-Láttu mig vera þarna viðbjóðurinn þinn!
Hann dró höndina rólega að sér. Röddin var við það að bresta og reiðin sauð innra með henni. Henni var kalt og hún vissi að hún kæmist ekki heim fyrr en eftir að minnsta kosti tvo tíma. Þessum tveimru tímum þyrfti hún að verja með honum. Hvað var hún að samþykkja þessa útilegu? Budda vinkona hafði sagt henni að hann yrði þarna ásamt vinum sínum og vildi endilega fara með þeim. Hún samþykkti það, einhverra hluta vegna. En inni í henni var rödd sem öskraði bara við það eitt að heyra nafn hans. Reynir. Eins og eitthvað helvítis saklaust tré. En hann var sko ekki saklaust tré. Hún hélt það fyrst, en núna vissi hún betur. Á meðan hún stóð þarna í rigningunni og horfði á pollana myndast í grasið og fólkið í óða önn að bjarga öllu því sem hægt var frá bleytunni, reikaði hugur hennar aftur um tvö ár. Árið sem hún varð 17 ára og hann 19. Hún var búin að vera hrifin af honum lengi þá. Búin að gera allt sem í hennar valdi stóð til að reyna við hann. Allavega eins og hún þorði. Oftast var hann ótrúlega góður við hana. Stundum gaf hann henni meira að segja von um að eitthvað gæti gerst. En svo dró hann sig til baka aftur, hætti að svara smsunum hennar og sagði ekkert nema hæ þegar hópurinn hittist. Budda var samt viss um að hann væri hrifinn af henni, gerði grín að þessu, Fjóla og Reynir. Sagði að þau tvö gætu ræktað saman heilan skóg af börnum. Alveg hrikalega fyndinn brandari eitthvað. En hún vissi betur. Þau tvö höfðu alltaf talað mjög frjálslega um kynlíf. Hann hafði meira að segja einu sinni viðurkennt fyrir henni að hann hefði dreymt hana. Eins og stráka dreymir stelpur. Það var einmitt eitt af merkjunum sem hann gaf henni. Svo var það einu sinni, þegar hún var búin að gefa upp alla von, að hann sendi henni sms. Það var eitt af svona smsum sem þau höfðu oft sent sín á milli, meira í gríni en alvöru. En þetta var alvara. Það sem hann sendi var enn þá ofarlega í huga hennar. Tveimur árum síðar.
Það stytti upp og hún tók upp sígaretturnar sínar, kveikti í og andaði djúpt að sér.
- Þú veist að þetta er óhollt, sagði hann hæðnisröddu fyrir aftan hana. Hún hafði ósjálfrátt fært sig fjær honum þegar hún byrjaði að hugsa um atburðina.
- Af hverju ætti þér ekki að vera alveg andskotans sama um það hvað ég geri við minn líka og ekki?
- Ekki vil ég að svo fallegur líkami fari til spillis, sagði hann þá og hún heyrði það á röddinni að hann glotti. Hún stilti sig um að öskra á hann en það fór ógeðishrollur um hana.

Hann sendi smsið seint um kvöld. Þau voru í sama húsinu, það eina sem skildi þau að var illa einangraður tréveggurinn í sumarbústaðnum hans. Hann heyrði þegar síminn hennar pípti. Hún varð hissa að sjá nafnið hans koma upp á skjáinn í ‘inboxinu’ en brosti samt innra með sér.
“Ég er ógeðslega graður” stóð á skjánum. Hún brosti en fékk samt þessa ónota tilfinnigu. Það var eitthvað annað og meira á bakvið þetta en það sem stóð. Hún svaraði ekki heldur fór að sofa. Hún vildi ekki vera of auðveld fyrir hann. Daginn eftir vöknuðu þau öll á svipuðum tíma nema Fjóla. Budda, Steinar og Jóna ákváðu að fara út að labba og fá sér frískt loft. Reynir sagðist ætla að vera eftir svona ‘in case’ að Fjóla vaknaði og héldi að þau hefðu kannski stungið hana af. Klukkan var ekki nema 11 um morguninn. Fjóla svaf alltaf til hádegis þegar hún var í fríum og ætlaði sko að nýta sér kyrrðina í sveitinni. Hún hafði sett svartan ruslapoka fyrir gluggana svo það væri nógu dimmt því það var komið fram í miðjan júní og sólin gerði sitt besta til að halda Íslendingum vakandi yfir næturnar.

- Skemmtilegt hvað við lendum alltaf tvö ein, ha.
Hann gæti ekki verið öllu ógeðslegri í röddinni, hugsaði Fjóla. Hún kláraði sígarettuna og tók upp aðra og kveikti strax aftur í henni.
- Bíddu, bara farin að keðjureykja? Þú varst nú svo saklaus fyrir tveimur
árum að þú drakst ekki einu sinni.
- Láttu mig ífriði.

Hún rumskaði við að einhver opnaði hurðina. Hún spáði ekkert í það, hélt bara að þetta væri annað hvort Budda eða Jóna að ná í eitthvað inn í herbergið. Hún sneri sér á hliðina, með andlitið upp að veggnum. Allt í einu fann hún hvernig einhver þrýsti sér upp að henni. Það var Reynir.
- Fékkstu smsið frá mér í gær?
- Hmh… náði hún að umla á milli svefns og vöku.
- Þetta var ekkert grín. Mig langar í þig og mig langar í þig núna. Sagði
hann og lyfti upp sænginni. Hún gaf honum létt olnbogaskot. Hann renndi höndinni undir sængina, greip um annan únlið hennar og sneri henni við. Hún var varla vöknuð en fann að hún vildi ekki hafa hann þarna, ekki þegar hún væri svona nývöknuð að minnsta kosti. Það var myrkur í herberginu og hún sá ekki almennilega framan í hann.
- Ekki núna… Sagði hún en hann greip um hina höndina og lagðist ofan á
hana, búinn að henda sænginni fram á gólf. Þetta dugði til að vekja hana.
- Hvað ertu að gera? Sagði hún og byrjaði að reyna að losa hendurnar.
- Ekki einu sinni reyna að segja mér að þú viljir þetta ekki sagði hann og
kyssti hana á varirnar. Hún kyssti hann á móti.
- Hvar eru krakkarnir? Spurði hún og hann sagði henni að hún þyrfti ekki að
hafa áhyggjur af þeim. Þau hefði húsið fyrir sig í allavega smá tíma í viðbót. Hún brosti. Hún hugsaði með sér að það væri nú allt í lagi að gamna sér svolítið með honum. Hún var ekki í neinu nema gömlum Kvennahlaupsbol og nærbuxum. Hann stakk höndinni undir bolinn og byrjaði að káfa á henni. Svo Færði hann höndina neðar og ætlaði ofan í nærbuxurnar hennar þegar hún stöðvaði hann.
- Þetta er allt í lagi, sagði hann og hélt áfram. Hún reyndi að ýta honum ofan af sér en hann var of sterkur og þungur til að hún gæti bifað honum. Hann byrjaði að klæða hana úr nærbuxunum en henni leist ekki á blikuna. Hún byrjaði að sprikla og skipa honum að hætta. Hann hafði allt vald sem hann gat haft yfir henni. Hann náði að klæða hana úr og allt í einu, fyrirvaralaust, fann hún nístandi sárskauka. Þetta var í fyrsta skiptið. Þegar hann gerði sér grein fyrir þvi brosti hann kalt en hélt áfram. Hún var farin að kjökra. Þetta var ekki eins og hún vildi, hann var ekki eins og hún vildi, ekki eins og hún hafði ímyndað sér að hann væri. Hann kláraði, stóð svo upp og breyddi yfir hana sængina. Hún lá stjörf og horfði til hliðar á trévegginn.
- Ég ætla fram að hita kaffi. Takk fyrir þetta, elskan.

Hún kveikti sér í þriðju sígarettunni og sneri sér hægt við. Þau horfðust í augu í smá stund. Ekkert nema hatur og andstyggð skein úr augunum á henni. Hann var tilfinningalaus. Hún gekk hægt í burtu.