja. Á þessum tímapunkti var ég að átta mig á því að þetta skáld eins og mörg önnur var ekki heilt á geði, en þó merkilega fróður maður, hann útskýrði fyrir mér hvernig stjörnurnar lægju í dag og sagði: árið 2009 þá mun vatnsberinn ganga útúr stjörnuhringnum en þá væru akkúrat 1000 ár frá njálsbrennu, og hló hann vel og lengi að kaldhæðninni, sem og ég var ekki að ná fullkomlega. eftir gott spjall mikið af kaffi og sígarettum þá þakka ég honum vel fyrir (og leitaðu þér hjálpar við geðveilunni hugsaði ég) og sagði að ég vonaðist til að hitta hann aftur (én var þó að ljúga)Hann tók vel í það(og var augljóslega mjög hrifinn af því að einhver nennti að sýna honum áhuga) og gaf mér í kjölfarið ljóðabók sína sem hafði kaffifar á sér en jafnframt mjög eiguleg bók.
Ég fór svo heim til mín og las bók hans sem var nú svo sem ekkert meistaraverk, en ég hefði nú varla geta gert betur sjálfur. Öll bókinn var í raun óður til einhverrar konu sem hafði aldrei elskað hann á móti, en það er líka það eina sem þessi skáld virðast nærast á.

Þrem mánuðum síðar þegar ég flétti í gegnum moggan (snilldar rit) þá rek ég augun í dánarfregn þar sem mynd var af þessu skáldi, hann var það ungur þannig ég áleit að hann hefði eflaust tekið sitt eigið líf. Greinin var stutt og fátækleg, kannski af því að á hinni síðunni var eitthvert fyrirmenni sem virtist taka allt pláss, þannig nokkrum meðalljónum hefur verið þjappað á eina síðu, ég rek þó augun í þá staðreynd að útför hans átti að fara fram þennan sama dag. Ekki það að ég hafi mjög gaman af jarðarförum þá sá ég mig samt knúinn til þess að votta þessum manni virðingu mína (enda mjög áhugaverður í alla staði). Ég mæti í kirkjuna og sé að það eru einungis nokkrar hræður á stangli sem sitja í útförinni, og ég geng út og spyr meðhjálparann sem stóð í dyrunum hvort það sé örugglega ekki verið að jarða Ragnar hér, hann kvað svo vera, þannig ég sest inn. Presturinn kemur með gömlu góðu ræðuna um það hversu mikill dáðadrengur hann Ragnar hafi nú verið (án þess að vita nokkuð um það) og les svo eitt af hans ljóðum sem hét Dróttkvæðapassía, kona ein situr á bekknum fyrir framan mig og sýnir engin viðbrögð, eftir að athöfnin er búinn þá geng ég til hennar og spyr hana um nafn, hún kynnir sig og segist heita Guðrún (sama nafn og manneskjan í ljóða bók hans Ragnars bar)ég spyr í forvitni um tengsl hennar við Ragnar og hún svarar að tengsl hennar voru einungis þau að hún hafði ávallt elskað hann, en sökum þess að hann var ekki eins og flestir aðrir þá hafi hún hafnað honum sem manni sínum fyrir langa löngu, svo hafi hún fundið annan leiðinlegan mann sem skaffaði vel fyrir fjölskylduna og hana en naut þó ekki ástar hennar. Hún bætti svo við að hún ætti börn með vitlausum manni(hún var greinilega harmi lostinn yfir sóun hennar á lífi sínu). Ég horfði á hana með meðaumkun og mundi síðan að ég hafði tekið bókina sem skáldi gaf mér með mér, ég ákvað í allri minni vorkunn að gefa henni bókina, og sagði að ég héldi að þessi bók væri skrifuð til hennar, ekki mín. Hún tók við bókinni og leit inní hana og byrjaði að tárast. Hér stendur til Guðrúnar, sagði hún og sýndi mér, ég varð steinhissa því aldrei hafði ég séð þetta skrifað (stóð á fystu blaðsíðunni skrifað með penna) fyrir neðan stóð svo skrifað innan sviga “vona að strákurinn hafi komið þessu til þín” ég varð furðu lostinn að uppgvöta það að ég var ekkert annað en sendiboði skáldsins, skáldið sem missti sig útí einhverja geðveiki af og til. Í þungum þönkum um það hvernig skáldið hafi vitað þetta fyrir þá kveð ég konuna (ánægður þó að hún skuli hafa fengið skilaboðinn)og geng á brott og lýkur þá þessari sögu minni um þennan merkilega mann, skáldið Ragnar, kvalinn af ást knúinn áfram af geðveiki og ást hans á kveðskap.

Mír.