Einu sinni var pínulítil græn geimvera sem ákvað að flytja frá plánetunni sinni því hún var svo spillt.
þessi geimvera hafði þá einstaklegu gáfu eða hæfileika að hún gat skapað líf. þegar hún var búin að yfirgefa plánetuna sína fór henni að leiðast svo að hún ákvað að skapa sína eigin plánetu með samfélagi sem hún gat stjórnað. fyrst bjó hun til fallega plánetu með bláum höfum´grænum sléttum og háum fjöllum svo fór hún að skapa allskonar lífverur sem hún setti á plánetuna en eitthvað fannst henni vanta svo hún ákvað að bú til eina lífveru enn sem myndi hafa það vit að drottna yfir hinum (samt var hún óstjórnlega heimsk) hún setti þessa lífveru á plánetuna og hún fór strax að þróast og búa til betri lífsskilyrði fyrir sig. en svo kom eitthvað fyrir og lífveran fór að berjast gegn sjálfri sér og eyðileggja umhverfi sitt og hinna lífveranna. Litla græna geimveran sá að hún hafði gert mistök hún hafði látið búið til lífveru sem hagaði sér eins og pest og ætlaði nú að útrýma henni en það gekk illa því um leið og eitthvað kom fyrir lærði lífveran að bjarga sér útúr því þannig að geimveran ákvað að útrýma plánetunni með risa sprengju en geimveran þurfti tíma til að forða sér svo hún setti tímastillingu á sprenguna og ef þú ert hér til að lesa þetta er klukkan enn að tifa….