Við félagarnir ég (Danni), Palli, Siggi og Gunni, okkur hafði alltaf langað að spila í hljómsveit, búa til tónlist og verða kannski þekktir eða jafnvel frægir.
Þegar við vorum aðeins tíu ára gamlir eða í 5.bekk vorum við aðeins að byrja að spila á hljóðfæri og stofnuðum hljómsveit. Hún hefur heitið mörgum frumlegum nöfnum: B46, Kasrem republicanus, 100 % fatso en loksins þrem árum seinna eða þegar við vorum í áttunda bekk (föttuðum) við rétta nafnið. Það gerðist þannig að við vorum heima hjá Gunna að horfa á video. Þetta var frekar leiðinleg mynd um einhvern geðveikan fýr í framhaldskóla í Bandaríkjunum sem æfði í þokkabót sund! Sem sagt frekar leiðinleg mynd svo ég fór að hlusta á ferðageislaspilarann sem ég var með í vasanum. Það lágu duracell battery á borðinu hjá Gunna og tækið mitt var af gerðinni casio og við vorum að horfa á einhverja geðveikismynd. Þannig að ef þú blandar öllu saman færðu pottþétt nafn Duracas Paranodi! Ég sagði strákunum frá þessu hugboði og þeir urðu strax hrifnir.
Á næstu æfingu byrjuðum við að reyna að klóra fram eitthvert sæmilegt lag því við stefndum á músíktilraunir 2002 og þá þurftum við að semja eitthvað gott lag til þess að eiga einhvern (séns) á að vinna. Það var til mikils að vinna, þeir sem vinna fá plötusamning og aðstöðu til að taka upp nokkur lög og allt sem því fylgir. Palli kom með alveg ágætis laglínu sem við sömdum utanum. Þegar æfingin var búin vorum við nokkurn veginn búnir að ljúka við lag og það meira að segja dálítið gott. Við ákváðum að hittast snemma næsta dag og klára þetta þvílíka tónverk okkar. Þar sem við erum í sumarfríi ákváðum við að hittast klukkan 11 í bílskúrnum heima hjá mér. Við lukum við að semja lagið og þá áttum við bara eftir að semja textann. Það finnst mér ótrúlega auðvelt svo ég tók það að mér. Við fórum þennan dag niður í bæ að skoða hvort það væru komnar einhverjar tilkynningar um hvert ætti að skila lögum fyrir Músíktilraunir. Það hékk stórt plakat inn í Dogma, þar sem sagt var að það ætti að senda lögin til Tónabæjar fyrir 1 júní. Það var bara 15. maí svo við höfðum tvær vikur til að semja texta og fínpússa lagið. Eftir aðeins þrjá daga var textinn kominn og þá var nú byrjað af fullum krafti að æfa lagið svo það var orðið alveg pottþétt eftir aðra viku. En nú voru aðeins þrír dagar þangað til fresturinn yrði útrunninn. Við drifum okkur því þangað og skiluðum laginu. Ung kona tók á móti okkur og sagði að við yrðum látnir vita hvenær við ættum að keppa í undankeppninni.
Þrem dögum seinna vorum við látnir vita að við myndum keppa 8. júní. Við æfðum stíft þessa daga fram að undankeppni. Loksins þegar dagurinn rann upp hittumst við heima hjá Sigga og undirbjuggum okkur. Keppnin átti að hefjast kl 8 og tvær af átta hljómsveitum mundu komast áfram. Við mættum klukkan sex og fengum að vita að við værum númer þrjú á sviðið. Þegar keppnin byrjaði kynnti kynnirinn hljómsveitina Vorjóna frá Akranesi. Þegar hún var búin var röðin komin að Firrta eskimóanum. Þá loksins var stundin runnin upp Duracas Paranodi var næst. Við byrjuðum að spila og áhorfendur réðu sér ekki fyrir kæti. Það var augljóst að Duracas Paranodi myndi keppa á úrslitakvöldinu 16. júní. Þegar allar hljómsveitirnar voru búnar fór dómnefndin inn í sérstakt herbergi, en það tók hana ekki nema nokkrar mínútur að ákveða að Duracas Paranodi og Firrti eskimóinn myndu spila á úrslitakvöldinu. Við vorum auðvitað ánægðir en nú var takmarkið bara sett á sigur á úrslitakvöldinu. Við biðum spenntir eftir kvöldinu og þegar dagurinn rann upp höfðum við fund heima hjá mér. Við töluðum um hlutina og fórum svo bara niður eftir og ætluðum að taka þessa keppni með trompi. Það voru sextán hljómsveitir í úrslitunum og vorum við númer tíu. Þegar röðin kom að okkur spiluðum við okkar prógram og fórum svo af sviðinu og biðum eftir að þetta kláraðist. Þegar allar hljómsveitir höfðu spilað fór dómnefndin sem skipuð var af íslenskum tónlistarmönnum inní stórt herbergi og þar beið þeirra erfitt verkefni. Þegar dómnefndin var búin að ákveða sig tilkynnti hún að Duracas Paranodi væri sigurvegari á músíktilraunum 2002. Þetta var ótrúlegt við vorum alveg í sjöunda himni. Þetta kvöld sofnuðum við allir sem stjörnur. Næsta dag ætluðum við að halda uppá afrekið með bíóferð. Palli var dálítið seinn sem var óvenjulegt því hann var mjög stundvís. Hann sagði að Sigurrós hefði boðið hljómsveitinni að hita upp fyrir sig á tónleikum sem þeir ætluðu að halda í London 23.september. Við fögnuðum þessu og æfðum okkur mjög mikið þessa þrjá mánuði sem voru fram að tónleikum. En eitt kvöldið kom mamma inn í herbergið mitt til að tala við mig ég var orðinn mjög spenntur því það voru aðeins ellefu dagar þar til við yrðum frægir. En það ætlaði ekki að rætast mamma kom nefnilega með hræðilegar fréttir. Palli besti vinur minn frá því í leikskóla og bassinn í Duracas Paranodi hafði látist fyrr um daginn í bílslysi. Mér fannst heimurinn einfaldlega hrynja.