Þetta eru sögur sem ég samdi fyrir skólann og mér datt í hug að senda þær hérna inn. Kennarinn minn er bara búinn að lesa rómantísku söguna og hún var mjög hrifin. Ég vil taka það fram að ég er bara 15 ára og er að læra um rómantísku stefnuna og raunsæju stefnuna.

Rómantísk saga:
Hún sá hann fyrst á sólarströnd á Spáni, ljóst hárið glóði í sólinni og hann brosti til hennar. Þau höfðu rekist á hvort annað alveg óvart og hann baðst afsökunar þó svo að þetta hefði allt verið henni að kenna. Hún fór hjá sér þegar að hann horfði í augun á henni með augnaráði sem hafði getað brætt Vatnajökul. Hún varð feimin og náði að stama uppúr sér einhverju sem átti að vera “Þetta er alltílagi…” Hann tók í höndina á henni og kynnti sig.
“Ég heiti Emil.” “Ilmur” sagði hún og brosti. Hún var búin að vera rosalega einmana þarna á ströndinni og var mjög fegin að hitta einhvern íslending á sínum aldri. Honum leið eins og ekki spillti fyrir að hún var draumadísin hans þarna lifandi komin. “Má bjóða þér uppá ís eða eitthvað?” Spurði hann svo vandræðalega eftir alla þögnina sem hafði verið hangandi yfir þeim. “Já, já..” Svaraði hún glaðlega.
Þau höfðu verið saman allt sumarið en þegar að þau komu heim skildust leiðir. Hann bjó á Akureyri en hún í Reykjavík og einhvernveginn fannst þeim ekki eins að tala saman í síma og að vera saman. Vinir þeirra reyndu líka að draga þau út að skemmta sér og fá þau til að líta við öðru fólki, en þau gátu bara hugsað um hvort annað. Að lokum fór Ilmur að gleyma Emil og Emil fór að veita öðrum stúlkum athygli.
Árin liðu og Ilmur var næztum búin að gleyma Emil. Svo var það dag einn að síminn hjá Ilmur hringdi og það var Emil sem var hinummegin á línunni. “Halló, Ilmur?” Sagði hann spyrjandi röddu. “Já, þetta er hún.” Svaraði Ilmur án þess að hafa hugmynd um hver var að spyrja. “Hæ, þetta er Emil!” Sagði hann. “Emil? Ég trúi þessu ekki! Hvað er að frétta af þér?” “Ég hringdi sko aðallega útaf því að ég er staddur í Reykjavík og var svona að hugsa hvort þú myndir vilja hitta mig og rifja upp gamla tíma?” “Já, endilega!” Svo ákváðu þau að hittast á kaffihúsi klukkan fjögur síðdegis sama dag. Þegar að Ilmur gekk inná kaffihúsið þá sat Emil agndofa við borð innst í veitingasalnum. Hún var miklu fallegri en hann minnti að hún væri og hann langaði til að standa upp, hlaupa til hennar og faðma hana og kyssa. Hún var í síðri rauðri kápu, með röndóttan trefil og bláa húfu. Þegar að hún tók ofan húfuna flæddi ljóst hárið um axlirnar og Emil fannst að hann hefði aldrei séð neitt fallegra. Þau töluðu saman í langan tíma og Emil sagði henni að hann væri að fara að flytja til Reykjavíkur til að fara í háskólann. Ilmur stökk þá upp af hamingju og setti handleggina um háls Emils. “Þetta eru bestu fréttir sem ég hef fengið í langan tíma Emil minn!, Núna verður þetta alveg eins og í gamla daga útá Spáni!” Sagði hún og brosti. Þau sátu á kaffihúsinu langt fram á kvöld en þá varð Ilmur að fara. Hún setti á sig húfuna, faðmaði Emil og gekk útum dyrnar. Þegar að hún var að fara yfir götuna þá leit hún við og brosti til Emils en sá ekki gula sportbílinn sem kom keyrandi á miklum hraða. Læknarnir gátu ekkert gert. Emil mætti í jarðarförina en framdi sjálfsmorð viku seinna.



Og Raunsæja útgáfan:
Emil og Ilmur höfðu hist á sólarströnd á Spáni þegar að þau voru fimmtán ára. Þau hrifust strax hvort af öðru en þegar að þau komu aftur heim til Íslands skildust leiðir vegna þess að þau bjuggu í sitthvorum landshlutanum. Þetta hryggði þau bæði en það var ekkert annað að gera í stöðunni en að halda áfram og fara að hugsa um annað fólk. Það gerðu þau bæði og Emil byrjaði í hljómsveit. Ilmur ákvað að einbeita sér að náminu en strákarnir áttu líka stóran sess í lífi hennar. Hún varð þekkt fyrir að vera massadjammari og drykkjubeygla dauðans. Hún fór að vera með rappara sem kallaði sig MC Pimp og hann samdi lag um hana sem varð nokkuð vinsælt. En svo varð MC Pimp frægur fyrir lagið og hætti með Ilmur vegna þess að hann hélt að hann gæti gert betur en þar skjátlaðist honum vegna þess að hann gerði aldrei neitt gott eftir þennan eina smell og varð róni. Ilmur sá hann nokkrum sinnum eftir þetta en hann var áfengisdauður í öll skiptin. Af Emil er það að segja að hljómsveitin hans lagði upp laupana og Emil reyndi að hefja sólóferil. Akureyringar kunnu ekki að meta tónlist hans svo að hann ákvað að flytja til Reykjavíkur. Þegar að hann var að panta flugfarið þá mundi hann eftir fyrstu kærustunni sinni henni Ilmur en hún bjó í Reykjavík. Hann tók upp tólið og hringdi í hana um leið og hann kom til Reykjavíkur. Hjartað hamaðist í brjósti hans þegar að hún tók upp tólið. Þau ákváðu að hittast og rifja upp gamlar minningar. Hann varð agndofa þegar að hann sá hana eftir öll þessi ár. Þau töluðu lengi saman og rifjuðu upp sumarið þegar að þau hittust fyrst. Emil sagði henni að hann væri að fara að flytja til Reykjavíkur og það gladdi hana afskaplega mikið. Þegar að hún gekk út af kaffihúsinu þá kom gulur sportbíll keyrandi á ógnarhraða og Ilmur varð fyrir honum. Emil hljóp út og öskraði nafn hennar. “Ekki deyja… ekki deyja “ tautaði hann á milli þess sem hann öskraði á fólk að hringja á sjúkrabíl. Sjúkrabíllinn kom og Emil stóð einn eftir standandi á götunni. Hann fann hvernig allur máttur hvarf úr líkama hans og hann lyppaðist niður á götuna og byrjaði að gráta.
Dagana fram að jarðarförinni hélt hann sig inní lítilli kjallaraíbúð sem hann hafði fengið leigða hjá gamalli konu sem lyktaði illa. Hann hafði dregið fyrir gluggana alla daga og ljósin slökkt. Hann gat ekki sofið á nóttunni vegna þess að þá dreymdi hann bara um hana og brosið hennar… síðasta brosið hennar, sem hún hafði gefið honum rétt áður en bíllinn kom. Hann veslaðist upp, gat ekkert borðað og hafði ekki efni á því hvort eð var. Þegar kom að jarðarförinni nennti hann ekki einusinni að fara í svört föt. Hann fór bara í sömu skítugu fötunum og hann hafði verið í síðan hún dó. Hann fór ekki í erfidrykkjuna vegna þess að hann gat ekki horft í augun á foreldrum hennar og ættingjana gat henn ekki hugsað sér að hitta. Hann gekk um eirðarlaus. Andlit hennar var allstaðar, bros hennar á hverjum vörum, augnaráðið brenndi hann. Hann fór aftur í litlu kjallaraíbúðina og var þar í eina viku, en fyrir honum var vikan sem heilt ár, ár sem aldrei ætlaði að líða, í móki. Ekkert skipti máli, hún var það eina sem komst fyrir í huga hans. Að lokum gat hann ekki meira. Hann fór út, gekk um, niður að höfn. Hann stóð á brúninni og eitt andartak þá sá hann hana vera í vatninu að biðja hann um að koma til sín, brosandi. Hann stökk.
Líkið fannst morguninn eftir, það vottaði fyrir brosi á kuldabláu og stirðnuðu andlitinu.



Takk fyrir mig
Kv ibex