Það var greinilegt að eitthvað mikið var að. Hann kom til mín rennandi blautur og hríðskjálfandi, með sprungna vör og náfölur í andlitinu, klukkan eitt á föstudagskvöldi. ,,Sjitturinn, Danni, hvað gerðist?” spurði ég voða umhyggjusöm og teymdi hann þegjandi inní stofu. ,,Hann…” byrjaði hann en þagnaði strax aftur. ,,Hann hver? Var Bjössi að lemja þig? Hvað kom fyrir?” spurði ég og horfði í smástund á vin minn aðuren ég fór framá bað að sækja blautan þvottapoka og sótthreinsandi. Ég endurtók þessa klassísku spurningu einusinni enn á meðan ég þvoði blóðið framanúr honum. ,,Hvað gerðist?” Hann svaraði engu, skalf bara svo rosalega að það var einsog að horfa á ruglað sjónvarp. Ég spurði hann hvort ég ætti ekki að lána honum þurr föt, og mér fannst ég sjá hann kinka kolli. Annars var erfitt að meta það vegna hristingsins á honum. (Voðalega hlaut rigningin að vera köld og blaut í kvöld. Ég tíndi til íþróttabuxur, bol og flíspeysu af mér handa honum og fór svo aftur fram til hans. Hann var ómannlega fölur og á svipinn einsog það væri að líða yfir hann. Það hlaut eitthvað rosalegt að hafa gerst. Ég varð að fá að vita það. ,,Þú varst eitthvað að tala um hann áðan. Meinarðu Bjössi?” Hann hristi hausinn og leit snöggt á mig. Það var ótrúleg hræðsla í augnaráðinu, hann var einsog tryppi sem hafði fælst. Svo tók hann upp þurru fötin og fór úr rennblautu hettupeysunni sinni. Mér dauðbrá. Tággrannur líkamnin var þakinn marblettum og sárum, sumstaðar var jafnvel einsog hann hefði verið bitinn. ,,Daníel Huldar! Hvað í andskotanum kom eiginlega fyrir?” spurði ég dáldið sjokkeruð, en hafði þó rænu á að taka aftur upp þvottapokann og sprittglasið. Hann svaraði engu, starði bara framfyrir sig og leyfði mér að þvo og plástra bakið og bringuna á honum. ,,Anna, hann…” Hann tók sér smá hlé tilað taka andköf því ég hafði ýtt aðeins of fast á brákað rifbein, og hélt svo áfram: ,,Hann nauðg…” Hann gat ekki klárað setninguna, því hann fór að gráta einsog lítið barn, en ég skildi samt hvað hafði komið fyrir. ,,Þér? Eða Emblu?” Augnaráðið sem hann sendi mér sagði allt, og ég tók utanum besta vin minn, þennan harða nagla sem hataði heiminn og hafði nú verið nauðgað. Ég var kjaftstopp.
Þegar ég vaknaði um morguninn var Danni kominn á fætur og sat uppá sjónvarpsborði á boxernærbuxum og íþróttasokkum með krosslagða handleggi og glápti á tívíið. Það var slökkt á því. En hann var allavega hættur að skjálfa. ,,Góðan daginn,” sagði ég varlega. ,,Já. Góður dagur,” sagði hann og leit hvasst á mig með hæðnislegt bros á vörum. Jæja, hann var að verða líkur sjálfum sér. ,,Ertu löngu vaknaður?” spurði ég hálfvandræðalega. ,,Jájá, blessuð vertu, ég vaknaði í gærmorgun klukkan níu.” Hann hafði semsagt ekkert sofið. Kom mér sosum ekki á óvart. Ég leyfði honum að geðvonskast í friði með dauðu sjónvarpinu og fór framí eldhús að taka til morgunmat. Ég hitaði marga lítra af kakói, ristaði nokkrar brauðfjölskyldur og tók til bæði seríos, kornflex og jógúrt. Þegar Danni var síðan loksins kominn að matarborðinu snerti hann ekki á matnum og rétt dreypti á kókflösku sem hann rændi úr ísskápshurðinni. ,,Ertu ekkert svangur?” spurði ég með munninn fullan af ristuðu brauði með smjöri og marmelaði. Hann leit ekki einusinni á mig og saup af stút. Ég var að verða áhyggjufull. Ef krakkinn ætlaði ekki að fara að tala myndi ég hringja á talmeinafræðing eða eitthvað álíka heimskulegt. ,,Hver var það?” spurði ég snögglega. Honum svelgdist á kókinu en ég sá að hann reyndi að láta ekki á neinu bera. ,,Dólgurinn hennar mömmu og einhver félagi hans.” Augu hans flögruðu um allt herbergið og komu allstaðar við annarsstaðar en á mér. Loksins fann hann kyrrablett á kókflöskunni sem hann hafði verið að drekka úr og fór að lesa innihaldslýsinguna af miklum ákafa. ,,Í gærkveldi? Hvernig?” Jájá, forvitnin alveg að drepa mig. Danni horfði beint í augun á mér, fast og ákveðið, og var í hróplegu ósamræmi við sjálfan sig seinustu klukkustundir. ,,Ég vil ekki tala um það núna.” Ég yppti öxlum. ,,Ókei, einsog herrann óskar.” Hann hefur sjálfsagt fundið að ég var að hæðast að honum, sem ég hefði auðvitað ekki átt að gera við akkúrat þessar kringumstæður, og stóð upp. ,,Ég vil ekki tala um það. Og ef þú getur ekki drullast tilað skilja það, þá geturðu ímyndað þér helvítis niðurlæginguna að vera laminn í rúmið af tveimur blinfullum köllum sem þekkja ekki lengur bjórvömbina á sér frá fokkin hommasleikjandi trantinum, síðan bundinn niður og tekinn í fokkin rassgatið svona tíu sinnum, laminn síðan aðeins meira og hent út, og það allt á meðan helvítis mellan sem kallar sig mömmu þína glápir auðmjúk á og er of uppdópuð tilað fá þá einföldu flugu í höfuðið að þetta sé ekki rétt, stendur bara og reykir og hefur ekki augun af þessum æðislega Bjössa og þessum ennþá frábærari fokkin vini hans, sem eru að ala son hennar upp og sýna honum hvernig sannir karlmenn haga sér, glottir í mesta lagi þegar þeir reyna báðir að fara inn í einu…” Þessi besti vinur minn sem hafði fæðst öfugu megin við línuna og yrði þar sjálfsagt alltaf, lak niður á flísalagt gólfið og varð aftur þessi sami litli strákur og hann hafði verið kvöldið áður. Hann setti hendurnar fyrir andlitið á sér og renndi löngum og beinaberum fingrunum í gegnum hárið, skalf smávegis og að lokum rann agnarlítið tár milli handanna á honum og niðrá hálsinn. ,,Myndi þig langa tilað tala um það?” tautaði hann. Ég fór ósjálfrátt að gráta sjálf, settist á gólfið hjá honum og faðmaði hann að mér, bara afþvíað mér þótti svo ótrúlega vænt um einmitt þá og ég vorkenndi honum svo að vera til.