-

Hrannar gekk út úr blokkini, hann setti á sig hanskana og renndi upp úlpunni. Hann hugsaði um hvað var gaman í fyrra þegar hann kastaði snjóboltum í gangandi vegfarendur og hafði gaman af. Hann gekk upp með götunni en nam staðar við ljósastaur og byrjaði að búa til pínulitla skafla með fótunum. Síðan tók hann skaflinn og gerði sér bolta. Hann sá að Margeir var á leiðinni og ákvað því að bíða eftir honum hjá ljósastaurnum með sína tvo ræfilslegu snjóbolta. Hann hafði ekki nokkurn grun um hvað væri að fara í gang þetta kveld.

Þegar Margeir kom fóru þeir að tala um politík. Margeir var þekktur hægri-maður, mætti á alla fundi Sjálfstæðis flokksins og var með plakat af Davíð og félögum inni hjá sér. Hann skipulaggði kosningavökur alltaf þegar tilefni var til, eða aðstoðaði faðir sinn við það. Hrannar hinsvegar hafði engann áhuga á pólitík, hann hélt uppi DC++ höbb allan daginn, stundaði vefsíðuna hugi.is og spilaði tölvuleiki. Hann var lúðinn í hópnum. Alltaf þegar umræða um pólitík kom upp sagði hann “Ég fékk áðan kæru frá STEF, þeir gera húsleit næstu helgi” eða eitthvað líkt. Hann var ekki með neitt ólöglegt efni undir höndum og var því alveg sama hvort hann fengi heimsókn frá lögmönnum STEF eður ei.

Margeir stakk upp á því að koma við hjá Bigga, hinum félaganum í hópnum. Biggi stundaði líka vefinn hugi.is en hélt ekki uppi DC++ höbb. Hann eyddi tíma sínum í vinnu á sjó með föður sínum. Faðir Bigga var sjómaður, nefndur Kári. Kári vann fimm daga í viku á sjónum allt árið og kom sjaldan heim á þessum tveim dögum, nema sum skipti þegar hann gat ekki gist annarsstaðar og átti ekki pening fyrir áfengi. Móðir Bigga hafði oft farið fram á skilnað, til að fá meiri bætur til að lifa, því lífið var ekki allgott hjá þeim hjónum. Móðir Bigga var þekkt meðal almennings. Hún kom í “Séð og Heyrt” sem “Fíkill sem náði sér úr helvíti” eða það var allavega fyrirsögnin. Hún hafði dregist ofan í þunga eiturlyfsneyslu og vændi. Biggi var þá tekinn af móður sinni og settur á fóstur heimili þar sem honum leið ekki vel. Systir hans hinsvegar, hún Nína, fór til afa sins á Bifröst á meðan. Bigga var strítt mikið af skólasystkinum sínum á þeim tíma. En svo komst hann aftur til móður sinnar eftir langa baráttu við ríkið.

Þeir dingluðu hjá Bigga og spurðu hann hvort hann ætli að koma á “Shellarann” með þeim. Hann sagðist ekki geta komið og rövlaði bara “Pabbi er á sjónum og mamma er í saumaklúbb. Ég er að passa Nínu” þeir spurðu hann hvort þeir mættu koma inn en hann neitaði þeirri bón og sagðist vera að fara að læra. Þeir vissu vel að engin heimavinna var en sögðu samt ekki neitt, því það var greinilegt að Biggi vildi þá ekki inn. Þeir kvöddu hann og héldu afstað niður á Shellarann.

Þegar þeir voru komnir að trukknum fræga heyrðu þeir konu öskra. Hrannar snéri sér við til að reyna að heyra hvaðan öskrið kæmi en án árangurs. Þeim var þá litið að þrem mönnum með grímur hlaupandi upp í sendiferðabíl sem fór svo strax á stað og í burtu með þá. Hrannar og Margeir hlupu inn í húsið þaðan sem mennirnir komu en sáu ekki neinn. Hrannari var litið inn í eitt herbergi þar inni, hann frosnaði og sagði við Margeir með skjálfandi röddu, “Margeir, komum okkur héðan, ég held að við ættum ekki að vera hérna”. Margeir leit inn í herbergið og brast í grát. Þarna inni voru fjögur lík. Af tveim börnum, einni konu og einum manni. Þegar þeir gengu út var lögreglan komin á staðinn og þeir voru handteknir, ákærðir fyrir manndráp á heilli fjölskyldu.

Margeir framdi sjálfsmorð daginn eftir atvikið en Hrannar er ennþá inn í fangaklefa og heimtar að fá að tala við eitthverun um þetta mál.

-

Kv,
HrannarM.