Góða kvöldið kæru hugarar. Ég var að lesa nokkrar smásögur hérna og gagnrýnina á þær, oft sé ég mjög góðar sögur og góða gagnrýni á þær. En svo fer ég að hugsa, afhverju skrifum við þessar smásögur? Er það til að fá útrás, leysa innri vandamál eða bara reyna vera frægur og ríkur.

Þegar ég var búinn að hugsa um þetta í smástund fór ég að sjá að kannski þyrfti höfundar þessara smásagna ekkert að taka gagnrýni. Kannski þeir skrifi þetta fyrir þá sjálfa, sama þó það séu ótal stafsetningarvillur eða þó að texti sé villandi.
Ef til vill.

Og aftur leitaði önnur hugsun á mig. Hvað um að höfundar smásagnana hérna myndu segja ástæðu fyrir sögum þeirra og afhverju þau sömu um nákvæmlega þetta. Kannski eru þessir höfundar bara að opna sjálfan sig en geta það síðan ekki vegna stafsetningarvillna sem þeim er sífellt bend á. Og í staðinn eru það frekar hinir sem eru betri að sér í íslenskunni sem senda inn.

Þannig að mín skoðun sem verður sennilega ekki vinsæl er sú að allir einstaklingar ættu að fá að skrifa sögu og senda inn án þess að fá gagnrýni á stafsetningarvillur eða bull, nema augljós ástæða sé fyrir því. Við munum nú öll eftir Halldóri Laxness sem fór sínar eigin leiðir í gerð sagna sinna.

Bara smá hugsun fyrir daginn… Og nei þetta er ekki saga.