Hann vafrar um túnið í þykkju skykkjunni sinni sem enginn byrta lýsir í gegnum. Enginn hefur séð manninn undir skykkjunni, aðeins rýra hönd hans sem hann teygjir fram úr erminni til að heilsa fólki og hina sem heldur í gamlann boginn ljá.
Menn telja að hann sé Dauðinn og sé bara villtur og taka þeir því ekki í hönd hans af hræðslu um líf sitt.
Eitt daginn bankar hann upp hjá hjónum hér í dalnum. Hann biður þau að veita þreyttum förumanni mat og réttir fram hönd sína til að hrista hönd gestgjafans að þökkum.
„Gakk í bæ,“ segir bóndinn án þess að taka í höndu mannsins „ég held ég eigi smá í askinum fyrir þig að snæða.“ Bóndinn er það hræddur við manninn að hann gat ekki neitað honum en bað hann samt að geyma ljáinn fyrir utan.
Maðurinn gekk inn og var vísað að matarborði þar sem hann settist.
„Hvað má bjóða þér?“ spyr bóndinn.
„Hvað sem þér hafið að bjóða“ svarar maðurinn.
Bóndinn gengur út úr herberginu en kemur fljótt inn aftur með laufabrauð og hið feitasta smjör.
„Þúsund þakkir” segir maðurinn og byrjar að borða, eins svangur og hann var orðinn. Þegar hann var búinn með allt brauðið og hálft smjörstykkið leit hann undrandi á borðið fyrir framan sig. Hann hafði verið svo upptekinn við að borða að hann sá ekki að bóndinn og kona hans höfðu borið á borð allar þær dýrindis krásir sem til voru í búrinu. Hangikjöt, lambalæri, meira laufabrauð, súpa og fleira.
Greyjið maðurinn hafði aldrei séð annað eins. Hann hafði ekki einu fengið svona á jólunum.
„Á ég að torga þessu öllu?“ spyr maðurinn skelfingu lostinn.
„Allt handa þér,“ segir bóndinn „við hjónin horfum bara á.“ bætir hann stamandi við.
„Jæja þá, ég byrja þá á súpunni, áður en hún kólnar“
Súpan hefði verið meira en nóg handa honum, í raun meira en nóg handa hverjum sem er. En hann kláraði hana alla og byrjaði á hangikjötinu en stoppaði svo allt í einu og horfði á hjónin sem höfðu starað á mathákinn í nærri hálftíma.
„Þið eigið þó ekki jafning?“ spurði maðurinn loks.
Hjónin horfðu á hvort annað. „Kemur eftir smá stund“ segir konan og hleypur inn í eldhús. Bóndinn brosir óstöðugt til mannsins sem situr nú yfir seinni skammtinum af laufabrauði.
„Hvaðan ertu?“ spyr bóndinn.
„Ég vil helst ekki tala um það.“ svarar maðurinn.
„Hvað heitiru?“
„Ég hef aldrei verið nefndur neinu nafni, engu venjulegu nafni, en ég hef verið kallaður ýmsum hugtökum.“
„eh, eh, eh, ertu Dauðinn?“
„Hvað meinaru?“
„Ég meina, ertu Dauðinn? Maðurinn með ljáinn?“
„Ég er vissulega maður með ljá, en Dauðinn? Það eru þá fréttir fyrir mér.“
„Ertu þá ekki dauðinn?“
„Ja, ég veit ekki, hvað finnst þér?“
„Ég, eiginlega, held að þú sért ekki dauðinn.“
„Af hverju spurðiru þá?“
„Eh,“
Bóndinn náði ekki að svara því að bóndakonan kom inn með jafninginn. Hún ber hann á borð hljóðalaust og maðurinn hellir yfir hangiskjötið ásamt kartöflum sem hann var búnað skenkja sér. Hann byrjar að borða á ný og hjónin eru aftur byrjuð að stara á hann. Hann klárar allt nema lambalærið.
„Fæ ég þetta í nesti?“ spyr hann
Hjónin kinka kolli samtímis
Maðurinn þakkar fyrir sig, tekur lærið, gengur út, grípur ljáinn sinn og hugsar með sér „Nokkuð góð hugmynd þetta með ljáinn.“
Kíkið endilega á síðuna mína www.folk.is/nixey