Ég man þetta eins og það hefði allt gerst í gær. Það var liðið langt fram í miðjan Nóvember og vetrarkonugurinn var farinn að gera vart um sig. Mér fanns ég sitja í heila eilífð í tröppunum upp í skólan að bíða eftir að pabbi kæmi að sækja mig. En þegar mínúturnar liðu varð mér ljóst að hann mundi ekki koma , hann hafði örugglega gleymt mér eins og svo oft áður. Ég stóð upp og dró trefilinn þétt upp að hálsinum og gerði mig tilbúna til að arka á móti rigninguni og rokinu alla leið heim. En þegar ég var aðeins rétt löggð af stað frá skólanum heyrði ég hljóð í gegnum vindinn það var einhver að flauta á mig. Þegar ég snéri mér við varð ég fyrir miklum vonbrigðum þetta var ekki pabbi og ég kannaðist bara ekkert við bílinn né bílstjóran sem var ungur strákur örugglega svona 19 ára. Ég var viss um að hann hefði örugglega bara flautað á mig til að svekkja mig en meira á þeirri staðreynd að ég þyrfti að labba heim í þessu bandvitlausa veðri sem ekki nokkur heilvita maður mundi dirfast að fara út í nema í allra brýnustu nauðsyn, og ég sem var að vona að þetta væri pabbi og að hann hefði ekki gleymt mér. Ég snéri mér við og ætlaði að labba áfram en hann flautaði aftur, ég leit snöggt við, eiginlega of snöggt því ég fann soldið til í hálsinum á eftir, ég starði beint í mosa græn augun á stráknum . Hann var með falleg augu og ég gleymdi mér í pínu stund þangað til að ég tók eftir því að hann var að benda mér á að koma. Án þess að hika gekk ég að bílnum og opnaði hurðina. En þegar ég ætlaði að stinga hausnum inn í bílinn til að tala við strákinn rak ég ennið í hurðina og datt kylliflöt á rennandi blauta gangstéttina. Ég get rétt ímyndað mér hversu rauð ég var í faman. Frænka mín sagði mér einu sinn að þeir sem roðna mikið væru með fallega húð. Ef það væri satt hlýt ég að að vera með fallegustu húð í heimi. Éf reyndi að standa upp en það gekk frekar illa og komst ég ekki upp fyrr en einhver kom og togaði mig upp. Það var ekki fyrrr en ég var komin á lappir og búin að reyna að þurka mesta bleytuna af mér að ég tók eftir stráknum sem stóð yfir mér og virti mig fyrir sér.
- Hæ
- Hahahæ
Var snilldarlega orðað svar mitt
- Er allt í lagi með þig?
- eeee ha ,já ………..takk
Hann brosti stríðnislega en hélt en í hendina mína. Hann var með fallegt bros og áberandi beinar tennur , það var augljóst að hann hafði aldrei þurft að nota spangir. Mér hrylldi við tilhugsunin þegar ég fékk mínar, það þótti mér án efa versti dagur í lífi mínu. En sem betur fer var ég búin að losna við þær og síðan þá var ég stanslaust brosandi því ég var svo stollt af því að vera með svona fínar tennur og enga brautarteina framan í mér.

- Ég þarf helst að fá hana aftur
- Ha hvað meinarðu ?
- Hendina, þú heldur enþá í hana
- Ó, já “sorrý”
Hann sleppti á mér hendinni og varð vandræðalegur í smá stund en það var bara í smá stund.
- vantar þig far, þú getur varla labbað heim í þessu veðri
- eh, já takk

Ég labbaði hinu meginn við bílinn þar sem mér tókst að opna hurðina hrakfallalaust og setjast inn. Inni í bílnum var heitt og kuldinn smám saman fór úr mér. Strákurinn sem ég vissi ekki enn hvað hét var að fikta eitthvað við útvarpið. Þegar hann beygði sig niður fór ljóst hár hans fyrir augun og hann reyndi að blása því frá. Ég brosti með sjálfri mér og ákvað að reyna að komast að einhverju um þennan dullarfulla dreng sem hafðu komið á hvítum hesti, en samt svona meira á rauðum bíl, og bjargað mér ekki aðeins frá því að þurfa að labba heim heldur líka frá þvi að liggja hálf rotuð á götunni, þó það hefði kannski ekki gerst ef hann hefði ekki verið þarna. En þetta var samt allt voðalega rómantískt og ég gat ekki beðið eftir því að segja vinkonum mínum frá þessu litla ævintýri mínu. Á leiðinni heim fékk ég að vita það að hann héti Kristján en var kallaður Krissi, hann var tvítugur og var ný fluttur í bæinn. Ég sagði honum að ég héti Saga og væri 16 . Krissi sagði að hann væri ekki í skóla því hann vissi ekki hvað hann vildi læra en ætlaði í skóla um leið og hann vissi hvað hann vildi. Bílinn stoppaði fyrir framan húsið mitt og ég óskaði þess að ég ætti heima lengra frá því hún vildi ekki segja bless við hann allveg strax. En það var lítið við því að gera og ég fór út úr bílnum. Þegar ég var eiginlega kominn að dyrunum á húsinu fann ég hendi á öxlinni á mér og snéri mér við og þar stóð hann með fallega brosið sitt sem fékk hana algerlega til að bráðna.
- Svo, hvað segiru má ég nokkuð fá númerið hjá þér, Svona ef ég vildi kannski bjóða þér í bíó einhvertíman
Ég hélt að hjartað á mér ætlaði í gegnum peysuna og mig langaði að hoppa upp í loftið og öskra jájá já ég hélt þú ætlaðir aldrei að spyrja, en mér tókst að svara nokkuð eðlilega og láta hann fá númerið mitt. Hann mátti nú ekki hætta við að hringja. Krissi brosti og um leið og hann labbaði burt sagðist hann ætla að hringja.
Þegar ég kom inn fann ég kunnulega lykt lapparnar báru mig hratt en örugglega inn í stofu og á leiðinni fór ég með bæn en þegar ég gekk fyrir hornið og leit inn í stofu fylltust augun af tárum. Grunur minn hafði reynst réttur í sófanum lá pabbi og við hliðina á honum var tóm vodka flaska. Slæmar minnigar hrönnuðust upp og ég gat ekki haldið aftur að ekkanum í hálsínum lengur.
-Af hverju ? Af hverju fíflið þitt? þetta gekk allt svo vel, við vorum hamingjusöm. Þú lofaðir !
Það var varla hægt að greina orðinni á milli orðanna gráturinn var svo sár. Guðlaugur leit upp á dóttur sína og fann til með henni. Hann velti sér fram úr sófanum og komst með miklum erfismunum á hinn enda stofunnar. Hann lagði hendurnar á axlir hennar og reyndi að hugga hana en um leið og hann snerti hana smeygði hún sér burt og öskraði.
- Ekki snerta mig svínið þitt! Þú lofaðir að allt mundi verða betra að þú mundir ekki byrja að drekka aftur Hvernig gerturðu gert okkur þetta?
Við þessi orð rauk ég inn í herbergi og heyrðu ekki kallið í pabba þegar ég skellti aftur huðinni. Ég þoldi hann ekki. Ég hataði hann. Hann hafði eyðilaggt allt!
Ég vissi ekki hve lengi ég hafði verið inni í herbergi þegar það var bankað á hurðina.
- Saga hleyptu mér inn, við þurfum að tala saman.
Þetta var mamma ég hafði ekki tekið eftir því þegar hún kom heim. Ég stóð upp og gekk að hurðinni , tók í lykilinn og ætlaði að opna, en hikaði.
-Akkuru helduru að ég vilji eitthvað tala við þig, þú reynir örugglega bara að verja hann.
- Saga ! Opnaðu hurðina
Ég snéri lyklinum og opnaði hurðina. Þó bara í hálfa gátt og labbaði svo að rúminu og settist niður.
Þegar Gunnhildur opnaði hurðina tók á móti henni ærandi hávaði frá útvarpinu. Hún leit á dóttur sína og fann hvernig stingandi sársaukin heltók hana við að sjá döpur augun starandi á sig. Hún gekk að útvarpinu og slökkti, svo labbaði hún til Sögu og settist við hliðina á henni. Hún opnaði munnin og ætlaði að segja eitthvað hughreystandi við dóttur sína en aldrei þessu vant var hún orðlaus. Hún hugsaði um árin í Danmörku og hvernig drykkja Guðlaugs hafði farið með fjölskylduna, í leit sinni að huggandi orðum fyrir dóttur sína fann hún að hún þurfi líka á einhverjum til að hugga sig, það var ekki auðvelt að vera sú sem heldur fjölskyldunni uppi , sú sterka og mega aldrei brotna niður. Gunnhildur saknaði vinkonu sinna sem bjuggu en í Danmörku, hún þurfti einhvern til að tala við, einhvern sem hún gat treyst. Smám saman fann hún hvernig augun fylltust af tárum og hugsanir um góða og slæma tíma slógu niður líkt og eldingar í höfðinu á henni.
Ég sat í rúminu og beið eftir hughreystandi og jákvæðum fyrirlestri frá mömmu. En aldrei þessu vant gerðist ekkert, hún bara sat þarna og starði út í loftið. Kannski ég ætti að að kíkja á hana og gá hvað hún er að gera þar sem ég sný nú að veggnum það er ekki eins og það sé eitthvað áhugavert að sjá á þessum vegg. Ég snéri mér hægt við og leit á mömmu ,ekki grátta ekki fara að gráta ,endur tók ég inní hausnum á mér, ég lofaði nefnilega sjálfri mér þegar ég var lítil að láta aldrei neinn sjá mig gráta. En þegar ég leit á mömmu og sá tárin rennar niður kynnarnar á henni gat ég ekki haldið öllu inn og fann hvernig tárin byrjuðu að renna niður kinnarnar. Og þarna sátu við saman mæðgurnar og grétum saman í kór langt fram á nótt. Það tók mig langan tíma að viðurkenna þetta en ég held að þessa nótt hafi ég í fyrsta skipti uppgvötað að hún er líka viðkvæm og stundum þarf hún líka að láta hugga sig og fá að heyra að allt muni verða í lagi. Í rauninni var mér ljóst í fyrsta skipti að hún er manneskja með tilfiningar sem gerir mistök allvega eins og ég.
Ég svaf langt fram aftir dagin og vaknaði ekki fyrr en ég heyri síman hringja ég fattaði fyrst ekki allveg hvað var að gerast og náði þéss vegna ekki að svara. Klukkan var að ganga eitt og ég var búin að sofa allan daginn. Það var allt hljótt í húsinu og greinilegt að engin var heima. Ég stóð upp og ætlaði í sturtu, en um leið og ég steig inn í sturtuna hringdi símin aftur í þetta skiptið náði ég að svara.
- Hæ hvað segist ?
- Það er bara allt fínt
- Þetta ert sko Krissi
- Ég veit
- Hva segirðu villtu koma að gera eitthvað?
- Já, hvað varstu að spá
- Ég og Toggi vinur minn vorun að spá í að skreppa út í sveit, og hvort þú vildir koma með
- Ha hvað meinaru upp í sveit ?
- Nú það er þessi sumarbústaður sem við erum með í láni
- Ég ætli sko ekkert ein upp í sumarbústað með þér og einhverjum vini þínum ég meina ég þekki þig ekki neitt
- Nei, nei þú tekur bara einhverja vinkonu þína með þér. Kommon það verður stuð
- Mamma og pabbi brjálast
- Heyrðu þú spáir í þessu ég hringi aftur eftir klukkutíma, Bæ
- Bæbæ
Það hlakkaði í mér þegar ég hugsaði til þess hvað m & p mundu verða brjáluð þau áttu það alveg skilið eða allavega pabbi. Þegar ég hugsaði meira um þetta varð þetta alltaf betri og betri hugmynd. Ég hringdi í Þóru , hún var ein heima þessa helgi og ekkert mál fyrir hana að skreppa aðeins úr bænum. Það tók mig ekki langan tíma að sannfæra hana og klukkutíma seinn voru Krissi og vinur hans komnir fyrir utan húsið að sækja mig og Þóru.
- Hvaða asi er á þér stelpa afhverju ertu að flýta þér svona
- Nú hvað meinaru
- Þú segir manni bara að koma strax ég meina ég átti eftir að pakka
- “sorry” ég þurfti bara að fara áður en mamma og pabbi koma heim þau mega ekki vita að ég sé að fara
- Þetta er allt í góðu , en hvað segjirðu ertu að stinga af
Ég ákvað að vera ekkert að svara þessari spurnigu , ég vildi ekki þurfa að útskýra af hverju ég væri svona fúl út í pabba, ég var ekki einu sinni búin að segja Þóru það og ég sagði henni allt, en einhvernveigin gat ég ekki sagt henni það. Ég bara gat það ekki.
- Hver er vinkona þín?
- Þóra, ég heiti Þóra, og þú ert?
- Kristján heiti ég en þú mátt kalla mig Krissa, af því að þú ert vinkona hennar Sögu.
- Og, þetta er ?????????
Sagði ég og benti á strákinn sem sat við hliðina á honum. Hann fræddi okkur á því að strákurinn væri kallaður Toggi en skírnarnafn hans vissi enginn, eða það sagði Krissi allavega. Toggi,rétti upp vinstri hendina og kinkaði kolli, en sagði ekki neitt, ég bíst við því að þetta hafi verið einhverskonar útgáfa af hæ eða halló. Þetta var það eina sem hann gerði allan ferðina og ég var eiginlega farin að efast um hvort hann væri á lífi, því hann bara sat þarna og horfði fram fyrir sig. Svona var þetta allveg þangað til við stoppuðum í Hveragerði og hann fór út úr bílnum. Við fórum í Eden og fengum okkur ís. Þóra hafði líka verið frekar hljóð alla leiðina og vorum það eiginlega bara ég og Krissa sem töluðum eitthvað. Þegar við komum inn í Eden varð Þóra allvega rosalega mikið mál á klósettið og hengtaði að ég kæmi með henni þannig að á meðan við fórum á klóið þá fóru strákarnir að kaupa ís handa okkur.

- Hvað hefurðu eiginlega þekkt þennan Krissa lengi ?
- Ummmmmmmmm, í svona rúman sólahring
- Og ferðu bara strax eitthvað með honum út á land ? Ertu viss um að þetta sé eitthvað voðalega sniðugt. Ég meina þú þekkir hann ekki neitt.
- Vá , hvaða svaka fyrirlestur var þetta , þér fannst ekkert að þessu áðan þegar ég bað þig að koma með.
- Nei , en mér datt heldur ekki í hug að þú værir að fara með einhverjum strák sem þú varst að kinnast. Það er ekkert líkt þér. Er hann ekki mikið eldri en við ?
- Ekkert svo.
- Hvað er hann gamall ?
- 20
- það er svoldið mikið eldra, þetta væri nú betra ef hann væri á okkar aldri.
- Okkar aldri ? Nei nú ertu að djóka, ég meina hefur hitt stráka á okkar aldri.
- Já og hvað er að þeim
- Að þeim ? Þeir eru eins og hundar !
- Hvernig þá ?
- Nú taugaóstyrkar skepnur sem hoppa og slefa yfir mann.
- Ok það er kannski rétt en það hefði kannski verið betra að kynnast honum aðeins betur fyrst.
- Hvaða vesen er á þér þetta er fínn strákur, ekki vera með þessar áhyggjur.
- Já þessi Krissi er kannski fínn en hvað með vin hans ?
- Hvað með hann ?
- Æj kommon Saga hann bara situr þarna og segir ekki neitt
- Og hvað með það hann er kannski bara feimin
- Feimin, meira svona upp dópaður!
- Nei Þóra ekki láta svona
- Ég er að segja þér það hann er á einhveju, ég man eftir þegar vinur Kalla bróðurs var í einhverju rugli þá var hann stundum svona rólegur og sagði ekkert og svo allt í einu þá varð hann voðalega hress.
- Það var vinur bróður þíns ég trúi því ekki að Krissi eigin einvhverja svona vini.
- Þú veist það ekki Saga ég meina veistu eitthvað hvar þessi bústaður er?
- Já, í Reykjakógum eða eitthvað þannig, en hvað ertu að segja ætlarðu að fara heim eða?
- Nei ég ætla ekki að skilja þig eftir, en ekki segja að ég hafi ekki varað þig við.
Við fórum út af klósettinu og var frekar kallt á milli okkur. Gat verið að hún hafði rétt fyrir sér? Þegar við komum fram fundum við Krissa og Togga þar sem þeir sátu og biðu eftir okkur.
- Það er naumast tímin sem þetta tekur ,ísin ykkar er farin að bráðna.
Það var Toggi sem heilsaði okkur á þennan hátt og mér brá þegar hann fór að tala og leit á Þóru, hún horfði á mig með svip sem var hægt að lesa úr ; sagði þér það. En ég hristi það af mér , þetta var bara bull í henni. Hún var alltaf svo stressuð hún Þóra.
- Þú ert aldeilis orðin hressari.
- Já, þetta er allt betra þegar maður er búin að fá vítamín í kroppinn.
Ég skildi ekki allveg hvað hann átti við með þessu og spáði ekkert meira í því og við fórum aftur út í bíl. Tímin í bílnum leið hratt og Toggi var orðin mun hressari og talaðu stanslaust alla leiðin. Á miðri leið fékk hann Krissa til að stoppa og skipta um sæti við sig því honum fannst Krissi ekki keyra nógu hratt. Hann keyrði langt yfir hámarshraða og við vorum komin í sumarbústaða 20. mínúum síðar.Við keyrðum um í svoldinn tíma að leita að bústaðnum.
- Hvað með þenna?
Sagði Krissi og benti á fallegan bjálka bústað sem var keyrðum fram hjá.
- Neeei
- Hvað hafið þið aldrei farið í þennan bústað áður
Þetta var Þóra hún var orðin frekar óþolinmóð og skildi ekki allvega hvað þeir voru að pæla það var eins og þeir voru að velja sér bústað. Ég sagði ekki neitt þar sem ég var orðin svo bílveik og var of upptekin við að reyna að æla ekki. Krissi leit á Þóru og var augljóslega svoldið brugðið við þessa athugasemd hennar og ætlaði að fara að svara þegar hann var stoppaður af Togga sem sagðist vera búin að finna bústaðinn.Við vorum fljót að tæmi bílin enda vorum við ekki með mikin farangur. Strákarnir fóru og kveiktu á grillinu á meðan ég og Þóra fórum inn að koma okkur fyrir. Mér var illt í höfðinu og flökurt eftir bílferðina og lagðist þess vegna beint í rúmið og var næstum sofnuð þegar Krissi kom inn. Hann hélt á síma og spurði hver ætti hann. Ég fræddi hann á því að þetta var minn sími og í staðin sagði hann mér að hann hefði verið að hringja. Ég tók við símanum og sá að það var eitt símtal ósvarað á skjánum. Það voru mamma og pabbi sem hödðu verið að hringja. Ég henti símanum í rúmið og ætlaði út úr herberginu.
- Ætlaru ekki að hringja í þau ?
- Nei
- Jú ,Saga þau eiga eftir að farast úr áhyggjum
- Það er bara gott á þau eiga það allveg skilið
Krissi horfði á okkur til skiptist og skildi greinilega ekkert hvað var að ske. En hann náði ekki að spyrja hvað var á seiði því Togg kallaði á okkur og sagði að grillið væri tilbúið , þannig ef við vildum fá eitthvað að borða væri eins gott fyrir okkur að ná í matinn. Krissi og Þóra fóru beint inn í eldhús að ná í hamborgarna sem við höfðum komið okkur saman um að borða í kvöld en borða svo flottari mat annað kvöld. Magaverkirnir voru enn að bögga mig og ég var viss um að ég mundi æla ef ég kæmi eitthvað nálægt mat þannig að ég bara settist niður í sófan fyrir framan sjónvarpið, lokaði augunum og vonaði að verkirnir mundi líða hjá. En svo var ekki.
- Hvað er ekki allt í lagi?
Ég leit upp og sá Krissa standa fyrir ofan mig áhyggjufullur á svip.
- Jú, jú ég verð í lagi á eftir ég verð bara alltaf svo helv… bílveik á að keyra á svona malarvegum.
- Nú, nú en veistu hvað ég er einmitt við besta lyfið við svona bílveiki.
- Nú, og hvað er það?
Hann var ekkert að hafa fyrir því að svara spurnigunni minni og skokkaði beint út til Togga. Ég horfði á hann þegar hann sagði eitthvað við hann og Toggi rétti honum eitthvað. Hann kom þá beint inn aftur og rétti mér bleika töflu með broskarli á og sagði mér að taka þetta.
- Hvað er þetta ?
- Þetta er allrameina bót
Ég horfði á hann og hann gat greinilega séð á svipnum á mér að ég var frekar óörugg og vissi ekki allveg hvað ég átti að gera.
- Engar áhyggjur þetta er bara saklaust, þér líður strax betur.
Ég vissi allveg betur , ég hefði ekki átt að taka hana , en af einhverjum ástæðum gleypti ég töfluna, ég bara gat ekki sagt nei við hann og þetta fallega bros ég bara bráðnaði algerlega þegar hann horfði svona á mig.
Éf veit ekki allveg hvort það hafi verið taflan eða hvort bílveikin var liðin yfir en skyndilega varð ég allveg rosalega svöng og ég held ég hefi borðað þrjá hamborgara sem er virkilega mikið fyrir mig sem get vanalega bara rétt torgað einum. Á meðan við sátum og borðuðum fór ég að velta fyrir mér borðdúkknum, þessum fallega dúk,aldrei á ævinni hafði ég séð jafn fallegar myndir. Það var ótrúlegt hvað blómin voru fallega rauð og græni liturinn á grasinu var sá fallegasti sem ég hafði nokkurtíma séð. Þetta voru svo fallegar myndir að ég bara varð að snerta og vá hvað dúkurinn var mjúkur aldrei hafði ég vitað að nokkuð gæti verið svo mjúkt og slétt viðkomu. Ég leit upp og varð tímabundið blind af birtunni frá ljósinu, rosalega var ljósið allt í einu orðið bjart, ég leit á Þóru sem horfði á mig skilningsljóum augum. Allt var svo fallegt , ég elskaði allt og alla og allir elskuðu mig. Í því kveikti einhver á útvarpinu , lagið var æðislegt og takkturinn hafði alfrei verið betri ég bara réð ekki við mig, ég bara varð að hreyfa mig með tónlisti . Ég dansaði eins og ég hafði aldrei dansað áður , uppi á borðum og sófum og náði meira að segja að klifra upp á þak og hljóp þar um eins og brjálæðingur. Þegar Krakkarnir náðu mér loksins niður fór ég í sófan og skoppaði þar um eins og versti smákrakki. Ég man að ég leit í áttina til þóru sem stóð og horfði á ,hún leit svo alvarlega út, ég skildi ekki afhverju hún var svona stíf þegar ég ,Krissi og Toggi skemmtum okkur svona vel . En ég gleymdi Þóru strax aftur því Krissi kom að mér og kyssti mig svo leit hann á mig og brosti og ég algerlega bráðnaði þá tók hann í hendina á mér og leiddi mig inn í herbergi. Ég man að Þóra var eitthvað að reyna að kalla á mig og segja mér að fara ekki með honum við þyrftum að fara heim. En ég hlustaði ekki, ég sá bara hann.

Þegar ég vaknaði morguninn eftir hélt ég að hausin á mér væri að springa allt sem var svo fallegt og yndislegt í gær var orðið grámyglulegt og mér leið hræðilega ,minnigar um pabba hrönnuðust yfir mig og mig langaði að stökkva niður af þakinu. Ég ætlaði að standa upp en ég gat það ekki það var ekki fyrr en þá að ég tók eftir Krissa sem lá við hliðina á mér með hendina og aðra löppina ofan á mér sem varð til þess að ég gat ekki staðið upp.
- Saga ertu vöknuð?
Það var Þóra sem var að kalla á mig.
- Já , ég er að koma fram.
Ofurhægt reyndi ég að smokra mér fram úr rúminu og reyndi eftir bestu getu að vekja Krissa ekki. Þegar ég loksins komst fram úr rúminu rauk út úr herberginu og labbaði beint á Togga sem lá á gólfinu. Ástandið á bústaðnum var ekkert til að hrópa húrra fyrir það voru brotnir diskar og glös á gólfinu og kvöldmaturinn síðan kvöldið var en á borðinu. Þóra sat í sófanum og var að horfa á sjónvarpið þegar hún kallaði á mig og sagði mér að koma og sjá. Mér til mikillar undrunnar var mynd af mér og Þóru á skjánum. Fréttakonan tilkynnti þjóðinni að þessar ungu stúlkur, sem sagt við, hefði verið saknað síðan í gær morgun. Ég vissi eiginlega ekki hvað ég átti að halda, ég vissi að mamma og pabbi mundu hafa áhyggjur af mér en að tilkynna það í sjónarpinu var nú ekki það sem ég bjóst við, þetta þýddi örugglega að þau væri búin að hringja á lögguna. Mér varð huxað til mömmu og pabba og allar þessar áhyggjur sem ég var að leggja á þau. Ég fékk næstum því samviskubit ,en samt ekki allveg mér fannst pabbi en þá eiga þetta skilið. Ég hrökk upp úr hugsunum mínum við það að Toggi var eitthvað að rumska á gólfinu, ég leit á Þóri og án þess að segja neitt stóðum við upp og löbbuðum út úr bústaðnum.
- Hvað gerðist eiginlega í gærkveldi ?
- Mannstu ekkert eftir því ?
- Það er nú frekar lítið sem ég man aðalega það að það var allt eitthvað svo bjart og fallegt, ég veit ekki allveg hvað var að mér en ég held að það hafi eitthvað með þessa bleiku töflu sem Krissi gaf mér í gær.
- Já, ég er eiginlega viss um það . Þeir voru allavega með fleiri fíkniefni þarna í gær
- Ha? Ekki tók ég eftir því.
- Nei ég sá það í gær þegar þú fórst á klósettið. Krissi var að taka einhverjar töflur.
- Af hverju sagðirðu mér ekki frá því?
- Ég ætlaði að gera það en ég náði ekkert að tala við þig áður en við fórum að borða og svo ætlaði ég að segja þér það þegar við vorum búin að borða en þá varstu all í einu svo skrítin og svo varstu bara horfin inn í herbegi með Krissa.
Krissi, það var skrítið þegar hann kyssti mig þá vildi ég fara inn með honum en þegar við vorum komin inn í herbergi þá fannst mér ógeðslegt hvernig hann snerti mig, augun í honum voru eitthvað svo rauð og andlitð virkaði eitthvað svo fjarlægt.
- Ég bað hann að hætta, en hann vildi það ekki hann hélt bara áfram . Ég gat ekkert gert. Ég veit að ég fór sjálfvilljug inn í herbergið með honum en ég bað hann samt að hætta.
- Það er ekki þér að kenna
Ég reyndi eftir bestu að fara ekki að gráta en þrátt fyrir það fann ég hvernig tárin runni niður kinnarnar á mér.
- Komdu við skulum fara heim
- Heim ? Hvernig eigum við eiginlega að komast heim? Ekki erum við með bíl, eigum við að labba eða hvað?
- Já ef til þess kemur gerum við það , en fyrst förum við og biðjum þá að keyra okku. Þeir fóru með okkur hingað og þeir geta vel komið okku til baka.
Við löbbuðum kokhraustar inn í bústaðin tilbúnar að takast á við ófrekjurnar sem biðu okkar. En sjálfsöryggi okkar hvarf eins og dögg fyrir sólu þegar við löbbuðum inn á Togga vera að sprauta sig. Hann leit upp , brosti til okkar , rétti fram sprautuna og spurði eins og ekkert væri sjálfsagðara hvort við vildum líka .
Í því kom Krissi fram grútmyglaður með hárið allt út í loftið, hann labbaði beint til mín tók utan um mig og ætlaði að smella á mig kossi en ég náði að smeygja mér fimlega undan.
- Við viljum fara heim
- Rólegar elskurnar við förum í kvöld
- Nei við viljum fara núna
- Við förum í kvöld og ekki mínútu fyrr en ég segi
Það var Krissi sem bisti sig svona, mér brá og ég kipptist við en ég ætlaði ekki að láta hann koma svona fram við mig, ég ætlaði heim og ég ætlaði heim núna.
- Þú komst með okkur hingað og þú getur komið okkur til baka
- Og ég mun gera það en bara ekki núna
- Farðu með okkur heim, NÚNA!
Hann leit á mig og án þess að segja neitt hrinti hann mér beint á hornið á sófaborðinu. Þessu átti ég alls ekki von á og ég náði ekki einu sinn að bera hendurnar fyrir mig þannig að ég rak ennið beint á honið og það fór að blæða.
- Hvað er að þér svínið þitt ?
Þóra hafði ekki fyrr sleppt orðinu þegar hann sló til hennar, en Þóra sem er svo klár, búin að æfa karate í fimm ár kom sér undan með glæsibrag . En hann gafst ekki upp þrátt fyrir það, heldurbeitti hann óþpkkabrögðum til þess að fella hana. Ég reyndi að ýta honum burt en hann sló til mín og Toggi kom og hélt Þóru. Þeir sögðu okkur að setjast á gólfið og halda okkur saman, og svo sögðu þeir þessi hræðilegu orð sem enginn vill nokkurtíman heyra, þessi hræðilegu orð sem enginn segir nema einhverjir mafíósar í lélegum Bandarískum bíómyndum. Ef þið hreyfið ykkur þá drepum við ykkur. Og þarna lágum við vinkonurnar saman á gólfinum og þorðum ekki fyrir okkar litla líf að hreyfa okkur. Það var nú meira vesenið sem ég hafði komið okkur í. Ég veit ekki hve lengi við vorum á gólfinu þegar þeir stóðu upp og löbbuðu út.
- Við ætlum aðeins að skreppa í bíltúr , en við verðum enga stund
- Þið verðið bara kyrrar hér elskurnar er það ekki.
- Og bara svona til öryggis að þið gerið enga vitleysu þá tökum við símana ykkar með okkur.
Svo löbbuðu þeir út og inn í bíl. Við þorðum ekki að standa upp fyrr en við heyrðum ekki í bílnum lengur. Ég gat ekki staðið upp sjálf og Þóra þurfti að hjálpa mér. Það blæddi en úr sárinu og mig svimaði. En við urðum að komast burt. Þóra hljóp fram og náði í úlpurnar okkar og svo læddumst við út um svala dyrnar. Við vildum ekki labba á veginum því við vorum hræddar um að rekast á strákana. Bústaðurinn var langt frá götunni og það tók okkur langan tíma að komast þangað. Þegar við loksins komust þangað var lítil sem enginn umferð og til að toppa allt byrjaði að rigna. Ég settist niður á götuna og beið.
- Hvað ertu að gera ? Við verðum að labba áfram.
- Ég get það ekki , mér er svo illt í höfðinu.
- Það blæðir enþá úr sárinu, þú þarft örugglega að láta sauma nokkur spor.
Í þessu sáum við bíl keyra í áttina til okkar, ég stökk upp og byrjaði að veifa en Þóra stökk á mig og dró mig niður í skurðin meðfram veginum.’
- Hvað ertu að gera manneskja ?
- Við verðum einhvernvegin að komast í bæinn
- Já, en við komust ekki langt í þessum bíl. Þetta voru Krissi og Toggi.
Ég starði bara út í loftið og skammaðist mín fyrir að þekkja ekki aftur bílinn. Við byrjuðum að labba hægt af stað og reyndum að húkka okkur far með bílunum en enginn stoppaði fyrir okkur. Það var örugglega liðinn klukkutími frá því við lögðum af stað þegar blár bíll stoppaði við kanntinn, við löbbuðum að bílunum og gömul vingjarnlega kona teygði hausinn út og spurði hvort okkur vantaði far. Við þökkuðum henni fyrir og settumst í aftur sætin. Þegar ég kom inn í bílin létti yfir mér og mér leið strax betur því ég var á leiðinni heim.