Sorry, ég hef enga sögu tilbúna, en ég bara varð að senda smá tilmæli til þeirra sem hafa sent eða ætla að senda eitthvað hingað inn.
Pesónulega finns mér nefnilega allt of mikil drama í þessum sögum sem ég hef lesið hérna. Sögurnar eru yfirleitt um sálarkvöl og eymd, það er ekki uppörfandi að lesa það til lengdar.
Eru ekki einhverjir sem geta skrifað skemmtilegar, fyndnar sögur, bull og fjarstæðu, tímaflakk, barnasögur o.þ.h.?
Er ég sú eina sem finnst þetta?
Einhvertíma skal ég kvelja ykkur, vinir, með væminni barnasögu eða annarri vitleysu. Bara til að brjóta upp þetta mynstur.
Vader sendi til dæmis alveg þrælfína bullsögu um bílinn sinn um daginn. Svona sögur er gaman að lesa og fyllir mann ekki af svartsýni og leiða.
Ekki misskilja mig, mér finnst frásagnartæknin fín hjá flestum sem ég hef lesið, en það er bara þessi eilífa drama sem ég þoli ekki.
Hvað finnst ykkur? Vantar ekki gleðigjafa hér inn?