Formáli: Ef að ykkur finnst eftirfarandi skrif einhverri sögu sem að þið hafið lesið er það tilviljun. Ef að einhver af persónunum líkist einhverri lifandi eða látinni manneskju er það hrein tilviljun.


Einn daginn get ég þetta. Einn daginn get ég talað við hann.

Ég ætti kannski að segja ykkur svolítið frá mér. Ég heiti Helga, 15 ára og ég bý í Kópavogi.
Margir segja að ég er vinsæla fallega stelpan sem allir strákar eru hrifnir af.
Ég geng alltaf í flottum fötum (er mér sagt) og hlusta alltaf á nýjustu tónlistina. Ég er svolítið “mainstream” þegar kemur að tónlist.
Pabbi minn er bissnes maður, fer í vinnuna og græðir þvílíkt mikla peninga. Mamma dó þegar ég var eins árs. Ég hugsa sjaldan um hana. Pabbi hefur aldrei gift sig aftur, en hefur átt nokkrar kærustur.
Ég sjálf hef átt nokkra kærasta, en er enn hrein mey. Mig langar rosalega til að gera það, en hef ekki fundið neinn enn. Málið er að ég er hrikalega ástfanginn af einum strák í bekknum mínum, sem að heitir Jónas, en hann talar aldrei við neinn. Hann er alltaf svo einmanna. Allar vinkonur mínar nenna ekki að tala við hann, en ég held að hann sé fínn strákur.
Ég er góð að læra, og fæ alltaf hátt á prófum. Ég er yfirleitt næsthæst, en Jónas er samt alltaf hæstur. Kennararnir eru ánægðir með hann, og hann leggur mikinn metnað í námið.
Ég hef talað nokkrum sinnum við hann, og veit að hann hefur misst báða foreldra sína, þegar hann var átta ára. Núna býr hann hjá afa sínum, sem að var sjómaður. Ég hef einu sinni komið heim til Jónasar, fyrir 2 árum. Herbergið hans var einfalt, skrifborð, rúm, fataskápur og bókahilla, allt í sama stíl.
Ástæðan fyrir því að ég er ástfanginn af honum er sennilega sú staðreynd að hann bjargaði lífi mínu fyrir einu ári. Það gerðist þannig að ég var á gangi og ætlaði að fara yfir götu en þá er skyndilega rykkt í mig svo ég dett. Það er keyrt yfir hendina á mér, slepp samt, en ég hefði dáið hefði ég ekki dottið. Þá hafði Jónas verið á eftir mér og sá bílinn koma á miklum hraða. Þannig bjargaði hann lífi mínu, en sagði aðeins við mig, að líta til beggja hliða áður en ég færi yfir götu.

En nú fer ég í skólann. Ég heilsa vinkonum mínum, og við spjöllum aðeins um tímana sem að við eigum að vera í dag. Það er fimmtudagur, og ég er í skólanum til þrjú. Ég er í listmálun, Jónas er þar líka, og nokkrir krakkar sem að ég þekki ekki.
Ég geng til Jónasar, og sest við borðið hjá honum. Hann lítur upp, fagurblá augun lýsa af undrun. Ég brosi til hans. Hann brosir á móti. Hvað hjartað á mér hamast núna! Ég spyr hvort við eigum að mála eitthvað sérstakt í þessum tíma, hann segir að við eigum bara að mála frjálst. Ég brosi aftur til hans. En þá spyr hann, hvort hann megi mála mynd af mér. Ég roðna þvílíkt. Hann tekur strax eftir því og horfir skömmustulega niður í hvítt borðið. Síðan segi ég að hann megi það. Hann segir mér þá að leggjast fyrir í sófann, og ég geri það.
Ég fylgist með honum, hann hefur gaman af þessu. Hann rennir pennslinum mjúklega eftir striganum, og gýtur auganu á mig stöku sinnum. Eftir um klukkutíma segist hann vera búinn. Ég stend hægt upp, og geng til hans. Myndin er falleg, og ég ligg þarna í hvítum kjól í einhverskonar móðu. Ég spyr hvort ég megi eiga myndina. Hann segir já, enda sé myndin af mér. Ég kyssi hann á munnin, hann lítur skringilega á mig, ég segi ljúflega við hann takk.
Ég fer heim með fiðring í maganum, og hendi mér í rúmið, og ligg þar og hugsa. Ég hugsa um dökka hárið hans, bláu augun, mjúkar varir hans….

Ég vakna næsta dag, ennþá með fiðring í maganum. Ég fer í skólann eftir að ég er búinn að hafa mig til. Stundum er hryllingur að vera stelpa. Ég tek eftir því í tíma að hann lítur í sífellu í átt til mín. Í hádeginu skrepp ég aðeins á klósettið, og hann bíður fyrir utan. Þegar ég kem út segir hann hálf vandræðalega við mig, hvort ég sé að gera eitthvað í kvöld. Ég þykist hugsa mig um í smástund, en segi síðan nei, og spyr afhverju. Hann segir síðan, hvort að ég nenni nokkuð með honum í bíó. Ég segist vera til í það. Hann biður mig um að hitta sig fyrir utan Smárabíó klukkan hálf átta.
Þegar ég kem aftur í matsalinn spyr ein vinkona mín um hvað ég hafi verið að tala um við Jónas. Ég segi að við höfum verið að tala um listmálunartímann sem að við höfðum verið í í gær. Ég fer í síðasta tímann og hleyp síðan heim.
Það þarf allt að vera fullkomið. Ég fer í sturtu, er þar örugglega í hálftíma. Ég fæ mér síðan að borða. Ég er svo spennt! Ég fer og tala við nokkrar vinkonur mínar á ircinu til klukkan 5. Þá kemur pabbi heim. Ég spyr hvort ég megi fara út í kvöld. Hann lítur á mig, og spyr hvern ég ætla að hitta. Ég segist ætla að hitta vin minn. Hann spyr hvað vinur minn heitir. Ég hika, en segi síðan Jónas. Hann segir að það hljóti að vera í lagi, bara að taka gemsann með og hafa kveikt á honum. Ég segist gera það.
Ég fer og mála mig, og ég geri það þvílíkt lengi. Ég tek bol sem á stendur PornStar, sem er þröngur og frekar fleginn, og í rauðum jakka utanyfir. Fer í þröngar gallabuxur, og vel skó. Það er svo mikið úrval af skóm, en enginn passar. Pabbi kíkir inn og segir “noh, aldeilis verið að gera sig til” Ég stokkroðna, og segist ekki nenna tala við hann núna. Tek að lokum hvíta strigaskó.
Pabbi býðst til að skutla mér, og lætur mig hafa pening fyrir taxa heim. Þegar ég kem í Smáralind dríf ég mig að bíóinu, og hann bíður þar. Hann er vel greiddur, og í töff jakka, sem er svartur á litinn. Hann spyr hvort ég hafi farið í lúxussalinn. Ég svara neitandi. Hann spyr hvort mig langi að sjá myndina sem er í sýningu. Það er einhver spennumynd, og ég segi já.
Ég sé engann sem að ég þekki þegar ég kem upp, en Jónas heilsar einhverjum, sem að virðist vera u.þ.b 17-19 ára. Strákurinn heilsar á móti, og fer inn á barinn, vinnur þar greinilega. Ég spyr hver þetta sé, hann segir að þetta sé frændi hans sem að vinni hérna.
Við förum saman inn í salinn, og finnum okkur sæti fyrir miðju. Það eru fáir í salnum, þessi mynd er búin að vera lengi í sýningu. Ég kem mér þægilega fyrir í sætinu, og drekk svolítið af sprite. Hann lítur á mig í smástund, brosir. Það er ekki fyrr en myndin byrjar að hann lítur af mér. Þegar u.þ.b 15 mín eru búnar af myndinni renni ég hendinni til hans, og tek í hendi hans. Hann lítur við, og tekur í hendina. Þannig sitjum við í svolitla stund, þegar ég renni hendinni niður á hné hans. Ég finn hvernig hann kippist til, en slaknar svo síðan. Hægt og bítandi renni ég hendinni upp að lærinu á honum, en þá tekur hann aftur í hendina á mér.
Í hléinu sitjum við kyrr í salnum og horfumst í augu við hvort annað. Þá segir hann skyndilega að hann hafi verið hrifinn af mér í langann tíma. Ég brosi, og segist vera hrifinn af honum líka. Hann spyr hvort ég meini það, í alvöru. Ég segi já, ég hugsa um hann á hverjum degi. Hann segist líka hugsa oft um mig. Við horfum á afganginn af myndinni. Við förum út úr salnum hálf tíu. Þá kyssir hann mig skyndilega. Þar fer fiðringur um mig alla, og ég kyssi hann á móti, og þannig stöndum við í það sem virðist eilífð. Þegar kossinum líkur, sé ég blik í augum hans. Ég segist vilja byrja með honum, og við byrjum síðan saman. Ég læt hann fá gemsa númerið mitt og ég fæ hans.
Síðan hringi ég á taxa, og læt hann keyra okkur bæði heim, fyrst heim til hans, þar sem að við kyssumst heitt og innilega og síðan keyrir taxinn mig heim. Leigubílstjórinn gýtur augunum til mín, brosandi í speglinum.
Mér líður svo yndislega, og ég get ekki hætt að hugsa um hann.


Endir fyrri hluta