“Herra snjóflóð” - Smásaga eftir Hrannar Má.

-
….ég var síðasti maðurinn á jörðinni. Móðir mín hét Stefanía og faðir minn Ólafur - þau voru bæði látin. Þegar ég var 25 ára gamall reið yfir bæinn minn snjóflóð, og tók það alla sem ég elskaði. Ég vaknaði friðsamlega um morguninn, ásamt föður mínum og móður, dóttur minni og eiginkonu. Við áttum heima á stóru býli rétt fyrir utan Súðavík. Um kvöldið sofnaði ég einn; þau voru öll látin.

Ég fékk leið á einverunni og fólkinu sem gekk framhjá mér og forðaðist að horfa á mig, en sagði síðan “..Ég samhryggist Karl minn..” og eftir mikla íhugun og rifrildi við minn innri mann, eina manninn sem hlustar á mig af alvöru, fluttist ég til Reykjavíkur; ég var viss um að eitthvað myndi gerast, eitthvað sem myndi breyta lífi mínu. Ég átti nóg af aur og ákvað að kaupa mér alvöru hús í down town Reykjavík - nálægt tjörninni, en samt ekki of nálægt. Það var ekkert innflutningspartí haldið, því hver átti að mæta? .. ég átti bara einn vin á lífi, hann Einar - en hann er í Danmörku einsog er, og hefur verið þar í nokkur ár.

Oh.. ég man þegar við Einar vorum litlir, hvar við lékum okkur saman - þá var gaman. Þegar maður var 12 ára urðu allir draumar að veruleika, og engar voru áhyggjurnar. Einar var Steinsson, fæddur og uppalinn í Súðavík - í húsinu við hliðina á mínu húsi. Faðir Einars, hann Steinar, missti aðra höndina í vinnuslysi fyrir nokkrum árum. Hann og Einar voru úti á sjó og Einar gleymdi að binda seglin niður með þeim afleiðingum að faðir hans tapaði sinni hægri hendi. Einar missti foreldra sína í flóðinu, en hann kom ekki heim í jarðaförina né minningarathöfnina - ónei - hann er víst of upptekinn við að spila tölvuleiki blessaður.

Nokkrum dögum eftir að ég kom í bæinn keypti ég minn fyrsta bíl, Subaru Impreza - hvítan með spoiler og öllu. Ég leit út eins og 17 ára strákur, nýkominn með bílpróf og með FM957 á fóninum - “..feitt skita!..” hugsaði ég og keyrði um bæinn. Ég átti allt : sófasett, tölvu, sjónvarp, glæný húsgögn og nýlegt hús - en ég hafði ekki neinn til að deila þessu með. Loksins var nettengingin mín komin í lag. Ég fór að hanga á netinu daginn út og daginn inn - ryk féll á bílinn og sjónvarpið, nú var það tölvan sem réð ríkjum í heimi Kalla.

Nokkrir mánuðir liðu. Ég fór bara út til að kaupa nauðsynlegar vörur, mat og gotterí. Ég sat dag og nótt í tölvunni - var stundum í sömu fötunum viku eftir viku og svitnaði og svitnaði. Nafn mitt í netheiminum var “Mr. Snow Avalanche”, sem passaði á sinn hátt við mig og mitt líf til þessa. Það er frekar sorglegt að segja frá því, en ég byrjaði að kynnast fólki í gegnum netið. Ég var alltaf mjög laginn við að kynnast fólki, en ekki þegar ég var einn og yfirgefinn í Reykjarvíkinni - núna kynntist ég fólki á internetinu.

Ég ætla ekki að nefna leikinn sem ég spilaði, en ég gekk í nokkur lið og mætti á lan-mót. 27 ára gamall maður á lan-móti, umkryngdur unglingum. “..Hvar fá þessir unglingar peninga fyrir þessum tölvum?” ég hneikslaði mig á þessu en áttaði mig fljótt á að þeir áttu allir pabba, eða mömmu - en ekki ég. Ég var unglingur í líkama 27 ára manns. Ég hætti nú samt að spila þennan asnalega tölvuleik þegar peningarnir voru að klárast og bíllinn tekinn af mér - þá tók föðurtýpan við.

Þegar ég bjó á Súðavík var ég í góðri vinnu sem lögregluþjónn. Strax og ég kom í bæinn sótti ég um vinnu hjá Lögreglunni í Reykjavík, en enga vinnu var að fá. Ég tók því að mér vinnu hjá símafyrirtæki sem þjónustufulltrúi. Ég var maðurinn sem þú talar við ef þú ert í vondum málum sb. nettengingu - ábyggilega eitt leiðinlegasta starf sem ég gæti fundið þar sem ég var bæði reyndur lögreglumaður og með prófgráðu í hagfræði. Einn daginn - tveimur árum eftir snjóflóðið, þegar ég er að labba heim frá Mc'Donalds sem var við Austurstræti, gekk að mér maður. Hann sagði við mig “..Karl, Karl Ólafsson, ert þetta þú?” .. ég leit á manninn “..Já, Karl heiti ég. Á ég að þekkja þig?” hann horfði vingjarnlega á mig og sagði “..Þetta er ég Kalli minn..Þetta er ég, Einar..” ég varð himinlifandi - Einar karlinn bara kominn alla leið frá Danmörku.

Einar sagði mér frá sínum málum í Danmörku. Konan hans, Guðrún, hélt framhjá honum með LuBen - samstarfsmanni hennar hjá sundlaug í Danmörku og Einar ákvað að koma heim. Einar var í rusli andlega - en djöfull var hann nú samt góður í tölvuleikjum og vissi margt um tölvur. Einar kenndi sér auðvitað um að konan hafi farið framhjá honum, “Ég sinnti henni bara ekki nóg!” sagði hann.

Einar flutti inn til mín, enda átti ég risastóra íbúð - alltof stór fyrir einn mann, og skemmtum við okkur saman. Við eyddum öllum frídögum í tölvuleiki og fyrr en varir var ég kominn aftur inn í vef tölvuleikja. Ég reyndi og reyndi að komast út, en það gekk ekki eftir. Ég missti vinnuna hjá símafyrirtækinu og svo stuttu eftir íbúðina.

Einar keypti hana af mér og henti mér út - bölvaður ræfill. Ég hélt ég ætti einn vin í alheiminum, en þetta sýndi hverjir voru vinir mínir og hverjir ekki. Einar 1, Kalli 0. Ég hoppaði milli leiguíbúða - það eina sem ég átti var kassagítarinn minn og tölvan - og allt sem fylgdi henni.

En fyrir nokkrum mánuðum skein sólin inn í líf mitt. Ég kynntist konu, frábærri konu sem ég elska meira en lífið sjálft. Ég myndi gera allt fyrir hana Helgu, allt. Ég hef lent illa í því, en er loksins kominn á réttan fót. Ég á í dag bíl, bý með Helgu í einbýlishúsi í Grafarvogi og hef gaman af lífinu með henni ….. aðeins Guð veit hversu lengi það endist.
-

Kv,
Hrannar Már.