Víglundur með meiru Saga frá því í fyrra..skrifuð á hálftíma í solitlu kasti:p

Víglundur var víkingur nokkur er búsettur var á Arnarstapa á
Snæfellsnesi á bænum Sönghóli. Faðir hans var Jón
Tryggvason en hann var betur þekktur sem Jón hinn sterki
Stapamaður. Móðir Víglundar er nýlega fallin frá en hún hét
Skúlína Ársælsdóttir betur þekkt sem Stapakonan vígalega.
Víglundur var 18vetra og kominn með konu en hún hét
Magnfríður Marðardóttir en faðir hennar var Mörður hinn spaki
á Staðabakka en hann var spakasti maður sem fyrirfannst á
vesturhluta landsins.
Víglundur og Magnfríður voru tiltölulega nýorðin hjón en þau
hittust ekki í gegnum fjölskyldur sínar heldur mjög furðulega.
Þannig var að dag einn þegar Víglundur var nýbúinn að frétta
af dauða móður sinnar gerði hann það sem hann gerði oft
þegar hann var sorgmætur,kleif Stapafellið. Á leið sinni upp
fellið sá hann aðra stúlku vera að klífa það stúlka þessi var
Magnfríður en hann vissi það ekki þá, stúlkan var mjög fögur
og hann gat ekki einbeitt sér að klifinu. Þegar hann hafði fylgst
með henni nokkurn tíma leit hún snöggt við og augu þeirra
mættust. Þau horfðu lengi á hvort annað en svo stökk stúlkan
á hann og þau byrjuðu að fljúgast á af svo miklum kratfti að
þau rúlluðu niður fjallshlíðina og þegar þau loks stöðvuðust
þá hættu þau að slást.
Aftur horfðu þau á hvort annað um stund en svo ákvað
Víglundur að taka af skarið og spyrja um nafn hennar hún
sagðist heita Magnfríður og spurði hvað hann héti hann
svaraði því að hann héti Víglundur.
Þau byrjuðu að taka tal saman og þeim líkaði mjög vel hvoru
við annað. Síðan eftir nokkra stund spurði Víglundur
sakleysislega:”Myndirðu kannski vilja verða konan mín og
elda ofan í mig matinn og þvo af mér fötin?” Stúlkan leit
hvumsa á hann og vissi ekkert hvaðan á sig stóð veðrið hún
var þögul um stund og svaraði:”Já það vil ég.”
Þau gengu brott saman og giftu sig í laumi af því að þar sem
Mörður hinn spaki var faðir hennar þekkti hún marga presta
sem vildu allt fyrir hana gera.
Seinna meir þegar feðurninr fréttu af þessu brugðust þeir
mjög vel við og þau hófu búskap á bænum hans Víglundar
með föður hans honum Jóni hinum sterka Stapamanni.
Þrátt fyrir að Víglundur hefði ekki farið í víkingaferð með
félögum sínum síðan að hann var 15 vetra var hann alvöru
víkingur og þess vegna hlaut að koma að því að hann héldi í
leiðangur.
Einn fagran vormorgun kom góður félagi Víglundar í
heimsókn á bæinn til þeirra með þær fregnir að þeir ætluðu
að fara í ferð til Noregs og ná þaðan miklum verðmætum.
Félagi Víglundar sem kom með þessar fregnir hét Hálfdán
Margeirsson og var einn mesti víkingur landsins hann hafði
tekið þátt í kóngaráninu sem allir ættu að muna eftir og einnig
prestaleiðangrinum.
Víglundur sagði Magnfríði konu sinni tíðindin og var þetta
henni þvert um geð, hún þvertók fyrir að hann færi en hann
sagði bara:”Þetta kvenfólk!” Svo fór hann daginn eftir og
Magnfríður sat eftir með sárt enni froðufellandi af bræði í hans
garð. Jón reyndi að hressa hana við en hún hresstist ekki við
hún ætlaði að finna eiginkonur félaga hans í leiðangrinum og
stofna með þeim samtök eiginkvenna víkinga. Jón sagði
henni þá að enginn þeirra væri giftur nema Hálfdán og konan
sú væri bara fegin að vera laus við karlinn af og til. Magnfríður
neitaði að sætta sig við þetta framferði Víglundar og fór aftur
heim til föður síns á Staðabakka og neitaði að fara til baka
þangað til að Víglundur kæmi aftur og þá ætlaði hún að hefna
sín rækilega á honum.
En þá er að vita hvernig gekk hjá Víglundi og félögum. Á leið
sinni fram hjá Danmörku lentu þeir í þvílíku óveðri að skipið
var einum þumli frá því að sökkva. Einn félaga Víglundar hann
Hafliði datt útbyrðis þegar hann var eitthvað að reyna að laga á
skipinu. Þeir tóku dauðdaga hans mjög nærri sér og ákváðu
að snúa við til að segja foreldrum hans tíðindin. En óveðrinu
slotaði ekki þeir voru í gífurlegum vandræðum og þeir gátu
ekkert gert nema vonað hið besta. Af og til varð Víglundi
hugsað heim til Magnfríðar en þessa síðustu daga áður en
hann fór í leiðangurinn hafði hún verið uppstökk og það olli
honum áhyggjum hvernig hún yrði þegar hann kæmi aftur
heim. Magnfríður var alveg óútreiknanleg þegar hún var reið
og Jón og Mörður fengu að kynnast því meðan hann Víglundur
var í burtu. Hún gerði tilraun til að klífa allan Snæfellsjökul en
hún féll niður og sem betur fer átti kaupmaðurinn leið hjá og
fann hana liggjandi í snjónum og náði að flytja hana heim í
Sönghól þar sem hún svaf í nokkra daga samfleytt. Þegar hún
vaknaði taldi hún sig vera Freyja eiginkona þrumuguðsins
Þórs og krafðist þess að fá að vita hvar Jón faldi Þór en hún
taldi Jón vera Loka. Jón greyið vissi ekkert hvað hann gæti
gert til þess að hún hætti þessari vitleysu. Hann náði í Mörð
og sagði honum frá þessu og Mörður sagði honum nokkuð
sem enginn vissi. Hann sagði að Magnfríður hefði gert þetta
þrisvar sinnum áður og það eina sem léti hana hætta þessu
var að gefa henni fíflamjólk að drekka og mata hana á
söltuðum mosa og síðan eftir það yrði að láta hana út í sjó en
það gætu þeir gert við bryggjuna.
Jón vissi ekkert hvernig hann átti að láta en áður en hann
vissi af var Mörður farinn að tína fífla og mosa. Á meðan þeir
sinntu þessu voru Víglundur og félagar að nálgast strendur
Íslands og Víglund grunaði ekki hvað ástandið var alvarlegt á
rólega bænum Sönghóli. Þegar Mörður og Jón voru búnir að
mata hana á fíflamjólkinni og salta mosanum var komið að
því að láta hana í sjóinn þeir fóru með hana á bryggjuna og til
að hafa hana rólega á leiðinni töldu þeir henni trú um að þau
væru að fara til Valhallar þar sem Þór biði hennar. Þegar á
bryggjuna var komið trylltist Magnfríður þegar hún sá að þetta
var ekki Valhöll. Þeir voru þá snöggir í hreyfingum og fleygðu
henni út í sjó.Eftir hálfa klukkustund varð hún aftur venjuleg og
spurði hneyskluð hví hún væri út í sjó. Faðir hennar horfði á
hana þannig að hún áttaði sig á því sem gerst hafði. Meðan
hún var að koma upp úr sjónum sáu þau skip Víglundar
nálgast og kölluðu þau til Víglundar. Víglundur heyrði köllin en
kaus að svara ekki vegna fréttanna um lát Hafliða og annars
sem hann hafði uppgötvað á leiðinni. Þegar þeir komu að
landi kallaði Víglundur til Marðar, Jóns og Magnfríðar og
sagði:” Á ferð okkar lentum við í geysilegu óveðri og datt
Hafliði útbyrðis og okkur var ekki unnt að bjarga honum vegna
veðursins.” Þetta fannst þeim mjög sorglegt að heyra nema
reyndar Magnfríði og svaraði hún bara:”Ó,nei en hræðilegt fyrir
þig!” Víglundur kaus að hundsa þetta og segja þeim hinar
fréttirnar. “Ég hef fleiri fréttir að færa og það er það að það
tókust ástir með mér og Hálfdáni í ferðinni þegar við
uppgötvuðum að báðir höfum við yndi af því að klæðast
kvenmannsflíkum:” Angistaróp heyrðist í Magnfríði og
hneykslismuldur í Jóni og Merði. Magnfríður trylltist og stökk
áVíglund og duttu þau bæði í sjóinn en þar reyndi Magnfríður
að drekkja honum en hann sá við því og fór með hana upp á
land. Eftir þessar fregnir seldi Jón Sönghól og keypti lítið land
í Borgarfirði, Magnfríður rauf allt samband við Víglund og
Mörður einnig. Víglundur og Hálfdán keyptu jörð við
Breiðafjörð og nefndu bæinn Vígdánarstað. Ekki er vitað hvað
varð um eiginkonu Hálfdánar en þau áttu engin börn.
ENDIR