Hann sat á kaffihúsinu, hann var með regnhlíf þó að það væri glaða sólskin úti, hann hét Pétur, hann var seinheppinn.
Næstum því alltaf þegar hann fór út þá kom rigning, eða snjór. Ef það voru eldingar þá varð hann fyrir einni. Ef svo heppilega vildi til að það var ekki rigning og ekki snjór þegar hann fór út þá skeit fugl á hausin á honum, eða loftsteinn, eða skrúfa úr flugvél. Himininn bara hataði hann.
Hann þorði varla lengur út úr húsi, hann var farinn að hata allt og alla. Hann var orðinn þunglyndur og kominn á lyf og fór reglulega til geðlæknis sem sagði honum að þetta væri bara ímyndun í honum.
“Þetta er skrítið,” sagði Pétur við sjálfan sig “en ég veit að þetta er ekki ímyndun, ég er ekki geðveikur.”
Svona hafði þetta verið allt hans líf. Svo gerðist það einn daginn að Pétur stóð upp og sagði “Ég hef fengið nóg.” Hann óð út í sólina sem hvarf bakvið skýin sem spýttu út úr sér regninu. “Ég hef fengið meira en nóg,” Öskraði Pétur og óð í gegnum snjóinn sem var byrjaður að þekkja göturnar þennan fagra júlí mánuð.
Pétur hljóp, upp á lítið fjall rétt fyrir utan borgina og öskraði af reiði: “Afhverju ertu að þessu, afhverju hvað gerði ég, ha, svaraði mér þú þarnar blái, blái himinn, svaraði mér eða ég drep þig.”
Ekkert, ekkert heyrðist nema fárviðrið sem var á leiðinni. Pétur tók upp stein og grýtti honum upp í loftið, svo tók hann annan og annan og annan og allir flugu þeir upp í loftið.
Í því kom hvirfilblylur mikill sem greip Pétur og þeytti honum langt í burtu og öskrin frá honum heyrðust langt í Burtu: “Afhverju andskotinn þinn, afhverju.” Og þegar úti blæs eða þegar rignir og þið gangið út þá heyrist stundum í fjarska í pétri þar sem hann rífst við himininn og ef þið gangið á óveðrið þá kannski, kannski finnið þið Pétu