Það er fallegur sumardagur. 11 júlí 1999. Ég er á rúntinum með nokkrum vinkonum mínum. Siggu, Ingu og Hildi.
Ég og Sigga erum að fara að þrífa bílinn hennar Hildar, þar sem hann er virkilega ógeðslegur.
Förum á þvottaplanið og ég stekk út og kveiki á vatninu og byrja að þvo bílinn. Þegar ég er loksins búin með verkið, án þess að Sigga hjálpaði, þá er alveg dauðþreytt eftir að hafa losað 3 þykk lög af drullu. Oj bara.
Alltíeinu fæ ég þessa ísköldu gusu á bakið á mér. “aaaaaaaaaaa, Sigga helv….. tíkin þín….”
“Hi hi hi” er það eina sem ég heyri. Hún fær sko að kenna á því. Ég byrja að gusa á hana vatni. haha, hún er rennandi blaut :)
eftir svona korter, förum við heim og skiptum um föt. Sigga er systir mín og byr heima hjá mér á meðan mamma og pabbi eru úti.
Mér til mikillar skelfingar þá hef ég gleymt lyklunum mínum inni.
“Sigga ertu með húslykla??? ég gleymdi mínum inni”. -“já, mundu eftir að koma með þá aftur út”
Ég stekk inn, skipti um föt og hleyp út aftur. “ó, fokk………
Sigga ég gleymdi lyklinum….”
“þú ert að grínast???, Olga, ég drep þig ef þú ert ekki að grínast…”
“Sigga, ég sver það ég er ekki að grínast, ég gleymdi þeim á eldhúsborðinu..”
Eftir að hafa hlustað á Siggu, sem er alveg brjáluð, í smástund ákveðum við að fara upp á löggustöð. Þar sem að mamma og pabbi eru út á spáni og við erum bara með lykla.
Eftir að hafað talað aðeins við löggurnar, komumst við að því að þeir áttu ekki stiga,(við eigum heima á 2. hæð í blokk og ætluðum að hoppa inn um glugga.) og þeir sendu okkur niður á slökkviliðstöð.
Þeir áttu stiga og ætluðu að koma með hann. Svo við löbbuðum til baka, og hvað haldiði…..
Þeir hafa sent einn STÓRAN slökkviliðsbíl með einn pínulítinn stiga…… KOMMON.
Eftir korter, þá var búið að opna gluggan alveg upp fyrir okkur, og systir mín skreið inn um gluggann.
Við þökkuðum manninum æðislega fyrir og fórum inn.
Og enduðum kvöldið með þvi að detta í það, og hlægja að þessu öllu saman, en ég get svo svarið það, ég gleymi lyklunum aldrei aftur…..

spotta