Þeir lágu þarna. Ótrúlegt en satt. Þeir voru blákaldir. Félagi þeirra, sannleikurinn, var blákaldur.

Hún hafði dömpað mér þennan dag. Tíkin. Þó fékk ég enga hvöt til að rífast við hana, þrátt fyrir að allt leit út fyrir það að hún væri að reyna að koma rifrildi af stað. Klukkan var rétt rúmlega sjö. Ég sat á gólfinu á ganginum með gamla símann hennar langömmu í hendinni. Snúran frá tólinu að “stöðinni” lá alla leið frá ganginum og inn í eldhús. Samt náðu köllinn hennar mömmu að komast til mín eins og lífshótanir, hverjar á eftir annarri.
- “Já mér er alveg sama þótt þessi kind hafi hætt með þér!!! Þú átt að mæta í matarboðið undir eins!!! Þetta vinnuviðtal er mér mjög mikilvægt svo þú skalt drulla þér á fætur og…”
… já. Þar var mér nóg boðið. Í æðiskasti lamdi ég símanum í gólfið, hverju höggi á eftir öðru. Ég heyrði að Rottweiler hundurinn úr næsta húsi var byrjaður að gelta, en í þetta sinn var mér alveg sama og hélt áfram að lemja símanum í gólfið… þar til…
“KLAAANNNNNNNNNG”

Ég hafði endanlega gert út af við símann minn… og mig. Ætli langamma sé uppi á himnum, pissed off út af eyðilagða símanum? Ég lét hann detta í jörðina en samt hélt þessi hundsskratti áfram að gelta þangað til fitubollueigandinn náði að þagga niður í helvítinu. Lá við að ég færi að gelta líka. Koma smá skilaboðum til allra hundanna í hverfinu, og jafnvel lengra, um að það væri maður í ástarsorg sem þyrfti að syrgja. Og það undir eins. Ég hallaði hausnum aftur að veggnum á ganginum. Það rann tár niður kinnina á mér þó ég væri ekki beinlínis að gráta. Ég reyndi að brosa til að bæta lífið en innan í mér öskraði ég á sjálfan mig:
- “Hættu að gráta helvítis auminginn þinn!!! Mömmustrákur!!!”
En þessi öskur bættu ekkert. Þau urðu einmitt til þess að ég færi að gráta enn meira en þessu litla tári. Þá fór ég að hugsa um alla krakkana sem hæddust að mér í grunnskóla:
- “Mömmustrákur! Mömmustrákur!”
… sparkað í mig, liggjandi á skólalóðinni. Skólatöskunni minni hvolft yfir mig, nestisboxið og allt galleríið sem fauk yfir mig og varð til þess að ég fékk blóðnasir. Allt gert í flýti svo kennarinn myndi ekki ná að koma og “bösta” kvikindin. Kallaður “hommi” og “faggi”. Þá vildi ég deyja.

Ég stóð upp, klæddi mig í jakkann og gekk út í lífið. Út í mannfjöldann. Út Á lífið réttara sagt. Það var þetta týpíska laugardagskvöld í gangi. Föstudagskvöldið búið, þar sem fríið er nýbyrjað og fólkið leigjir spólu og hefur það kósí uppi í sófa með makanum sínum. En jájá, svo kemur laugardagskvöldið, en það er víst allt önnur saga. Hver ælan á eftir annarri á blautu malbikinu. Ég hafði til fáeina bleðla fyrir strippklúbbana og barina. Á meðan ég gekk upp Laugarveginn reyndi ég að þurrka tárin af kinnunum, en fannst samt eins og fáeinir fullir skrifstofumenn bentu á mig og hlógu út af þeim. Út af ósýnilegu tárunum. Þeir sáu í gegnum mig og aumkunnarverðu tárin mín. Ég hafði símann á “Silent” svo mamma myndi ekki hringja í mig og fylla mig af einhverju kjaftæði um það að ég myndi ekki fá “pönnsur” ef ég kæmi ekki í þetta helvíska matarboð. Hvað þá Gogga? Beljan nýbúin að dömpa mér og kemur með eitthvað kjaftæði…:
- “En eigum við samt ekki að halda áfram að vera vinir…?”
Ohh, þessi gelgjulega rödd fékk mig næstum til að gubba á miðjann Laugarveginn. En hvað með vini mína? Kannski að þeir myndu hringja…
- “Dude, allt í lagi? Viltu ekki koma yfir og glápá Terminator með okkur? Lúlli var að fá hana á DVD! Special Edition og shit!”

En þar sá ég 22.

Ég ætlaði að byrja á týpíska barröltinu og mixa mér við mannfólkið. Kannski finna nokkra barþjóna til að hugga mig. Þegar ég heyrði köll.
- “Slagur, slagur, slagur!”
U.þ.b. helmingurinn af fólkinu í mannfjöldanum hafði safnað sér saman í kringum tvo unglingsstráka. Hljóta að hafa verið á átjánda ári. Mér fannst ég ekki vera “reddí” í áhorfið. Ég hafði ekki einu sinni fengið mér sopa af einhverju áfengu, hvað þá í glas? En ég fór samt og kramdi sjálfan mig í gegnum einhverja ótrúlega leið sem varð til þess að ég var fremstur í áhorfinu. Annar náunginn hafði tekið hinn niður með einhverju ruðningsbragði og var u.þ.b. að reyna að sparka hnénu sínu beint í nefið á honum. Náunginn fór upp á hinn og byrjaði að kýla hann margoft í fésið þangað til að maðurinn var orðinn útataður í blóði. Afhverju gerði enginn neitt? Hugsaði ég með mér og fannst þetta vera eitthvað skrítið. Allur þessi mannfjöldi og enginn gerði neitt í málinu. Ég tók nú samt eftir því að einhver túristi hafði tekið upp á því að hringja í lögguna því að ég heyrði augljóslega í sírenunum í fjarska. Ég hafði ákveðið að gera eitthvað.

Ég gekk upp að manninum sem sat ofan á hinum í örvæntingu um að fá að sjá smá blóð. Þetta var grunnskóli allt upp á nýtt… og í þetta skipti vildi ég gera eitthvað. Útrásin flæddi um æðarnar. Ég greip í hárið á manninum og rykkti eins fast og ég gat í það þar til ég kýldi hann beint í “feisið”. Eða réttara sagt, beint í nefið. Ég heyrði nefnilega í “klikkinu” í nefinu á manninum þegar hnefinn lenti á því. Hausinn á manninum féll í jörðina. Ég hafði nefbrotið hann. Hann æpti emjandi:
- “Hvað er að þér, mannfjandi?!??”
Hann fór að væla eins og eitthvað smábarn. En það var orðið of seint að fara í hlátursvímu út af því, því að “þeir” voru mættir. Löggurnar. Bílarnir snarstönsuðu utan við mannfjöldann og auðvitað víkti slatta af fólki frá fyrir þessum heiðursmönnum. Riddara laganna. Þeir hlupu upp að okkur öllum þremur og héldu fast í okkur þar til þeir slepptu okkur inn í lögreglubílana. Þeir voru þrír menn á tveimur bílum. Einn maður tók aumingjann sem ég nefbraut og hinir tveir tóku mig… og mig í grunnskóla. Réttara sagt manninn sem ég bjargaði frá því að missa meira blóð. Ég horfði út um afturrúðuna í lögreglubílnum. Það var byrjað að rigna. Mannlífið hélt náttúrulega áfram þrátt fyrir þetta litla móment, sem skipti í rauninni engann máli. Fólkið fór út til þess að skemmta sér og aðeins til að skemmta sér, hvernig sem það fór að því. Hvort það drakk sig til dauða eður ei þá skemmti það sér samt. Já, þannig eru íslendingar. Sannir víkingar.

Það var ótrúlegt en satt, en ég var virkilega byrjaður að tala við þessa fyllibyttu sem sat við hliðina á mér í aftursætinu. Ég skildi ekki orð af því sem maðurinn var að gaula. Eða maður og ekki maður, þetta var eiginlega bara drengur.
- “Núnú, bara verið að skemmta sér…”
Löggan í farþegasætinu fram í þurfti náttúrulega að koma með einhverja kaldhæðni. Eitthvað ömurlegt djók.
- “Gerðu okkur bara greiða og haltu kjafti” svaraði ég… en fékk því miður ekki það sem ég bað um.
- “Núnú… það er bara svoleiðis. Vilja menn bara aukatíma inni?”
Þessi gaur var kominn ótrúlega mikið í pirrurnar á mér. Hvað þá lögreglumaðurinn sem sat við hliðina á honum sem keyrði á 30 og hló eins og spastískur kjúklingur að öllum “bröndurunum” hans. Og ég nefni nú ekki að lokum fyllibyttuna sem sat við hliðina á mér og reyndi að segja eitthvað óskiljanlegt sem kom engum í rauninni við. Ég ákvað að kíkja á símann minn svona til tilbreytingar. “12 missed calls”. 8 frá mömmu. 3 frá Goggu og eitt frá Lúlla og co. M.a.s. beið mín eitt smáskilaboð frá Goggu: “Eigum við ekki samt að halda áfram að vera vinir?”. Hvað var AÐ heiminum?! Og ofan á allt þurfti ég að hlusta á þessa fáránlegu brandara sem löggan hélt áfram að koma með og HVAÐ MEÐ “babblið” í þessari fyllibyttu!!! Ég fékk nóg… eins og alltaf. Ég fékk alltaf nóg.
- “Viltu HALDA FUCKING KJAFTI?!?!?!?” öskraði ég á fyllibyttuna sem ég hafði bjargað áður fyrr. Hún horfði á mig með döprum augum. Allt þetta blóð framan í henni. Drengurinn réðist á mig upp úr þurru. Lögreglubíllinn skransaði eins og fjandinn og löggurnar hoppuðu út úr bílnum til að draga okkur út úr honum og í sundur frá hvor öðrum. Við vorum inni í þessu frekar litla húsasundi. Þær héldu okkur til að reyna að róa okkur. En ekkert róaði mig. Ég snappaði ennþá meira.
- “Viltu SLEPPA mér?!”
… hvað hafði ég gert?

Löggan með spastíska hláturinn lá í stéttinni og hélt fyrir andlitið. Ég hafði gefið honum rosalegt olnbogaskot.
- “… hvað er að þér?…” sagði lögregluþjónninn. Ég horfði aftur fyrir mig. Hinum megin við löggubílinn stóðu hin löggan og fyllibyttan og störðu á mig. Heimurinn hafði hætt að snúast. Ég byrjaði að hlaupa lengra inn í húsasundið. Löggan hljóp upp að særðu löggunni og reyndi að fá hana til að standa upp. Ég vissi að það næsta sem þeir myndu gera var að kalla í talstöðina á eftir fleirum félugum sínum.
Ég hljóp… og ég hljóp.

Ég hélt ég myndi aldrei hætta að hlaupa. Frá einum bari í annan. Frá Club Óðal og á Gaukinn og á Prikið. Ég fann það á mér að þeir væru enn á eftir mér. Svo ég hélt áfram að flýja frá engu.

Þegar ég var að beygja inn á Framnesveginn var mér orðið flökurt. Gat varla staðið í lappirnar lengur. Furðuleg samblanda af gini og viskíi kitluðu beiska bragðlaukana. 23 missed calls. Maginn minn gaulaði eins og hann þyrfti að segja öllum klakanum frá því að ég væri fullur. En því miður heyrði ég það bara. Ég gekk inn í eitt portið og slímið flaut upp í kokið og út úr munninum. Beint á malbikið. Ég hafði hóstað allt kvöldið… og nú loks ældi ég. Mér leið verr en nokkru sinni fyrr. Ég heyrði m.a.s. sírenurnar frá lögreglubílunum enn í fjarska sem kölluðu á mig. Ég hélt áfram að flýja þó ég gat varla gengið. Ég sá þennan róna sem lá í stéttinni og sneri bakinu í vínrauðann himininn. Þarna vorum við. Róninn og ég. Ég lét mig falla ofan í stéttina og lygndi aftur augunum… fann fyrir því að það var meira gubb á leiðinni. En ég þoldi það ekki lengur. Þoldi það ekki að kafna meira í eigin ælu, þoldi ekki veröldina.

Þessvegna lygndi ég aftur augunum og lagði mig hjá rónanum. Farsíminn hringdi… og hringdi. Hringdi alveg út…

… 24 missed calls.


Þeir lágu þarna. Ótrúlegt en satt. Þeir voru blákaldir. Félagi þeirra, sannleikurinn, var blákaldur.


- Kexi
_________________________________________________