Gamall maður situr við rúmstokk 4 ára drengs…. þeir eru á sjúkrahúsi og drengurinn virðist vera kvalin….

,,Afi?”.

,,já vinur”.

,,Afi villtu sýna mér stjörnurnar?”.

,,Já ég vil sýna þér stjörnurnar, skal sýna þér stjörnurnar…”

,,afi eru þær ekki fallegar?”

,,Jú vinur fallegar eru þær”

,,Hvernig líta þær út afi..hvernig líta þær út?”

,,komdu við þetta vinur..”.

,,en afi þetta er aðein punktur”.

,,ein stjarna er eins og þessi punktur og þær eru miljónir þarna uppi… Eins og litlir englar sem gæta þeirra sem hér niðri eru…”

,,en liturinn afi? Hvernig eru þær á litinn?”

,,þær eru svo skærar að skærari lit er ekki hægt að finna… ég fór eitt sinn með þér litli vinur minn að skoða stjörnurnar… dagin áður en óhappið varð”

,,afi áttu við daginn áður en myrkrið kom?”

,,já vinur, daginn áður en hið eilífa myrkur kom yfir þig”

,,ég man að áður en mamma fór frá mér sagði hún mér það að að lokum myndi einhver kveikja ljósið og myrkrið færi fyrir fullt og allt, afi hún sagði það áður en hún fór hún sagði það.”.

,,há rétt er það, að lokum mun það fara, að lokum.”

,,en afi hvenær? Hvenær?”

,,þegar guð stríkur hendi sinni yfir augun þín, yfir augun þín og allan líkaman”

,,afi er langt þangað til?”

,,nei vinur, fyrr en varir verður þú kominn í ljósið og þú faðmaður af móður þinni, föður, stóra bróður og einnig af englum guðs og af drottni sjálfum”

Strákurinn lokar augunum í seinasta skiptið því að guð hefur strokið hendi sinni yfir augu snáðans og myrkrið fer og nú tekur við eilíf birta og ást….
__________________________________