Byrjaði á því að ég vaknaði kl. 8 s.s búin að missa af strætó og þess vegna alltof sein í skólann. Hoppaði í fötin, greiddi mér, greip töskuna og epli og hljóp út.
Shit!! Það var kominn snjór og það dúndrandi snjókoma. Ég hljóp aftur inn og sótti úlpu og vettlinga.
Þarna var næsti strætó ég hljóp á eftir honum og rétt svo náði honum. Greip svo um mig skelfing þegar ég hélt að ég væri ekki með strætómiða, grammsaði í öllum vösunum og fann einn gamlan í úlpuvasanum og hlassaði mér í sætið. Kl. var orðin 8.30 þegar ég gekk inn í stofuna, Maggý stærðfræði kennari horfði á mig fúl eins og alltaf ,,Misstiru af strætó?” Ég tautaði eitthvað ofan í úlpukragann og tók upp bækurnar.

Skóladagurinn leið hratt og ég ákvað að fara í Kringluna eftir skóla að skoða og reyna að kaupa mér úlpu og skó, svona fyrir veturinn. Gæti allavega ekki gengið í gengum veturinn í þessari úlpu (síðan í fyrra) og slitnu sumarskónum. Nei takk. Ég var gjörsamlega að kálast í hausnum í Kringlunni sem var stöppuð af fólki. Ég fór inn í ALLAR skóbúðirnar og sá fullt af flottum skóm en allir flottir skór sem ég sá voru of dýrir, ekki til í mínu númeri. , óþægilegir og þar fram eftir götum. Ég gat þetta bara ekki, hausinn að springa og ég alveg að svelta þannig að ég ákvað að binda enda á megrun eða ,,hollistufæðuátakið” mitt sem staðið hafði uppi í heilar 2 vikur og fá mér Mc Donalds og gos. Aðeins sáttari gekk ég útaf stjörnutorgi og útúr Kringlunni kl. tuttugu mínútur í sex. Æfing kl. 6. Ég tók strætó út í Gróttu, en þegar ég ætla að ganga inn á æfingu eru allir að fara. Æfingin var klukkutíma fyrr í dag því þjálfarinn var að fara í stórafmæli. ÆI FOKK!! Gleymdi því. Ég drullaði mér inn í klefa og ákvað að fara samt í sturtu, hafði ekkert betra að gera. Það var rosalega róandi að komast i sturtu, róaðist alveg heil ósköp og reyndi að gleyma deginum þó það gengi ekki alveg eftir óskum. Mikið rólegri gekk ég út úr Gróttu húsinu kl. 18.20. Þá byrjaði þetta líka ægilega skemmtilega aftur, engir strætómiðar eftir. Varð bara að labba/hlaupa heim. Þegar þetta var var ég komin í svo vont skap að ég labbaði álíka hratt og þegar ég venjulega hleyp. Ég geystist yfir göturnar án þess að fara eftir “reglum umferðaskólans”. Kemur hvort eð er aldrei neitt fyrir mig, sama hvað ég geri eða? Þegar ég var að labba yfir 3 stórugötuna kom lítill Polo, ég tók ekkert eftir honum og SPLAMS, lenti beint fyrir honum og missti meðvitund.

Ég heyrði grát, tal, læti. Ég opnaði augun, það var allt hvítt. Var hugsi í smástund en brá hrillilega í brún þegar það kom upp að ég gæti verið dáin. Var það ekki alltaf þannig að þá sæi maður bara hvítt? og ljós? Ég leit til hliðar og sá læknisstofu og þá rifjaðist þetta upp fyrir mér, þessi ömurlegi dagur og hvernig hann hafði endað. Mamma stóð yfir mér og brosti ,,þetta er allt í lagi elskan” það láku tár,gleðitár ,,þú fékkst heilahristing, misstir meðvitund og fótbrotnaðir en ég þakka guði fyrir að það sé ekki alvarlegra”. Ég brosti til baka ,,takk” Vissi reyndar ekki fyrst fyrir hvað ég var að þakka en fattaði það síðan að ég var að þakka mömmu fyrir að vera til staðar, vera góð mamma. Í öllu mínu stressi hef ég gleymt mömmu en núna er mamma hjá mér, passar mig. Mamma hafði komið með föt handa mér, ég klæddi mig í þau og við fengum að skrá mig út, ég gekk út með gifs á fæti en þó glaðari en ég hafði verið lengi, laus við allt stress =)