Ég geng í átt að sjónum. Sólin brosir og teygir sig út um allan fjörðin. Ég loka augunum í eitt andartak. Ég finn sólina kyssa vanga minn með þægilegasta vangarkossi sem ég hef fundið. Volg hafgola blæs á hárið mitt og kemur mér til að brosa af gleði. Sólin kemur mér alltaf af brosa. Ég hef oft spáð af hverju mitt litla og margbrotna hjarta getur rúmað svona mikið magn af sólskini.
Sandurinn silfurgrári, kitlar mig notalega undir ylin. Hann er heitur. Sólin hefur glatt hann líka. Ég dýfi tánum í vatnið og finn rosalegan kulda. Ég er með gott taugakerfi þannig að ég kippi fótnum upp aftur. Íslenski sjórinn er alltaf kaldur. Sólin nær greinilega ekki til hans. En mánin aftur á móti starfar hjá sænum.
Ég ákvað að leggjast aftur í notalega grasið fyrir ofan fjöruna. Grasið er óvenjugrænt og þegar sólin er mikil, úti er lyngt og himininn fagurblár með lítið sem einn skýhnoðra flograndi hægt um loftið þá líður manni allveg stórskotslega. Ég veit ekki af hverju, en ég er óvenju hamingjusamur þessa stundina jafnvell þótt ekkert hefur breyst í lífi mínu í mörg ár. Svona frábær sumarblíða minnir mig á æskuár mín.
Í grasinu liggur kærasta mín ásamt tveimur vinum okkar. Teppi liggur hliðin á þeim en samt kjósa þau að liggja í grasinu græna. Ég leggst hjá þeim og knúsa dúlluna mína. Hún brosir. Ég brosti á móti enn breiðar og sagði.
„Ég elska þig “
„Rosalega ertu í góðu skapi ástin mín, hvað kemur til ? “ svarar hún með bros og vör og pírir augun því sólin skín beint í augun á henni.
„Ég veit það ekki, mér líður bara svo vel og það er langt síðan ég man eftir öðrum eins fögrum degi.“ Svaraði ég með aukin hjartslátt af einhverjum ástæðum.
Hún teygir sig upp og kyssir mig létt á kinnina og sagði að hún elskaði mig líka. Kossinn minnti mig á ljúfan sólargeilsa snerta á mér kinnina. Þegar hún lagst aftur niður horfi ég á hana. Hún lokaði augunum en brosið hennar fallega hvarf ekki. Ég virti hana fyrir mér. Ljósa hárið hennar var eins og gull í sólskininu. Ég fékk sting fyrir hjartað og notaleg vindgola blés hár hennar. Ég uppgvötaði að ég er virkilega ástfangin af henni. Ég gerði mér grein fyrir því að þetta stúlkan sem ég vill eyða restinni af lífi mínu með. Hún er einstök.
Ég leggst niður og loka augunum. Ég hugsa bara um dúllunu mína. Skyndilega rennur upp fyrir mér að ég ætti að biðja hana um að giftast mér. Ég fór að íhuga það í fullri allvöru. Ég fór að hugsa um hvernig ég á að gera það, hvar og hvenær.
Það eina sem ég heyri er niðurinn í sjónum, róandi suð frá skordýrunum og andardrátturinn í hinum krökkunum. Þetta er svo róandi. Ég sofnaði síðan með giftingu á heilanum.

„Vaknaðu rúsínan mín “ sagði kunnugleg konurödd við mig.
Ég opanði augun og reisti mig upp. Ég hlaut að hafa sofnað. Klukkan var að ganga 9 um kvöldið og sólin búinn að lækka töluvert á lofti.
„Við erum búinn að ákveða að grilla hérna því þetta er svo fagurt sumarkvöld “ sagði vinur minn. Svo sagði kærastan mín að þær stelpunar ætla að skreppa heim, ná í grillmat, grill., öl, bjór og þess háttar.
„Er ekki best að ég komi með ykkur til að halda á grillinu “ sagði svo vinur minn.
Stelpunar svöruðu því játandi.
„Ég geri bara allt klárt hérna á meðan “ sagði ég svo, ég var mjög ánægður með þessa hugmynd til að enda þennann frábæra dag með minni heittelskuðu og vinum okkar.
Þau fóru á stað og hugsaði um drauminn sem mig dreymdi áðan. Ég hugsði með mér að uppfylla allar óskir hennar og vera henni eins góður og ég get og sanna ást mína á henni.
Ég tók upp teppið og dustaði af því, ég breiddi svo aftur úr því fallega. Síðan tók ég upp borðið úr skottinu á bílnum mínum, setti það saman ásamt nokkrum tjaldstólum. Ég náði í geislaspilarann minn út í bíl einnig og setti hann á borðið. Ég skoðaði geisladiskana sem voru allir saman í einu hulstri. Ég dró Eric Clapton úr einu slíðrinu og setti hann í spilarann og hækkaði ágætlega.
Þarna sat ég í stólnum og horfði á sjóinn. Þetta var draumi líkast. Sólin sem var óvenju stór og mikil var að setjast og kastaði af sér blöndu af rauðum, gulum og fjólubláum lit út um allt. Himininn var orðin bleikur og sjórinn fjólublár með rauðgulri endurspeglun sólarinnar. Mér leið dásamlega. Ástfanginn upp fyrir haus. Ég gat ekki beðið þar til gullið mitt kæmi aftur til mín.
Þótta stórbrotna og draumkennda landslag var ekki aðeins hljóðlaus mynd á blaði heldur heyrðist tíst í fuglum, niður í hafinu og róandi tónlist frá Eric Clapton.
Tíminn leið og diskurinn var næstum komin á hring númer tvö. Ég gat varla beðið eftir þeim. Ég var orðin ástfangnari meira í dag en í gær.
Með aðeins fallega hugsun í höfðinu heyrði ég skyndilega öskur. Mér brá ótrulega, það var verið að kalla nafnið mitt. Þetta var vinur minn. Ég rankaði við mér og stóð hratt upp með látum þannig að geislaspilarinn datt á jörðina og það drapst á honum. Sjórinn og fuglanir urðu þöglir. Ég fékk ælubragð í hálsinn og fór að kalla á vin minn. Hann var blóðugur. Hjartsláttur mitt hafði aukist um þrefalt. Hann hljóp til mín grátandi og faðmaði mig. Ég öskraði á hann hvað hafði gerst en hann grét. Hann grét í smástund og ég varð stressaðari og stressaðari og leið verr með hverri sekúndu. Loks stamaði hann út úr sér. „ Við keyrðum útaf“. Hjartsláttur minn tífaldaðist og ég öskraði hvar kærasta mín væri núna. Þá horfði hann á mig með grátbólgin augu, blóðslef lak niður hökuna og hann var óvenjufölur. Við horfðumst í augu í smástund. Það var þögn. Eitt tár lak svo niður kinn hans og hann saug upp í nefið og sagði:
„Hún er dáinn “