Vöggudauði Lá ég í kjöltu móður minnar
og átti með henni góða næturstund.
Ég fann fyrir hjartslætti hennar
er hún róaði mig með fögrum söngvum.
Rödd hennar var hlýleg og ljómaði í eyrum mínum og hjarta.
Augnlokin þyngdust og þumalinn saug ég létt í munni mér.
Færði hún mig svo úr kjöltu sinni og í vöggu mína, hvíta að lit.
Þar ruggaði hún mér létt og veitti mér ást og umhyggju.
Augun lokuðust og ég var komin út á bláan sjó
þar sem ég flaut úti á vöggu minni á stilltum öldum.
Ruggaði og vaggaði hægt og rólega
og lét öldurnar bera mig og ráða stefnu.

Þögn…

Heyri ég svo í rifrildum og vakna aleinn í vöggu minni.
Hvar er móðir mín?
Ég barst í grátur og skældi hátt svo hún myndi örugglega heyra.
Heyri ég þá í þungum skrefum nálgast upp stigann.
Inn kemur svartklæddur maður er sumblar á flösku sinni.
Maður sen er getinn faðir minn.
Bregst ég þá við að skæla en hærra en hann bara bölvar..
Kemur hann svo að vöggunni minni og fer með blóðugar krumlurnar
og nær í hvítan kodda minn
er hann svo þrystir að tárvotu andliti mínu.
Reyni ég að öskra en á svo erfitt með að anda.
Hvar er móðir mín?
Mig þarfnast hjálpar. Ég er ráðvilltur. Ég heyri í öldunum.
Finn ég svo fyrir drukknun.
Ég drukkna ofaní hrafnsvart myrkur.

Þögn…

Hvar er móðir mín?