Jæja mig langaði að fá að vita hvað ykkur finnst um þetta. :)

Dagurinn þegar fann út að ég væri heyrnarlaus var frekar venjulegur dagur í lífi mínu,
Ég vaknaði, fór á fætur og fékk mér morgunmat(ræs krispís með nesquick kakói út á) eins og vanalega.Um hálfátta leytið stíg ég út úr blokkinni þar ég ég bý og labba niður í mjódd til að taka leið 14 í Borgarholtsskóla. Mikið hrikalega var ég þreyttur þennan dag því ég virtist ekki heyra orð sem Strætóbílstjórinn sagði við mig þegar ég borgaði 300 krónur í fargjald en ég umlaði einhverja enskuslettu á móti og settist aftast í strætóinn vegna þess að það er svolítið löng leið upp í Borgó.
Þegar strætóinn kom í Ártún stigu upp í strætóinn 2 stelpur sem eru með mér í bekk, önnur er dökkhærð og hin með ljóst hár, þær þekktu mig strax og brostu til mín gervibrosi, ég brosti á móti enda ekki á hverjum degi sem ég fæ bros frá stelpum.

Þegar ég tek strætóinn í skólann þá hverf ég oft inn í mig og hugsa um hluti eins og lífið og dauðann en ég get ekki annað en tekið eftir því að það er allt hljótt og þá er ég ekki að tala um allir þöglir og horfa út heldur þá heyrist ekki neitt, engin vélarhljóð enginn hlátur frá stelpunum í bekknum mínu þó að ég sjái að þær eru skellihlæjandi.

Í fyrstu er ég smá ringlaður en svo kemst ég að þeirri niðurstöðu að ég er sennilega að lenda í svona hlutum sem eru alltaf að gerast fyrir fólkið sem er oft inná “Dulspeki” á Huga “já” hugsa ég með mér, “ég er að lenda í einhverju svona andlegum hlut.” Ég hlýt að vera áfram í þessu andlega þegar ég steig út úr strætó hjá Borgó því ég heyrði ekki neitt, “sjitt hvað er í gangi maður” hugsa ég.

Ég hristi hausinn aðeins og held áfram í átt að skólanum. Fyrstu tveir tímarnir eru Grafísk hönnun hjá Önnu Teits, ég er að verða of seinn svo ég flýti mér inn í stofuna og sest hjá æskuvini mínum honum Jóa. “blessar” segi ég og reyni að fela það að ég heyri ekki baun í honum vini mínumog tek upp bækurnar mínar og ræsi upp fartölvuna mína.
Þegar tíminn minn byrjar þá kemur Anna Teits ekki inn heldur forfalla kennari. Forfalla kennarin er karlkyns um það bil fertugur með gleraugu og er með smá ístru, hann er klæddur í rauðköflótta skyrtu, með svart bindi, svartar buxur og svörtum skóm með gamla brúna skjalatösku í hægri hendi
. Hann stendur við kennaraborðið og segir eitthvað sem ég náttúrulega heyri ekki, ég lít á Jóa og spyr hvort Anna sé veik, hann kinkar kolli og ég þakka Guði fyrir að hann hafi kinkað kolli í stað fyrir að hafa bullað eitthvað.
Ég er að verða smeykur um þetta andlega heyrnarleysi mitt og hugsa hvort ég hafi einbeitt mér svo mikið að einhverju að eyrun hafi bara dottið úr sambandi.

Þegar á líður tímann þá lít ég upp og ég sé að dökkhærða stelpan úr strætónum horfir á mig eitthvað skringilega, ég svara fyrir mig með svona “HVAÐ?” svipi, stelpan hnippir í sessunaut sinn og bendir á mig, “hvað er í gangi, eitthvað “frík sjóv?” hugsa ég , sessunautru dökkhærðu stelpunnar horfir á mig og svo sé ég að hún segir “ó mæ god!” og svo skil ég ekki orðin sem koma seinna meir upp úr henni en þau hljóta að hafa verið mögnuð því öll augun í bekknum beindust á mig og margir skrýtnir svipir voru á andlitum, kennarinn kemur upp að mér og segir eitthvað við mig, ég horfi bara á hann á móti með hálfgerðum hræðslusvip.

Kennarinn rýkur upp og hleypur í átt að innanhússímanum á veggnum og hringir eitthvert og ég sé á bláu augunum hans að hann er æstur og er að verða rjóður í kinnum, Hérna fatta ég að ég er ekki að upplifa eitthvað andlegt heldur er ég heyrnarlaus.

Heyrnarlaus!, ég sem hafði alltaf fengið 10 í þessum heyrnarprófum í grunnskóla, ég grúfi andlit mitt í höndunum á mér en þegar ég geri það þá finn ég fyrir einhverju blautu á kinnunum, þetta er blóð!, blóð sem hafði lekið úr eyrunum á mér, ég er haldinn þessari hræðslu við blóð svo ég þurrka það úr andlitinu með ermunum á peysunni minni eins hratt og ég get og svo fer ég úr peysunni og hendi henni á gólfið með ógeðissvip á mér.

Öll þessi andlit sem stara á mig hafa þennan svip á sér þegar maður er mjög ringlaður og veit ekkert í sinn haus, ég tek eftir að viðkvæmustu sálirnar í bekknum eru með tárin í augunum reyndar finnst mér það allt í lagi því ég er sjálfur með tárin í augunum af skilningarleysi. “Heyrnarlaus?, Heyrnarlaus?” endurtek ég í huganum og virðist engann veginn geta komið því í í heilann á mér. Allt í einu opnast hurðin og nemanda ráðgjafinn stígur inn og bendir mér að koma með sér, ég hlýði henni og við löbbum út á bílastæði og förum á hennar bíl niður á slysó. Eftir nokkra klukkutæima af prófum og prufum þá komast læknarnir einfaldlega að því að ég sé Heyrnarlaus og ég hafi orðið heyrnarlaus einhverstaðar á milli heimilisins mín og strætó stöðvarinnar.

Í dag er ég menntaður Grafískur hönnuður og kann Táknmál og get lesið varir. Ég á konu og 4 ára stúlku,
eiginkonan er líka heyrnarlaus en hún var fædd þannig. Sá hlutur sem ég harma mest er að dóttir okkar mun aldrei geta talað né heyrt því hún fæddist heyrnarlaus rétt eins og móðir sín. Alltaf þegar það er spurt mig hvernig ég varð heyrnarlaus þá segi ég þessa sögu og hlæ svo að því að ég hélt að þetta væri eitthvað andlegt.
Bro's before Ho's